Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2022 29 Akranes dagarnir 13.-15. desember Skagakonan Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir sýnir ýmsar jólahannyrðir í Bókasafni Akra- ness. Sýningin verður uppi um aðventuna og er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins, virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-14. Borgarnes miðvikudagur 14. desmeber Æskulýðsnefnd Hestamanna- félagsins Borgfirðings stendur fyrir Jólabingói fyrir börn og ung- menni. Viðburðurinn fer fram í félagsheimilinu Vindási og hefst kl. 17:00. Bingóið er fyrir alla hestakrakka undir 21 árs. For- eldrar eru velkomnir með þeim yngstu. Fyrsta spjald kostar 1000 kr næsta 500 kr. Borgarfjörður miðvikudagur 14. desember Upplestur og umræður um nokkrar nýútkomnar bækur í bók- hlöðu Snorrastofu, hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Akranes fimmtudagur 15. desember Forseti Íslands og frú koma í opin- bera heimsókn til Akraness í til- efni 80 ára kaupstaðarafmælis. Sjá nánar frétt og auglýsingu hér í blaðinu. Stykkishólmur fimmtudagur 15. desember Kökubasar og leiðisgreinasala Lionsklúbbsins Hörpu í Stykkis- hólmi verður í Lionshúsinu kl. 15-17. Rif fimmtudagur 15. desember Pub Quiz verður á Frystiklef- anum og hefst kl. 20:30. Veg- legir vinningar í boði. Mest fimm mega vera saman í liði. Almennar spurningar, fótboltaþema, athyglis þrautin og tóndæmi, eitt- hvað fyrir alla. Mælt er með því að taka frá borð. Borgarfjörður fimmtudagur 15. desember Þá koma víst jól – jólatónleikar Freyjukórsins hefjast kl. 20 í Reyk- holtskirkju. Freyjurnar fá til sín góða gesti og miðaverð er 3.000 kr. Innifalið er kaffi, kruðerí og konfekt í hléi. Hvalfjörður fimmtudagur 15. desember Tríóið Jólanjólar býður upp á tón- leika í léttri aðventustemningu á Bjarteyjarsandi kl. 20. Tríóið skipa Helgi Georgsson, Jónína Magnús- dóttir og Linda Guðmundsdóttir. Aðgangur kostar 2.500 kr og miðasala verður á staðnum. Akranes föstudagur 16. desember ÍA og Selfoss eigast við í 1. deild karla í körfuknattleik í íþróttahús- inu á Vesturgötu og hefst viður- eignin klukkan 19.15. Stykkishólmur föstudagur 16. desember Tónlistarmaðurinn KK verður með jólatónleika á Vatnasafninu. Tak- markað sætaframboð en skráning fer fram á vatnasafn@gmail.com. Akranes helgin 17.-18. desember Jólamarkaður á Akratorgi verður opin kl. 13-18 laugardag og sunnudag. Búðardalur helgin 17.-18. desember Rjómabúið Erpsstaðir verður opið laugardag og sunnudag kl 13-17. Hægt verður að fara í fjósið, klappa kálfunum og sjá kýrnar mjólkaðar. Versla sér rjómaís og sorbet fyrir hátíðirnar eða næla sér í ost og góða sultu, eða íslenskt handverk. Glímufélagið verður á staðnum og sér um jóla- tréssölu. Einnig er opið í Sælu- reitinum Árbliki og þar er hægt að setjast niður í hlýjum rúm- góðum sal og bragða á bakkelsi og súkkulaði. Stutt í Búðardal, þar er hægt að fá góðan mat í Dala- koti og ótrúlegt úrval af hand- verki eftir heimamenn hjá Bolla. Gaman að hafa skauta með í för, hér er hægt að renna sér á skautum víða þessa dagana, muna að klæða sig vel! Stykkishólmur laugardagur 17. desember Jólatréssala Skógræktarfélags Stykkishólms kl. 11-15 í Saur- skógi. Tónlist, skreytingar í lundi og kakósala verður á staðnum. Stykkishólmur laugardagur 17. desember Jólasýning í Norska húsinu kl. 13-17. Sparistellið í jólabúningi, einnig verður hægt að mála sinn eigin jólabolla. Stykkishólmur laugardagur 17. desember Hljómsveitin Betra með rjóma treður upp á vinnustofu Tang & Riis kl.16. Akranes laugardagur 17. desember Söngvarinn Valdimar Guðmunds- son syngur hugljúf jólalög í Akra- neskirkju í nýjum útsetningum með hljómsveit sinni, LÓN. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30 Miða- verð er 4.900 kr og fer miðasala fram á tix.is. Hvalfjörður – sunnudagur 18. desember Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og sex manna blásarasveit flytur jólatónlist í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sérstakir gestir þeirra eru Margrét Bóasdóttir, sópran og Kór Saurbæjarprestakalls, stjórnandi er Zsuzsanna Budai. Aðgangs- eyrir kr. 2500.- fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn. Borgarfjörður – þriðjudagur 20. desember Reykholtskórinn, Reykholtskirkja og Snorrastofa bjóða á Aðventu- kvöld í Reykholtskirkju sem hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Söfnunarbaukur á staðnum ef fólk vill styrkja söng- starfið. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar 10. desember. Drengur. Þyngd: 3.360 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Karen Sif Jónsdóttir og Ívar Örn Valgeirsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Málfríður Stefanía Þórðardóttir. 12. desember. Drengur. Þyngd: 4.306 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Rakel Ösp Elvarsdóttir og Hrannar Ingi Hjaltason, Borgarnesi. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. Gott og vel staðsett parhús, ca. 140m2, 3 svefnherbergi og bílskúr. Laus strax. Eingöngu reyklausir og reglusamir einstaklingar koma til greina. Gæludýr eru ekki leyfð. Upplýsingar í síma 893-3395. Til leigu á Hvanneyri SK ES SU H O R N 2 02 2 Byggðasaga Skagafjarðar heildarútgáfa 1.-10. bindi. Tíunda bindið kostar kr. 10.000. Eldri bindi kr. 6.000 stk. Tilboðsverð, öll bindin 1.–10. á aðeins 50.000 kr. Sögufélag Skagfirðinga kt: 640269 - 4649 banki: 0310 - 26 - 017302. Upplýsingar og pantanir í síma 453 6261 / 897 8646 eða á saga@skagafjordur.is Frí heimsending ef keyptar eru tvær bækur eða fleiri. Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Sunnudagur 18. Desember Akraneskirkja Jólasöngvar kl. 11. Hljómur Kór eldri borgara syngur Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Sunnudagur 18. Desember Akraneskirkja Jólasöngvar kl. 11. Hljómur Kór eldri borgara syngur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.