Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.11.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 202212 Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir tóku í haust fyrsta skrefið að því að flytja í Stykkis- hólm þegar Snjólfur opnaði þar sjúkraþjálfunarstofu. Þar vinnur hann tvo daga í viku en vinnuvik- una klárar hann á sjúkraþjálfunar- stofunni Stíganda í Reykjavík. Eftir áramót hyggst hann vera þrjá daga í viku í Stykkishólmi og stefna þau Björg á að flytja þangað fyrir alvöru næsta sumar, en nú eru þau búsett í Kópavogi. Saman eiga þau sex mánaða dóttur, Þórunni Maríu, og hafa þær Björg fylgt Snjólfi til og frá Stykkishólmi hér um bil í hverri viku nú í haust og heldur fjöl- skyldan því úti tveimur heimilum. Þau segja ferðalögin á milli hafa gengið vel í haust en hlakka til þess að vera alflutt. Björg og Snjólfur hafa alla tíð verið mjög virk í íþróttum og sjá þau fyrir sér að taka virkan þátt í að efla það góða íþróttastarf sem þegar er í Stykkishólmi. Þau segja fólkið í bæjarfélaginu vera afar hvetjandi og eru ákveðin í að koma þar inn með ferskan blæ og gefa af sér til samfélagsins. Ætlaði aldrei að læra yfir páskana Snjólfur fæddist á spítalanum í Stykkishólmi árið 1994. Hann ólst upp í Stykkishólmi, lauk þar leik- og grunnskóla og útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði. Árið 2015 flutti hann svo til Reykjavíkur til að fara í háskólanám í sjúkraþjálfun. „Ég ætlaði alls ekki að verða sjúkra- þjálfari,“ segir Snjólfur þegar blaðamaður spyr hann út í náms- val. „Systir mín er sjúkraþjálfari og þegar hún var í náminu kom hún eitt sinn heim yfir páskana og var að læra. Og þá hugsaði ég með mér að það væri eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera, að læra yfir páskana, mér fannst það alveg fráleitt,“ segir Snjólfur og hlær. En að loknum framhaldsskóla skráði hann sig í einkaþjálfara- nám hjá ÍAK einkum til þess að læra betur hvernig hann ætti að styrkja sjálfan sig en hann hefur alla tíð stundað íþróttir af krafti, bæði frjálsar íþróttir og körfubolta. „Svo í framhaldinu ákvað ég að fara í inntökuprófið í sjúkraþjálfaranám- inu því ég hafði áhuga á að læra meira þessu tengt. Og síðan bara er ég sjúkraþjálfari,“ segir Snjólfur sem útskrifaðist úr fimm ára sjúkra- þjálfaranámi árið 2020 og hefur síðan þá unnið á sjúkraþjálfunar- stofunni Stíganda. Þarf ekki að vera endastöð Björg er uppalin í Garðabæ, hún er kennari að mennt og hefur undan- farin tvö ár kennt við Smáraskóla í Kópavogi. Hún æfði lengi vel frjálsar íþróttir hjá ÍR með aðalá- herslu á hlaup og segja má að það hafi verið íþróttirnar sem leiddu þau Snjólf saman. „Við kynntumst sem krakkar þegar við vorum saman í úrvalshópsbúðum í frjálsum íþróttum og héldum alltaf smá sambandi eftir það,“ segir Björg en þau tóku svo upp þráðinn þegar Snjólfur flutti til Reykjavíkur og hafa nú verið í sambandi í sjö ár. „Síðan við byrjuðum saman hefur það bara alltaf verið inni í myndinni að flytja hingað í Stykkishólm. Það er vissu- lega nýtt fyrir mér að flytja út á land en mér finnst Stykkishólmur mjög heillandi staður og ég held að það séu mörg tækifæri hérna. Svo erum við bara að prófa þetta og þetta þarf alls ekkert að vera nein endastöð,“ segir Björg. Geymsla verður að sjúkraþjálfunarstofu Sjúkraþjálfun Stykkishólms var opnuð í Íþróttamiðstöðinni 12. september sl. Þar hefur Snjólfur aðstöðu í herbergi sem gegnt hefur misjöfnu hlutverki en var síðast helst nýtt sem geymslurými. Auk þess hefur hann aðgengi að lík- amsræktarsal stöðvarinnar og getur sinnt skjólstæðingum sínum þar. „Ég sá þarna tækifæri til þess að nýta þetta rými betur en þegar var gert og ákvað að opna hér sjúkra- þjálfunarstöð. Bæði af því mig lang- aði til þess að flytja heim en líka til þess að hjálpa aðeins til hérna í þessu bæjarfélagi,“ segir Snjólfur og við- tökurnar hafa ekki látið á sér standa. Sjúkraþjálfun Stykkishólms er opin tvo daga í viku, mánudaga og þriðjudaga, og