Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Síða 21

Skessuhorn - 30.11.2022, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 21 Pennagrein Borgarfjörður miðvikudagur 30. nóvember Félag eldri borgara í Borgar- fjarðardölum heldur Ljósmynda- sýningu í félagsheimilinu Brún. Ágúst Elí Ágústsson sýnir ljós- myndir sínar kl. 13:30-17. Stykkishólmur miðvikudagur 30. nóvember Snæfell og Tindastóll mætast í 1. deild kvenna í körfuknattleik í íþróttamiðstöðinni á Borgarbraut og hefst leikurinn klukkan 19.15. Grundarfjörður miðvikudagur 30. nóvember Kórarnir á Snæfellsnesi halda tón- leika í Grundarfjarðarkirkju kl. 20:00. Aðgangseyrir: Frjáls fram- lög Ólafsvík fimmtudagur 1. desember Árlegir jólatónleikar menningar- nefndar Snæfellsbæjar verða haldnir í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík kl. 20:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Guðrún Gunnars, Hera Björk, Karl Olgeirs og Vignir Snær stíga á svið á koma gestum í hinn eina sanna jólagír. Hægt er að panta miða á netfangið menningar nefnd@snb.is en miðar eru einnig seldir við hurð að kvöldi tónleika á meðan birgðir endast. Aðgangseyrir: 3.500.- Borgarnes fimmtudagur 1. desember Aðventukvöld Líflands í Borgar- nesi. Notaleg stemning, góm- sætar veitingar og jólatilboð á ýmsum vörum. milli kl. 18-21. Ólafsvík föstudagur 2. desember Kórarnir á Snæfellsnesi halda tón- leika í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00 Aðgangseyrir: Frjáls framlög Dalabyggð föstudaginn 2. desember Kvenfélagið Fjóla í samstarfi við Sælureitinn Árblik heldur spila- kvöld í Árbliki og hefst það kl. 20:00 Akranes föstudagur 2. desember ÍA og Þór Akureyri eigast við í 1. deild karla í körfuknattleik í íþróttahúsinu á Vesturgötu og hefst viðureignin klukkan 19.15. Dalabyggð laugardagur 3. desember Slitgigtarskóli Þórfríðar heldur námskeið sem byggir á sértækri þjálfun og fræðslu fyrir einstak- linga með verki frá mjaðma- svæði og hnjám. Námskeiðið er um fjórar klukkustundir að lengd og er mæting upp í húsnæði RKÍ í Búðardal (Rauða kross húsið) kl. 12:45. Allir velkomnir. Gott ef haft er samband við Ingibjörgu Jóhannsdóttur varðandi mætingu í síma 896-8315. (Ef mæting verður það mikil að skipta þarf um húsnæði) Dalabyggð laugardagur 3. desember Léttir, heimilislegir og hátíðlegir jólatónleikar í Dalabúð kl. 19:30. Hægt er að panta miða í gegnum netfangið skerdingar@gmail.com og í gegnum síma 843-6818 eftir kl. 16 á daginn. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn en enginn posi verður á staðnum. Fram koma fjögur sett af syst- kinum úr Dölunum, sem bæði syngja og spila undir. Aðgangs- eyrir: 3.000.- Stykkishólmur sunnudagur 4. desember Hinn árlegi jólabasar kven- félagsins Hringsins í Stykkis- hólmi fer fram upp á Fosshót- eli Stykkishólmi þann 4. des milli kl. 14-16. Fullt af vörum til sölu. Heimabakaðar kræsingar, handunnar vörur og pakkaveiði. Tónlistarskólinn verður einnig á staðnum. Dalabyggð sunnudagur 4. desember Jólaföndur í Árbliki milli kl. 14-18. Snæja sér um skemmtilega föndur stund. Akranes sunnudagur 4. desember Jólagleði í Garðalundi. Göngu- kerlingar leiða hópinn í sögugöngu milli kl. 16-18. Aðgangur ókeypis. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar 24. nóvember. Stúlka. Þyngd: 2.986 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Margrét Diljá Odds- dóttir og Frímann Ingvarsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 26. nóvember. Stúlka. Þyngd: 3.824 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar Aleksandra Sicagaj og Lukasz Adam Sicagaj, Patreks- firði. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. VEKJUM ATHYGLI! Bæjarstjórn Akraness ! – ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ HLUSTA? HVAÐ SKIPTIR YKKUR MÁLI – ER ÞAÐ VELFERÐ FÓLKS OG VILJI ? HVAÐ STJÓRNAR YKKAR FÖR? ÞIÐ hafið svikið loforð – þið misnotið vald með hroka - þið talið niður til og hundsið skoðanir fólks! HVAÐ ER SAMFÉLAG ÁN AÐGREININGAR? ÞIÐ tókuð ákvörðun um innra skipulag Fjöliðjunnar án aðkomu þeirra sem þar starfa og þekkja best! EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR! ÞIÐ tókuð ákvörðun um að HLUTI VINNUSTAÐARINS Fjöliðj- unnar væri best settur í samfélagsmiðstöð, á neðstu hæð í blokk með tómstundastarfi barna og unglinga. ÞIÐ spyrjið ekki og takið ekki tillit til vilja og skoðana þeirra sem málið varðar. SAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA ÞIÐ spyrjið ekki og kynnið ykkur ekki hugmyndafræði, reglur og skyldur þær sem Fjöliðjan vinnur eftir. ÞIÐ segið leiðbeinendum Fjöliðjunnar að hlýða ákvörðun stjórn- valdsins eða finna sér aðra vinnu. VINNUSTAÐURINN: Fjöliðjan & Búkolla telur 78 starfsmenn – skiptir rödd þeirra engu máli? FJÖLIÐJAN: Sinnir magnaðri starfsemi – er fyrirmynd annarra vinnustaða á landsvísu – er eftirsótt. FJÖLIÐJAN ER: Vinnustaður sem sinnir fjölbreyttum verkefnum, pökkun o.fl. fyrir fjölda fyrirtækja á landinu, sinnir endurvinnslu, rekur Búkollu nytjamarkað, rekur Gróðurhús, Smiðju. Er fyrirmynd annarra sambærilegra staða. Er og á að vera stolt allra Skagamanna FJÖLIÐJAN í dag var EKKI búin til af bæjarstjórninni FJÖLIÐJAN í dag var þróuð og mótuð af starfsmönnum, leiðbein- endum og stjórnendum hennar Hver á að ákvarða um FRAMTÍÐ FJÖLIÐJUNNAR? FÓLKIÐ SEM ÞAR STARFAR OG ÞRÓAÐI OG MÓTAÐI STARFIÐ! VIÐ HVETJUM YKKUR TIL AÐ ENDURSKOÐA ÞESSA ÁKVÖRÐUN ÞVÍ KRAFA OKKAR ER EINFÖLD; FJÖLIÐJAN ÖLL SAMAN Í EINU HÚSI!! Aðsend grein frá leiðbeinendum Fjöliðjunnar á Akranesi Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! WWW.SKESSUHORN.IS

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.