Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Síða 9

Skessuhorn - 30.11.2022, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 9 Einstök bók sem snertir alla Akurnesinga, nær og fjær! Sagan: sigrar, sorgir og sálin í bæjarlífinu í 100 ár. holabok.is • holar@holabok.is KNATTSPYRNUBÆRINN S K E S S U H O R N 2 02 2 Fjölbrautaskóli Norðurlands býður upp á námskeið í trefjaplastsmíði á vorönn 2023 í samvinnu við Iðuna, Samtök iðnaðarins og Samgöngu- stofu. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti að námskeiði loknu unnið sjálfstætt að smíði og viðgerðum á skipum eða öðrum mannvirkjum sem smíðuð eru úr trefjaplasti. Þeir sem hafa lokið slíku námskeiði, hafa sótt nám í grunnteikningu og sem geta lagt fram stað- festingu um fullnægjandi starfstíma við trefjaplastsmíði eiga rétt á að fá viðurkenningu Samgöngustofu sem plastbátasmiður. Bóklegi hluti námsins fer fram í gegnum fjarfundabúnað en verklegi hlutinn fer fram í eina viku í Reykjavík. Umsækjendur skulu hafa náð 25 ára aldri og hafa a.m.k. 12 mánaða reynslu af smíði úr trefjaplasti. Nánari upp- lýsingar er að finna á www.fnv.is og fésbókarsíðu skólans https://www.facebook.com/FNV01 Námskeiðsgjald er kr. 215.000 Umsóknarfrestur er til 15. desember 2022. Nánari upplýsingar veitir Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari í síma 455-8000 og á netfanginu keli@fnv.is NÁMSKEIÐ Í TREFJAPLASTSMÍÐI Fjölbrautaskóli Nordurlands vestra - 550 Sauðárkróki - Sæmundarhlíð - Sími: 455 8000 - fnv.is - fnv@fnv.is Á morgun, fimmtudaginn 1. desember, eru tíu ár síðan Blóma- setrið – Kaffi Kyrrð var opnað við Skúlagötu 13 í Borgarnesi. „Þessi tíu ár hafa verið ævintýri lík- ust,“ segir Svava Víglundsdótt ir eigandi Blóma- setursins í sam- tali við Skessuhorn. „Við erum sér- staklega þakklát fyrir okkar yndis- legu viðskiptavini yfir árin. Þetta eru viðskiptavinir sem koma aftur og aftur til okkar og okkur þykir vænt um hverja einustu heimsókn,“ bætir hún við. Katrín Huld Bjarnadóttir, dóttir Svövu, átti stóran þátt í að koma fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag. Hún lét nýverið af störfum og leitar á vit nýrra ævintýra. „Hún á miklar þakkir skildar fyrir sín störf fyrir Blómasetrið,“ segir Svava um dóttir sína. Í dag rekur Svava fyr- irtækið með eiginmanni sínum Unnsteini Arasyni og hundinum Álfi. Þau hjónin keyptu Blómabúð Dóru á sínum tíma af Halldóru Karlsdóttur og var sú verslun stað- sett í Hyrnutorgi. Árið 2009 fluttu þau reksturinn yfir götuna áður en þau keyptu Skúlagötu 13 í desem- ber 2012 og þar hefur starfsemin verið allar götur síðan. Reksturinn hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan þau fluttu fyrir áratug. Í dag reka þau verslunina samhliða töfr- andi kaffihúsi og heimagistingu á efri hæð hússins. Árið 2017 festu þau kaup á Skúlagötu 15 í Borgarnesi og bættu við gistinguna þremur stúd- íóíbúðum. „Við eigum álfahólinn í bænum,“ segir Svava og brosir. Svava hefur starfað við ferða- þjónustu og verslunarrekstur í 40 ár og segir að mannauður sé það dýrmætasta sem fyrirtæki geti fjár- fest í. „Ég hef aldrei þurft að aug- lýsa eftir starfsfólki. Allt mitt fólk hef ég fundið og það fundið okkur. Ég segi stundum að það eru alltaf englar á bráðavakt og þeir hafa hugsað vel um okkur,“ segir Svava þakklát að endingu. Í tilefni af tíu ára afmæli Blóma- setursins – Kaffi Kyrrðar verður sérstök afmælisopnun frá kl. 9:00 – 22:00 á morgun, fimmtudaginn 1. desember. Boðið verður upp á afmælisveitingar og 20% afsláttur verður á öllum vörum í versluninni. glh Blómasetrið – Kaffi Kyrrð tíu ára Blómasetrið - Kaffi Kyrrð í Borgarnesi. Unnsteinn og Svava. Verslunin Curvy | Fellsmúli 26 v/Grensásveg | 108 Reykjavík | sími 581-1552 | www.curvy.is Stacy lace túnika 11.990 kr Laurina pallíettukjóll 19.990 kr Khoda Midi Kjóll 11.990 kr Danni Skyrtukjóll 15.990 kr NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU FRAMM AÐ JÓLUM Fallegar og vandaðar vörur í stærðum 42-60 Sjáðu úrvalið í netverslun Curvy.is Eða komdu í verslun Curvy við Grensásveg Kourtney kjóll 12.990 kr

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.