Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20228 Skráning á Mannamót til 20. des VESTURLAND: Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar 2023 frá klukkan 12 til 17. Mannamót er fjölmenn- asti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem hátt í þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 tals- ins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrir- tæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgar- svæðinu. Þar er hægt að kynn- ast betur fólki í ferðaþjón- ustu og fjölmörgum fag aðilum sem koma á Mannamót. „Á Mannamótum hvetjum við sýnendur til þess að leggja áherslu á það sem er í boði yfir vetrartímann. Við viljum opna augu ferðaskrifstofa fyrir tæki- færunum sem felast í tímabil- inu nóvember til apríl, í þjón- ustu og upplifun gesta. Mark- miðið með Mannamótum er, og hefur alltaf verið, að ein- falda ferðaþjónustufólki á höfuðborgarsvæðinu að vísa gestum rétta leið. Sömuleiðis erlendum söluaðilum að kynna sér það sem er í boði á landsbyggðinni án þess að þurfa að fara í ferðalag um allt landið. Á Mannamótum er einnig tækifæri til að hitta fólk frá öllum landshlutum sem síðan leiðir vonandi til þess að viðskiptatækifæri skap- ast sem skila ferðamönnum til þeirra allan ársins hring. Áhugi erlendra ferðasöluaðila hefur aukist ár frá ári og eru reynslumeiri endursöluðilar að verða fastagestir á við- burðinum,“ segir í tilkynningu frá Markaðs stofu Vesturlands. Skráningu á Mannamót lýkur 20. desember nk. Verð 22.900 auk vsk. -mm Jólanjólar á Bjarteyjarsandi HVALFJ: Tríóið Jólanjólar býður upp á tónleika á Bjart- eyjarsandi í Hvalfirði í léttri aðventustemningu, fimmtu- daginn 15. desember kl. 20. Tríóið skipa Helgi Georgsson, Jónína Magnúsdóttir og Linda Guðmundsdóttir. „Við Linda Munda kynntumst í grúppunni Syngjum veiruna burt á Face- book. Sungum svo fyrst saman í Svarthamarsrétt í Hvalfirði og Linda spilaði á nikkuna. Helgi er svo shanghajaður píanóleikari úr Hveragerði og saman myndum við þetta frá- bæra tríó; Jóla njólarnir,“ segir Jónína Björk. Aðgangseyrir er 2.500 kr og verður miðasala á staðnum. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 3. – 9. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 486.754 kg. Mestur afli: Hákon EA: 469.374 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engin löndun á tímabilinu. Grundarfjörður: 12 bátar. Heildarlöndun: 1.042.290 kg. Mestur afli: Viðey RE: 188.961 kg í einum róðri. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 428.566 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 67.752 kg í þremur róðrum. Rif: 13 bátar. Heildarlöndun: 720.478 kg. Mestur afli: Örvar SH: 110.822 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 7 bátar. Heildarlöndun: 21.597 kg. Mestur afli: Bára SH: 9.060 kg í fimm löndunum. Topp 5 landanir 1. Hákon EA – AKR: 469.374 kg. 5. desember. 2. Viðey RE – GRU: 188.961 kg. 6. desember. 3. Breki VE – GRU: 148.683 kg. 7. desember. 4. Örvar SH – RIF: 110.822 kg. 6. desember. 