Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Page 11

Skessuhorn - 30.11.2022, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 11 Fyrsti sunnudagur í aðventu í Grundarfirði Aðventan í Grundarfirði var með hefðbundnu sniði í ár, það er að segja miðað við hvernig þetta var fyrir tíma Covid. Nú var hægt að halda jólamarkað og gat fólk komið saman og gætt sér á dýrindis súkkulaði og vöfflum hjá Kven- félaginu Gleym mér ei. Fjöldi sölu- bása var í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar og var margt forvitnilegt að finna þar. Þá voru úrslit í ljós- myndasamkeppni Grundarfjarðar gerð kunnug, söngatriði og dregið í hinu árlega leikfangahappdrætti kvenfélagsins. tfk Mæðgurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Helga Sjöfn Ólafsdóttir við sölubás sinn þar sem mátti finna margt skemmtilegt. Systurnar Anna Björg, Berglind og Helena María Jónsdætur við sölubás Stolta Arts. Verðlaunahafar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar. F.v. Sverrir Karlsson sem hlaut þriðja sætið, Elínborg Þorsteinsdóttir sem hafnaði í öðru sæti, Marie Mrusczok sem tók við verðlaunum fyrir hönd Stefan Wrabetz sem varð í fyrsta sæti og svo Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. Jólasveinarnir létu sig ekki vanta þegar kveikt var á jólatrénu í Grundarfirði. Kátir krakkar stilltu sér upp með jólasveinunum þremur sem höfðu viðkomu í Grundarfirði. Verðlaunamyndina í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2022 tók Stefan Wrabetz.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.