nær Snjólfur að taka á móti um 10-15 manns á hverjum degi. Dagarnir eru því ansi þétt- bókaðir. Þar að auki sér hann um styrktarþjálfun fyrir yngri flokk- ana í körfubolta í Stykkishólmi, og þjálfar þá einu sinni í viku, á þriðju- dagsmorgnum. „Þegar ég var að græja herbergið hérna í Íþrótta- miðstöðinni í haust þá var bara potað í mig og ég spurður hvort ég gæti tekið þetta að mér. Og ég ákvað auðvitað að gera það, en eini tíminn sem ég hafði fyrir þetta er eldsnemma á þriðjudagsmorgnum, áður en vinna hefst hjá mér og skóli hjá krökkunum,“ segir Snjólfur. Leitar leiða til að hjálpa fólki „Planið var ekkert endilega að lenda í þessu herbergi hér í Stykk- ishólmi þótt ég hafi séð að það væri möguleiki,“ segir Snjólfur aðspurður um vinnuna en hann hittir núna fólk af öllu Snæfellsnes- inu. Hann segir vandamálin vera misjöfn sem skjólstæðingar hans eru að fást við og það haldi honum á tánum. „Verandi með stofu hér þarf ég að geta gengið í öll verk, ef svo má segja. Til mín kemur fólk með alls kyns vandamál sem veldur því að ég verð fróður um ýmis mál sem ég hefði kannski aldrei fengið til mín inn á stofu í Reykja- vík. Kannski er ég þá ekki frábær í neinu, því ég hef ekki sérhæft mig, en ég held að það sé skiln- ingur hér fyrir því að ég leita leiða til að hjálpa fólki. Það er kannski ein stærsta ástæðan fyrir því að það hafa verið mjög góðar viðtökur því ég sýni að ég er að reyna, ef það er eitthvað sem ég hef litla þekkingu á þá afla ég hennar og reyni að mæta fólki, því það er kannski ekki í boði fyrir það fólk að fara annað.“ Ekki gaman að vera með biðlista „Mér finnst mjög spennandi að vera í þessum fasa, að byggja upp fyrir- tæki, og ég gæti það náttúrulega ekki nema með þeim stuðningi sem ég fæ frá Björgu,“ segir Snjólfur en Björg gengur í ýmis verk til þess að hjálpa honum í þessu verkefni. Það hefur hentað mjög vel að vera með opið hér tvo daga í viku og ég sé að ég hef reiknað rétt með að ákveða að vera þrjá daga í viku eftir áramót því það er farinn að myndast smá biðlisti,“ segir Snjólfur og bætir við að honum finnist ekki sérlega gaman að vera með biðlista, hann vilji geta komið öllum að en það sem standi í vegi fyrir því sé að hann geti ekki unnið allan sólarhringinn. Skemmtilegast að vinna með börnum Í haust hefur Björg verið í fæðingar- orlofi með Þórunni Maríu og hafa þær mæðgur átt rólegan tíma í Hólminum á meðan Snjólfur er í vinnu. Björg vinnur sem kennari í Smáraskóla í Kópavogi og segir hún að draumurinn sé að fá vinnu í grunnskólanum í Stykkishólmi þegar hún er flutt þangað. „Síðustu tvö ár er ég búin að vinna í mjög stórum skóla svo ég sé fyrir mér aðeins persónulegri vinnu í grunn- skólanum hér, ef ég fengi hana. Það er örugglega allt öðruvísi en mig langar að prófa það,“ segir Björg og bætir við að ef það gangi ekki upp sé hún opin fyrir flestu öðru. Skemmtilegast finnist henni þó að vinna með börnum, hvort sem er við að kenna eða þjálfa. Samfélagið er hvetjandi Snjólfur sér fyrir sér að vera inn- viklaður í körfuboltann í Stykkis- hólmi þegar hann er alveg fluttur þangað næsta sumar en hann æfir nú og spilar körfubolta með Ármanni í Reykjavík. Þau Björg hafa stórar hugmyndir um hvernig hægt sé að lífga upp á bæjarlífið í Hólminum og segja það sammerkt með heimamönnum að þeir taki þátt í því sem í boði er. „Mér finnst andrúmsloftið í bænum vera gott og það er mikið af ungu fólki að flytja heim í Hólminn. Samfélagið Að gera góða hluti og gefa til baka Íþróttirnar leiddu þau Snjólf og Björgu saman – en nú setja þau setja stefnuna á Stykkishólm Snjólfur og Björg með dóttur sína, Þórunni Maríu. Ljósm. gbþ Björg hélt frjálsíþróttanámskeið í Stykkishólmi fyrr í haust fyrir börn í 1.-4. bekk. Þórunn María fær sér blund í Hólmin- um í blíðskaparveðri. Frá útskriftardegi Snjólfs úr sjúkra- þjálfaranámi. Snjólfur æfir og spilar með Ármanni í Reykjavík. Ljósm. Páll Jóhannesson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.