Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202230 Spurning vikunnar Hvaða jólasveinn finnst þér skemmtilegastur? Spurt í Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit Axel Freyr Guðmundsson „Stúfur.“ Alexandra Ásta Sigurðardóttir „Stekkjastaur.“ Mikael Sesar Erlingsson „Hurðaskellir.“ Guðrún Agnes Birkisdóttir „Gluggagægir.“ Markús Berg Ómarsson „Bjúgnakrækir.“ Um síðustu helgi hélt Fimleika- félag Akraness Fim-leikana 2022 í fyrsta skipti en um var að ræða innan félagsgleði þar sem allir flokkar fimleikafélags ÍA fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Á fimmtudaginn var jólasýning hjá grunnhópum og eftir sýninguna var opin æfing þar sem foreldrar fengu að taka þátt. Á föstudeginum var parkour partý þar sem iðkendur spreyttu sig í þrautabraut og „wall flip“ keppni. Á laugardaginn var íþróttaskóli með jólaívafi, innan- félagsmót yngri keppnishópa þar sem árgangar kepptu innbyrðis og sýndu keppnisdansa og deg- inum lauk á húllumhæi fyrir eldri keppnis hópana. Frítt var inn á viðburðinn og boðið var upp á sölu á vöfflum og heitu súkkulaði uppi á Þekju og rann allur ágóði beint í fjáröflunar- sjóð félagsins. vaks/ Ljósm. gó Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Einarsson hefur gert samning við Knattspyrnufélag ÍA sem gildir til ársins 2024. Hákon Ingi er fæddur árið 1995 og spilaði alla yngri flokka hjá ÍA. Hann er hægri bakvörður og á að baki samtals 135 deildar- leiki með liðum Kára, Þórs Akur- eyri, Vestra Ísafirði og Kórdrengja úr Reykjavík sem hann hefur leikið með síðustu þrjú tímabil. vaks Vegna ummæla Einars Brandssonar í síðasta tölublaði Skessuhorns um leiðbeinendur Fjöliðjunnar þykir okkur mikilvægt að svara fyrir okkur. Að baki Fjöliðjunnar er öflugur hópur starfsmanna sem hafa sjálf- stæðar skoðanir. Fjöliðjan hefur einnig öflugan hóp leiðbeinenda sem vinnur ötullega að stuðningi starfsmanna. Leiðbeinendur vita að þeirra hlutverk er að styrkja og styðja, vera málsvari þess sem þarfnast aðstoðar. Virðing er dyggð sem Fjöliðjan stolt fer eftir. Traust er mikilvægt í starfi leiðbeinenda og mikilvægt að starfsmenn finni að traustið bregst ekki, þrátt fyrir skiptar skoðanir, ákvarðanir og verk annarra. Bæjarstjórn og bæjarbúum má vera ljóst að skoðanir leiðbein- enda byggja á skoðunum og hug- myndum starfsmanna. Það er aldrei gott að ætla sér að vinna til framtíðar ef skoðanir annarra mega ekki heyrast. Aðstandendur fatlaðra ættu að geta verið sáttir og öruggir því svo sannarlega eru hagsmunir og skoðana frelsi í hávegum haft í öllu starfi Fjöliðjunnar. Með ósk um gleðilega hátíð til allra, Árni Jón Harðarson, deildarstjóri Fjöliðjunnar, með áralanga reynslu í starfi, aðstandandi fatlaðrar systur og iðnaðarmaður Ásta Pála Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi Fjöliðjunnar, með áratuga reynslu í starfi og aðstandandi fatlaðrar systur Erla Björk Berndsen Pálmadóttir, þroskaþjálfi Fjöliðjunnar, verslunarstjóri Búkollu, með áralanga reynslu í starfi Guðrún Fanney Helgadóttir, leiðbeinandi Fjöliðjunnar, með áralanga reynslu í starfi Hafdís Arinbjörnsdóttir, félagsliði Fjöliðjunnar, með áralanga reynslu í starfi Hafdís Dóra Gunnarsdóttir, BA félagsráðgjöf hjá Fjöliðjunni, með áralanga reynslu í starfi Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi Fjöliðjunnar, með reynslu í starfi Kathrin Schymura, þroskaþjálfi Fjöliðjunnar í mastersnámi, með áratuga reynslu í starfi og uppalin með fólki með fötlun Kristín Halldórsdóttir, leiðbeinandi Fjöliðjunnar, tækniteiknari, með áralanga reynslu í starfi Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjöliðjunni, í mastersnámi, með reynslu í starfi Steinunn Guðmundsdóttir, þroskaþjálfanemi, leiðbeinandi Fjöliðjunnar, með reynslu í starfi Sólrún Perla Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur, með mikla reynslu í starfi Svana Guðmundsdóttir, félagsliði Fjöliðjunnar, með áratuga reynslu í starfi Silvía Kristjánsdóttir, nemi í iðjuþjálfun, leiðbeinandi í Fjöliðjunni, með reynslu í starfi Skallagrímur tók á móti liði Fjölnis í 1. deild karla síðasta föstudags- kvöld og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Það var frekar jafnt á með liðunum í fyrsta leik- hluta en Skallagrímur þó ávallt með undirtökin. Stigataflan sýndi 21:12 fyrir Skallagrím eftir tæpar sex mínútur og heimamenn voru með sjö stiga forystu þegar leik- hlutanum lauk, staðan 28:21. Skallagrímsmenn herjuðu síðan á gestina í öðrum leikhluta og náðu 20 stiga forystu þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar, 50:30. Þeir bættu svo aðeins við forskotið fram að hálfleik og voru komnir í þægi- lega stöðu þegar bjallan lét vita af sér, staðan 60:36 Skallagrími í vil. Í þriðja leikhluta breyttist staðan lítið, eftir rúmar sex mínútur var staðan 77:57 og þegar leikhlut- anum lauk var forskot Skallagríms 18 stig, 84:66. Skallagrímur náði um miðjan fjórða leikhluta 25 stiga forystu og leyfði eftir það ungum og efnilegum leikmönnum að spreyta sig sem stóðu sig með afbrigðum vel, lokatölur 113:84 fyrir Skallagrími. Keith Jordan Jr. var langatkvæða- mestur hjá Skallagrími með 42 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, Milorad Sedlarevic var með 26 stig og þeir Almar Örn Björnsson og Kristján Örn Ómarsson með 11 stig hvor. Hjá Fjölni var Hilmir Arnarson með 19 stig, Karl Ísak Birgisson með 16 stig og Lewis Diankulu með 15 stig. Næsti leikur Skallagríms er á móti Þór Akureyri fyrir norðan næsta föstudagskvöld og hefst klukkan 19.15. Eftir það fer deildin í jólafrí og hefst á nýju ári föstu- daginn 6. janúar. vaks Skallagrímur með stórsigur á Fjölni Keith Jordan Jr. var ansi öflugur á móti Fjölni. Ljósm. glh Hákon Ingi gengur til liðs við ÍA Hákon Ingi er ánægður að vera kom- inn aftur á Skagann. Ljósm. kfia Fimleikagleði hjá Fimleikafélagi Akraness Frá innanfélagsmóti yngri keppenda á laugardaginn. Þessar stúlkur sýndu keppnisdans af mikilli list. Pennagrein Yfirlýsing frá leiðbeinendum Fjöliðjunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.