Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Qupperneq 10

Skessuhorn - 30.11.2022, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 202210 Forgangsraða þurfi vegafram- kvæmdum DALIR: Á fundi atvinnu- málanefndar Dalabyggðar 28. nóvember sl. var rætt um vega- framkvæmdir í sveitarfélaginu. Sæmundur Kristjánsson, yfir- verkstjóri á starfsstöð Vega- gerðarinnar í Búðardal, kom á fundinn og fór yfir stöðuna. Fram kemur í fundargerð að „einungis níu sveitarfélög á landinu séu með lengra vegakerfi en Dala- byggð og ekkert þeirra er með jafn hátt hlutfall malarvega innan sinna marka.“ Þá segir nefndin það ljóst að fækka þurfi þessum kílómetrum. „Í viðmiðunar- reglum um snjómokstur í Dala- byggð er talað um mokstur tvo daga í viku (mánudag og föstu- dag). Reynsla síðustu ára sýnir að það er ekki nóg, færa þarf mokstur upp í þrjá daga í viku og taka samtal við Vegagerðina þar um,“ segir í fundargerð. Vill atvinnumálanefnd því beina því til sveitar stjórnar að Dalabyggð geri tillögu að forgangsröðun vega- framkvæmda í sveitarfélaginu. Það rímar við þær umræður sem upp spruttu á opnum fundi um Samfélagsvegi sem haldinn var í Árbliki 21. nóvember sl. en þar gagnrýndu nokkrir íbúar ástand veganna í sveitarfélaginu og hvöttu til þess að þeir væru þjón- ustaðir betur. –gbþ Námskeið í brunaþéttingum AKRANES: Iðan fræðasetur og Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar halda námskeið í brunaþéttingum föstudaginn 2. desember klukkan 13. Nám- skeiðið er haldið í húsnæði slökkviliðsins að Kalmansvöllum 2 á Akranesi. Námskeiðið er fyrir alla sem koma að byggingafram- kvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efni sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er fjórar klukkustundir og kennari er Guðmundur Gunnarsson byggingaverkfræðingur. Skrán- ing og frekari upplýsingar eru á heimasíðu Iðunnar, www.idan. is. Fullt verð fyrir námskeiðið er 25 þúsund krónur en verð til aðildar félaga Iðunnar er 5 þús- und krónur. -vaks Setja upp krana DALIR: Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt til að sveitarfélagið festi kaup á krana og setji upp við bryggjuna í Búðardal. Í fundargerð nefndar- innar segir að krani við bryggj- una sé forsenda fyrir hafnsækinni starfsemi og frekari uppbyggingu atvinnu þar í kring. Ákveðið var á fundi Byggðarráðs að fela umsjónarmanni framkvæmda og verkstjóra að vinna áfram að mál- inu með sveitarstjóra og skoða möguleika á styrkjum og jafnvel e.k. samstarfi til kaupanna. - gbþ Hagnaður af rekstri OR SV-LAND: Fyrstu níu mánuði ársins varð 4,7 milljarða króna hagnaður af starfsemi sam- stæðu Orkuveitu Reykjavíkur. „Rekstrar afkoma og fjárflæði frá rekstri er stöðugt en reikn- aðar stærðir vegna mikils flökts á álverði og verðbólgu innanlands hafa áhrif á heildarniðurstöðu árshlutareiknings samstæðu OR, sem stjórn samþykkti í vikunni,“ segir í tilkynningu. Innan sam- stæðunnar eru, auk móðurfélags- ins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. -mm Jólatónleikar hljómlistar- félagsins BORGARNES: Hljómlistar- félag Borgarfjarðar stendur fyrir árlegum jólatónleikum félags- ins sjötta árið í röð. Tvennir tónleikar verða í Hjálmakletti, báðir föstudaginn 11. desem- ber, og hefjast þeir klukkan 17 og 20. Aðalgestir félagsins í ár eru Systur sem fóru út til Ítalíu til keppni í Eurovison fyrir hönd Íslendinga síðastliðið vor. Þá verða fleiri góðir gestir og loks mun ungt og upprennandi tón- listarfólk úr heimabyggð koma fram. Sjá nánar í auglýsingu hér í Skessuhorni og á viðburðarsíðu á FB. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 19. – 25. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 559.669 kg. Mestur afli: Hákon EA: 557.271 kg í einni löndun. Arnarstapi: 1 bátur Heildarlöndun: 4.186 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 4.186 kg í einni löndun. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 653.851 kg. Mestur afli: Breki VE: 138.081 kg í einum róðri. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 210.411 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 42.389 kg í fjórum róðrum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 479.583 kg. Mestur afli: Örvar SH: 105.647 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 15.205 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 8.340 kg í fjórum löndunum. Topp 5 landanir 1. Hákon EA – AKR: 557.271 kg. 24. nóvember. 2. Breki VE – GRU: 138.081 kg. 20. nóvember. 3. Sighvatur GK – GRU: 130.335 kg. 23. nóvember. 4. Örvar SH – RIF: 105.647 kg. 22. nóvember. 5. Tjaldur SH – RIF: 104.821 kg. 21. nóvember. -sþ Byggðarráð Dalabyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum á föstudaginn að hafna kröfu Frón fasteignamiðlunar, sem krafist hafði þess af sveitarfélaginu að fá meintar vangoldnar greiðslur og þóknanir vegna sölumeðferðar á jörðum og fasteignum á Laugum í Sælingsdal og Sælingsdalstungu. Krafa fast- eignasölunnar hljóðar upp á 10,6 milljónir króna með vöxtum. Forsaga málsins er sú að árið 2016 ákvað Dalabyggð fyrst að bjóða mannvirki á Laugum og Sælings dalstunga til sölu og var upphaflegt söluverð 530 milljónir króna. Annaðist Frón fasteigna- miðlun sölumeðferðina. Árið 2017 samþykkti sveitarfélagið tilboð Arnarlóns í mannvirkin og jarð- irnar með fyrir vörum. Árið 2018 kom svo upp ágreiningur milli sveitarfélagsins og Arnarlóns sem leiddi á endanum til þess að hætt var við söluna. Áfram gekk illa að selja eignirnar og ýmist fallið frá að taka tilboðum eða bjóðendur gátu ekki staðið við tilboð sín. Til að gera langa sögu stutta feng- ust síðast liðið sumar lyktir í mál- inu þegar hjónin Karl B. Örvars- son og Halldóra Árnadóttir sömdu við Dalabyggð um að taka Laugar á leigu með ákvæði kaup að tveimur árum liðnum. Í kröfubréfi Fróns fasteigna- miðlunar segir að öll vinna fast- eignasalans á umræddu árabili hafi verið að beiðni sveitarfélagsins. Hann hafi setið langa fundi, átt ótal samskipti og innt af hendi hin ýmsu störf allt þar til störfum hans hafi lokið með einhliða ákvörðun sveitarfélagsins að hætta við sölu eignanna í Sælings dal. Frón byggir kröfugerð sína um greiðslu fyrir vinnu og útlagðan kostnað á samn- ingum milli sveitarfélagsins og fast- eignasölunnar sem ekki hafi verið efnt. Jafnframt var í bréfi þar sem kröfum er lýst, sem skrifað var 16. nóvember síðastliðinn, lýst því yfir að ef sveitarfélagið hafni kröfunum, verði ágreiningi vísað til dómstóla. Að öllu óbreyttu er því málið á leið þangað. mm Stefnir í dómsmál vegna kröfu um greiðslu fyrir sölumeðferð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.