Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202224 Fimmtudaginn 8. desember síðast- liðinn var árleg Bókaveisla Grunn- skóla Snæfellsbæjar haldin í Félags- heimilinu Klifi. Bókaveislan var fyrst haldin árið 2002, þá að frum- kvæði Framfararfélags Ólafsvíkur, en skipulag og framkvæmd hefur verið í höndum skólans frá árinu 2005. Frá upphafi hefur sú hefð haldist að bjóða rithöfundum í súpu og spjall með nemendum áður en farið er inn á Klif. Bókaveislan hefur skapað sér fastan sess á aðventunni hjá mörgum íbúum Snæfellsbæjar. Verkefnið er hluti af átthaga- fræði skólans sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin í haust fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Rithöfundarnir Benný Sif Ísleifs- dóttir, Gerður Kristný Guðjóns- dóttir, Jón Kalman Stefánsson, Rut Guðnadóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir lásu upp úr nýút- komnum bókum sínum. Nem- endur 10.bekkjar sömdu og fluttu skemmtilegar kynningar á höf- undunum. Að sögn Vilborgar Lilju Stefáns- dóttur og Margrétar Gróu Helga- dóttur hjá Grunnskóla Snæfells- bæjar tókst bókaveislan vel að vanda, nemendur stóðu sig afar vel og skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar. Veitingar voru í höndum foreldra 10. bekkinga, til fjáröflunar fyrir útskriftarferð bekkjarins. Rithöfundarnir voru mjög ánægðir með það sem þeir upplifðu og voru einhverjir þeirra búnir að kynna sér átthagafræði- verkefni skólans áður en þeir komu. vaks Eldsnemma að morgni laugardags- ins 29. október hittist hópurinn á Keflavíkurflugvelli. Mikil spenna var í loftinu. Starfsfólk FSN, ásamt mökum, voru á leið í náms- og gleðiferð til Helsinki og Tallinn. Megintilgangur ferðarinnar var að sækja námskeið hjá fyrir- tækinu Positive Learning, sem er með skrifstofur í Helsinki. Posi- tive hugmyndafræðin hefur verið kennd og innleidd í leik, -grunn- og framhaldsskólum víðsvegar um heiminn. Hugmyndafræði Positive gengur út á það að kenna, fræða og vinna með styrkleika nemenda. Námskeiðin byggja m.a. á að þjálfa allt skólasamfélagið (nemendur, kennara og foreldra) í að sjá það góða (e. see the good). Í aðdraganda ferðarinnar hafði starfsfólkið undirbúið sig fyrir komandi námskeið í Helsinki með því að fá fræðslu í gegnum fjarfund frá starfsfólki Positive. Við komuna til Helsinki innrit- aði hópurinn sig á hótelið, sem var staðsett miðsvæðis í borginni. Það reyndist afar hentug staðsetning og hægt var að fara fótgangandi eða rafhjólandi um helstu svæði borg- arinnar. Sunnudagurinn var frí- dagur þar sem ákveðið var að anda að sér finnskri sögu og menningu ýmist með skoðunarferðum, matar- upplifunum eða búðarrápi. Á mánudagsmorgni hófst fyrri námskeiðsdagurinn. Starfsfólkið sat átta klukkustunda námskeið þar sem það fékk fræðslu og lifandi þjálfun hjá dásamlegum kennurum Positive. Á meðan námskeiðinu stóð héldu makarnir áfram að upp- lifa Helsinki og undirbúa sig fyrir komandi sauna-seremóníur kvölds- ins. Jú, hópur Íslendinga var kom- inn til Finnlands og ekki var hægt að láta sauna-menningu Finna framhjá sér fara. Hópurinn fór því saman á sauna- og veitingastaðinn Löyly þar sem farið var yfir lær- dóm og upplifanir dagsins og þau allra hörðustu kældu sig inn á milli með því að stinga sér til sunds út í ísköldu Eystrasaltinu. Á þriðjudeginum var komið að seinni námskeiðsdeginum. Fyrir hádegi fékk starfsfólk áfram- haldandi kynningu og þjálfun í styrkleikamiðaðri nálgun í kennslu, ásamt því að læra á sérhannað farsíma app, tengt hugmynda- fræðinni. Eftir hádegi var svo komið að því að fara í vettvangsferð í skóla, þar sem hugmyndafræðin hafði verið innleidd. Hópurinn fékk fyrirlestur frá skólastjóranum ásamt því að fá að fara í heimsókn inn í bekkina. Vettvangsferðin endaði svo í smíðastofu skólans, þar sem einstaklega jákvæður og skemmti- legur smíðakennari leiddi hópinn við gerð lyklakippna. Fóru því allir ánægðir og glaðir upp í rútu með heimagerðan afrakstur frá þessum fjölbreytta og áhugaverða skóla. Seinnipart þriðjudags lagði stór hluti hópsins í ferðalag með ferju yfir til Tallin í Eistlandi. Glæsi- legri ferju hafði enginn litið augum fyrr – þrátt fyrir að vera fastagestir í Breiðafjarðarferjunni Baldri! Fleyið var á átta hæðum, með tilheyrandi verslunum, veitingastöðum og síð- ast en ekki síst, sérhæð til að leggj- ast í koju. Næstu tvo daga nutu ferða- langarnir þess að skoða sig um og upplifa borgirnar tvær, Tallinn og Helsinki. Það er því óhætt að segja að ferðin hafi heppnast vel. Starfsfólk FSN kom til baka með nýja þekkingu, gleði og jákvæðni að vopni fyrir komandi annir í skól- anum okkar. Starfsfólk FSN Bókaveisla 10. bekkjar haldin í Snæfellsbæ Nemendur 10. bekkjar ásamt rithöfundunum sem tóku þátt í bókaveislu Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ljósm. Vilborg Lilja Stefánsdóttir Pennagrein Starfsmannaferð Fjölbrautaskóla Snæfellinga til Helsinki og Tallin Svipmynd úr skólaheimsókn. Ljósm. aðsend. Frá höfninni í Helsinki þar sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan gnæfir uppúr og skyggir á sólina. Ljósm. tfk. Rölt um í hinni fallegu borg Tallinn. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.