Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202226
Krossgáta Skessuhorns
Máls-
há(ur
Tófa
Röð
Glöð
Bjálkar
Söngla
Flan
Hvíla
Hæð
Kl.15
Fiskur
Pilla
Megn
Vissa
DuG
Efi
Svar
Fépúki
Á skipi Skap-
gerð
Ras
Suddi
Lagast
Snagi
Upp-
gerð
SaRn
Brall
Grípa
LyGari
Arnar-
hreiður
Hiklaust
Loðna
Flanar
Peyi
3
Ráðning
Viljug
Drolla
Hluta-
veltan
Saup
Slá
Hljóð-
færi
Op
6 Skin
Gróf
Alltaf
Hróp
Hrufl
Kerald
5
Áhald
Káma
Fínar
Eysil
Núna
Aldur
Veisla
Þrey(
Ney(u
Tvíhlj.
Nóa
Tímabil
Hrópa
Heila
Meiður
7
Mál-
rómur
Sker
Vitund
Tréskór
Sla(a
4
Tveir
DuG
Fjör
Spekt
Keyra
Hryðja
Þjálfa
Nudd
Band
Klæði
DuG
1
Beiskja
Logn-
alda
Um-
hyggja
Ó(ast
Niður
Sysar
Vein
Góð
Kvað
Píla
Fjöldi
Alda
Sagnir
Spann
Áburður
Reynsla
Báta-
skýli
Hestur
Hljóm-
fall
Nögl
Hleyp
Glöggur
Hala
2
Eyðsla
Rðlt
8
Fen
9
Möndull
Skel
Hjörum
Vild
1 2 3 4 5 6 7 8 9
1
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í
blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar-
orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu-
dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimil-
isfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra-
nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að
hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings-
hafinn bók að launum frá bókaútgáfunni Sæmundi.
Í síðustu krossgátu var rétt lausn: „Kerrupoki.“ Heppinn þátttakandi
var Rúnar Jónasson, Jörundarholti 158, Akranesi.
Hátíðarútgáfa af krossgátu mun svo birtast í Jólablaði Skessuhorns í
næstu viku.
H A G M Æ L T Æ S K J A Æ
Ó M A A Ð E S P A Á L I T
F L U G F Æ R I É L V L L
A F T A K T U R Þ E M A
E R F I Ð I A R A R Ö G U R
R A N N M Ú T M Ú G R Á
R Æ N U N A A U N Á I N
B Á S A R A A R N A N N A
E R I L R O F Ó K U N N
Á S A R Á A R B Ó N K R Ó A
T R Á S S D U L U M L
K U S K R Ó Þ R U M A
T Í R A A N Æ Ð R I L U
O F Á Ð I A N D L E G
H L U S T R A R G Á F A
Ó L R J Ú K A V A M M L Á
F A Ó S A V A L V E I T
I U N S F R Ó Ð T I T R A
K E R R U P O K I
1
Skinkuhorn
Heiðar Örn Jónsson
Skilur ekki af hverju allir
vilja ekki vera í slökkviliðinu
Hvanneyringurinn Heiðar Örn
Jónsson er nýjasti viðmælandi
Skinkuhornsins. Heiðar er giftur
Selmu Ágústsdóttur og eiga þau
saman þrjú börn; Arnar Inga, Sig-
urð Örn og Arneyju Söru. Vorið
2020 tók Heiðar við starfi vara-
slökkviliðsstjóra og eldvarnar-
eftirlitsmanns í Slökkviliði Borgar-
byggðar og er óhætt að segja að
töluverð breyting hafi orðið á
slökkviliðinu síðan hann kom þar
inn. Haustið 2021 voru ráðnir inn
19 nýir slökkviliðsmenn en skilyrði
fyrir þeim ráðningum var að fólk
færi ekki á útkallslista fyrr en það
hefði lokið slökkviliðsmannanám-
skeiði hjá Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun. Í því felst bæði bók-
legt nám og verkleg starfsþjálfun.
