Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Page 13

Skessuhorn - 30.11.2022, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 13 Jólaútvarp NFGB, fm Óðal 101,3 Nemendafélags Grunnskóla Borgarness sent út frá Óðali 5.– 9. frá 10:00 22:00. og undanfarin ár og dagskrá útvarpað áður þáttum en síðan flytja sína þætti beinni útsendingu. Handritagerð fór fram þar sem hefur tekið sem sérstakt fréttastofunnar eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” 9. des. kl. er von á góðum gestum hljóðstofu. Mánudagur 5. desember 10:00 Ávarp útvarpsstjóra 10:10 Bekkjarþáttur 1. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 2. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur 14:00 30 ára afmæli jólaútvarpsins Stjórn NFGB 15:00 82 – 0 Hrafn, Halldór, Kristján 16:00 Jólaspjall Eiríka og Sonja 17:00 Yfirnáttúrulegir hlutir Emilía , Agla og Árdís 18:00 Sögusagnir Grétar og Benjamin 19:00 Tæknitröllin Tæknimenn 20:00 Frægir tónlistarmenn Birta, Auður og Kristey 21:00 Jólamyndir Hugrún og Hrafnhildur 22:00 Dagskrárlok Þriðjudagur 6. desember 10:00 Bekkjarþáttur 3. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur 14:00 Körfuboltaspjall Jón Árni, Jóhann, Justin 15:00 Grunnskóli Borgarfjarðar Ernir Daði og Kristján Karl 16:00 AB army Birgir Ívar og Adam 17:00 Ungmennaráð Borgarbyggðar 18:00 Fótbolti Auðunn 19:00 Tónlist og spjall Tæknimenn 20:00 Félagsstarfið 2022-2023 Stjórn NFGB 21:00 Samsæriskenningar Ásdís, Rakel Svava og Marta 22:00 Dagskrárlok Miðvikudagur 7. desember 10:00 1. og 2. bekkur endurfluttur þáttur 11:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Jólahefðir Rebekka, Gitta og Freyja 14:00 Ríkasta fólk í heimi Sindri 15:00 D&D Eyjólfur og Oliver 16:00 Gagnlegar staðreyndir Aron, Ólafur Hrafn og Sævar 17:00 Jólalögin okkar Rikka og Elín 18:00 Keyne West Kristján Páll 19:00 Árið 2011 Guðjón og Magnús 20:00 30 ára afmæli jólaútvarpsins Stjórn NFGB 21:00 Húsráð Óðals 22:00 Dagskrárlok Fimmtudagur 8. desember 10:00 3. og 4. bekkur, endurflutt þáttur 11:00 Jólamatur og jólasiðir Natalia 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 5. bekkur, endurfluttur þáttur 14:00 Sturlaðar staðreyndir Anna og Birta 15:00 Brandarar Ingibjörg og Margrét 16:00 Sagan hans Grinch Nemendur í Heiðarskóla 17:00 Fatamerki Birkir, Björgvin og Sigurgeir 18:00 Johnny Dep Þorsteinn Óskar 19:00 Jólaspjall Tæknimenn 20:00 Menntaskóli Borgarfjarðar Nemendafélag MB 22:00 Dagskrárlok Föstudagur 9. desember 10:00 7. bekkur endurfluttur þáttur 11:00 6. bekkur endurfluttur þáttur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bæjarmálin í beinni 14:00 Sögur og boðskapur Sara, Sammi og Ólöf 15:00 Jólakvikmyndir Katrín, Atli og Ólafur Már 16:00 Hlaðvarpskósíkós Hilmar, Valur og Andri 17:00 Létt jólatónlist og spjall Tæknimenn 18:00 Kveðja útvarpsstjóra og dagskrárlok. er mjög hvetjandi, allir eru glaðir að hitta mann og það er tekið svo vel á móti manni, þótt maður sé ekki alveg kominn,“ segir Björg en hún hefur áhuga á að koma á fót frjálsíþróttaæfingum í bænum og Snjólfur sér fyrir sér að byggja upp körfuboltann. „Það er einhvern veginn líka svo auðvelt að búa allt til hér því fólkið í bænum er svo peppað fyrir öllu. Ef maður hefur áhuga á því að gera eitthvað þá er ekkert mál að fá ein- hvern með sér í það. Ég hef áhuga á körfubolta og það er fullt af fólki sem er tilbúið að vera með mér í því og