5. Rifsnes SH – RIF: 110.615 kg. 3. desember. -sþ „Við starfsmenn Fjöliðjunnar á Akranesi ætlum aftur í friðsæla mótmælagöngu,“ segir í tilkynn- ingu. „Í þetta skiptið ætlum við að mótmæla ósamræmi milli vilja starfsfólks Fjöliðjunnar og bæjar- stjórnarinnar. Mótmælin verða miðvikudaginn 14. desember kl. 13. Við leggjum af stað frá Smiðju- völlum 9 og göngum að Dalbraut 4 þar sem bæjarskrifstofurnar eru. Ósamræmið felst í að bæjarstjórn vill setja okkur í tvö hús sem eru langt frá hvort öðru en við viljum vera öll saman í einu húsi og ekki að bíða endalaust. Við erum nú þegar búin að bíða í tæp 4 ár,“ segir í til- kynningu frá starfsfólki. mm Undanfarnar vikur hefur götu- ljósum í Stykkishólmi verið skipt út. Ljósin eru nú flest komin með LED perur og eyða því 40% minna raf- magni en forverar þeirra. Rekstrar- kostnaður á götulýsingu Stykkis- hólmsbæjar hefur því lækkað sem því nemur. LED staurarnir veita einnig betri lýsingu. Verkefnið hefur staðið yfir síðan árið 2019 þegar sveitarfélagið tók við bæjarlýsingunni af Rarik. Staurunum hefur verið skipt út smám saman síðan. Hilmar Hallvarðsson rafverk- taki hefur séð um framkvæmdina en einnig hefur verið gert við bilaða staura. Búið er að LED væða Ægis- götu, Tangagötu, Bókhlöðustíg, suð- vesturenda Höfðagötu, Hamraenda, göngustíg á íþróttasvæði, ásamt bílastæðum við grunnskólann og Stykkis hólmskirkju. sþ Í ágúst síðastliðnum komu nem- endur umhverfisskipulags við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri í heimsókn til Grundarfjarðar til að kynna sér deiliskipulag bæjar- ins. Nemendurnir nýttu svo upp- lýsingarnar til að vinna lokaverk- efni sín við skólann en þá var ver- kefnið að hanna nýja ásýnd bæjar- ins fyrir framtíðina. Miðvikudaginn 7. desem ber síðastliðinn komu svo nemendur og kennarar til Grundar- fjarðar og kynntu verkefnin. Kynn- ingarnar fóru fram í Samkomu- húsi Grundarfjarðar þar sem allir voru velkomnir til að fylgjast með. Nemendur í þremur efstu bekkjum Grunnskóla Grundarfjarðar mættu til að sjá afraksturinn ásamt öðrum áhugasömum bæjarbúum. Mjög gaman var að sjá hversu frjóir nem- endur voru í hugsun og nálgun á verkefninu enda margar frábærar hugmyndir sem komu fram. tfk Eldri kynslóðir minnast þess lík- lega að hafa skautað á svæði sem Grundaskóli á Akranesi stendur á og var oft nefnt „Krúsin.“ Færri vita að á skipulagi skólalóðar Grundaskóla er gert ráð fyrir nýju skautasvelli og nú er genginn í garð talsverður frostakafli. Síðastliðinn mánudag settu Slökkvilið Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar vatn í tjörnina og tók það skamman tíma að frjósa. „Við látum slíkt tækifæri ekki framhjá okkur fara. Við höfum ekki mörg leiktæki og skólalóðin er eins og önnur skólamannvirki í miklu uppbyggingarferli,“ sagði í tilkynningu frá skólanum af þessu tilefni. Menningar- og safnanefnd Akra- neskaupstaðar hefur ákveðið að í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaup- staðar sé skautasvellið gjöf til bæjar- búa og vonar að sem flestir nýti sér það til skemmtilegrar afþreyingar og útiveru. Þegar þetta er prentað er líklegt að skautasvellið sé þegar tilbúið. Því er um að gera fyrir áhugasama að finna skautana sína í geymslunni eða hvar sem þeir eru og skella sér á skautasvellið þegar það verður tilbúið. vaks LED væða götuljós í Stykkishólmi Hilmar Hallvarðsson rafverktaki og Páll Gíslason leggja hér lokahönd á LED væðinguna við Borgarbraut í Stykkishólmi. Ljósm. sá Skautasvell sett upp við Grundaskóla Lokaverkefni LbhÍ nemenda kynnt í Grundarfirði Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar fylgdist með kynningunum og skoðaði verkin gaumgæfilega. Boða til friðsællar mótmælagöngu Vatn var sett í tjörnina á mánudaginn. Ljósm. jhb Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi og Emma Rakel Björnsdóttir sem átti hugmyndina að mótmælagöngu sem farin var í maí á síðasta ári. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.