þeirri uppbyggingu. Björg hefur áhuga á frjálsum og það eru pottþétt einhverjir krakkar sem vilja koma í frjálsar og einhverjir fullorðnir sem vilja vera með í að byggja upp flotta frjálsíþróttadeild,“ segir Snjólfur en þegar hann ólst upp voru frjálsar íþróttaæfingar í Stykkishólmi allt árið um kring. Vill byggja upp frjálsíþróttadeild Síðustu ár hefur verið lítill stöð- ugleiki á frjálsum í Hólminum þar sem stundum hefur verið boðið upp á æfingar og stundum ekki. „Ég er með margar hugmyndir um hvað við getum gert hérna með frjálsar íþróttir,“ segir Björg en hún hefur þjálfað frjálsar í Reykjavík í mörg ár. „Langtímamarkmiðið, þótt ég sé ekki búin að ræða þetta við bæjar- stjórann eða neitt, er að koma hér upp tartan braut og gera þetta af alvöru. Ég held að það sé vel hægt og það eru margir tilbúnir að vera með mér í því,“ segir Björg en hún hélt stutt frjálsíþróttanámskeið í Stykkishólmi fyrr í haust, til þess að átta sig á áhuga barnanna. Þar fengu þau Snjólfur nokkra vini sína með sér til að vera þjálfarar og mættu tæplega 30 börn á nám- skeiðið. „Þetta var bara algjör prufa og var fyrir krakka í 1.-4. bekk. Hugmyndin var að reyna að kveikja áhugann og mig langaði bara að sjá hvort einhver myndi mæta. Þetta var líka svona mín leið til þess að gefa heimamönnum færi á því að kynnast mér,“ segir Björg og bætir við að námskeiðið hafi gengið mjög vel. Þá langar hana að byrja að bjóða upp á einhverjar æfingar eftir áramót til þess að leggja grunninn, þótt hún verði ekki alflutt í bæjar- félagið þá. Nú er rétti tíminn Snjólfur er eins og áður sagði úr Stykkishólmi og búa foreldrar hans þar enn. Hann er fyrstur af sínum systkinum til þess að flytja aftur heim en þau Björg og Þór- unn María keyra yfirleitt í Hólm- inn á sunnudögum og fara aftur til Reykjavíkur á þriðjudögum. Björg segir að það að vera orðin foreldri hafi átt stóran þátt í því að þau ákváðu að núna væri rétti tíminn til þess að færa sig um set. „Mér finnst það heillandi að ala upp barn úti á landi, þótt það hafi ekki verið neitt agalegt að alast upp í borginni,“ segir Björg hlæjandi og heldur áfram: „en frá því við Snjó- lfur kynntumst hefur það alltaf legið í loftinu að við myndum ein- hvern tíma prófa að búa í Stykkis- hólmi og okkur finnst eins og það sé rétti tíminn til þess núna.“ Þá segir Snjólfur sína upplifun af því að alast upp í Hólminum vera ekk- ert nema góða. „Ég held að ein ástæðan fyrir því að Björg er samþykk því að koma hingað er sú að mér leið vel hérna, að alast upp, og ég tala fallega um bæinn,“ segir Snjólfur og bætir því við að nú sjái hann hvað fólkið í sam- félaginu gerði til þess að honum og öðrum börnum liði þar vel. „Fólkið sem var með körfuboltann, frjálsar, sundið og allt þetta sem í boði var. Þetta er brjáluð vinna og það er mikið sem þau lögðu á sig til þess að hafa þetta á boðstólum. Þau stóðu vel að þessu og nú er maður sjálfur tilbúinn til að gera það líka. Og gefa til baka,“ segir Snjólfur og Björg tekur í sama streng. „Við brennum svolítið fyrir frjálsum og körfubolta og okkur langar að leggja okkar af mörkum til þess að gera þetta flott. Við viljum gera góða hluti hérna og vera með öðrum í liði til þess að svo verði,“ segir Björg. gbþ /Ljósm. úr einkasafni Björg æfði í mörg ár frjálsar íþróttir með ÍR með aðaláherslu á hlaup. Hér er hún að keppa fyrir hönd Íslands.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.