„Við ákváðum að gera þessa
ráðningu almennilega. Við héldum
kynningarkvöld og eftir það var
ákveðið að ráða inn heldur stóran
hóp sem færi ekki á útkallsskrá fyrr
en hann hefði lokið menntun hjá
HMS. Það voru svo 32 sem sækja
um, við ráðum inn 23 og í þessu
æfingarferli síast svo út þeir sem
hafa ekki tíma í þetta því að þetta
ferli er svolítið tímafrekt. Og þá
finnur maður það líka vel að þeir
sem eru tilbúnir til þess að leggja
svolítið á sig til þess að komast inn
í slökkviliðið eru í liðinu í dag. Við
stóðum svo uppi með 19 sem klár-
uðu námið og æfingaferlið og eru
komnir á útkallsskrá í dag,“ segir
Heiðar Örn.
Í Slökkviliði Borgarbyggðar eru
nú 59 manns og er það eitt fjöl-
mennasta slökkvilið landsins enda
stórt landsvæði undir. „En við erum
líka með útkallseiningu sem hefur
lokið menntun. Við sjáum um
menntunina sjálf, bæði verklegu
framkvæmdina og bóklega þáttinn
í samráði við HMS. Og þetta var
engin smá keyrsla fyrir nýliðana og
slökkviliðsmennina sem voru fyrir.
Það er ekkert grín að fá inn tutt-
ugu manna hóp í vel slípað og öfl-
ugt slökkvilið og þurfa svo að fara
að mentora og leiðbeina, þannig
að þetta var mikið álag fyrir mjög
marga, en núna rúmu ári seinna
erum við með 59 manna slökkvi-
lið sem ég hika ekki við að segja að
sé ótrúlega öflugt. Þetta eru ótrú-
legir fagmenn og ég dáist að þessu
fólki. Að leggja allt þetta á sig, hafa
metnaðinn fyrir því að mennta sig
og þjálfa sig í þessu og standa svo
uppi sem gríðarlega öflugt og flott
slökkviliðsfólk,“ segir Heiðar Örn
og það leynir sér ekki að hann er
innilega stoltur af sínu fólki.
„Mig langar að gera þessu fólki
svolítið hátt undir höfði af því það
er ekki sjálfgefið að fólk sinni þessu
starfi. Sérstaklega ekki í svona litlu
samfélagi. Þótt sveitarfélagið sé
landfræðilega stórt þá er það ekki
sérlega fjölmennt svo að líkurnar
á því að þegar kallið kemur þurfir
þú að fara til einhvers sem þú
þekkir og ert jafnvel tengdur fjöl-
skylduböndum, eru bara rosalega
miklar.“
Heiðar segist ekki vita hvað
valdi því að hann hafi svona mik-
inn áhuga á viðbragðsstörfum en
hann er einnig menntaður neyðar-
flutningamaður og vann sem slíkur
á Selfossi áður en hann flutti aftur
í Borgarfjörðinn 2020. „Þegar ég
var yngri skildi ég ekki af hverju
það vildu ekki allir vera í slökkvi-
liðinu, og ég skil það í raun ekki
enn þann dag í dag þótt ég sé
orðinn fullorðinn,“ segir Heiðar og
hlær. Hann rifjar þá upp minningu
frá því í grunnskóla þegar hann
fór í starfskynningu hjá Slökkvi-
liði Borgarbyggðar og fékk að
setja á sig reykköfunartæki og var
með það á sér á meðan hann fór í
gegnum þrautabraut. „Ég man það
bara þegar ég tók af mér grímuna,
haugsveittur og hálfsmeykur að
vera með þetta á andlitinu og ég
hugsaði bara að þetta væri eitthvað
sem ég ætlaði að gera í lífinu. Og
ég hef bara haft bilaðan áhuga á
þessu síðan.“
Auk þess ræddi Gunnlaug við
Heiðar um æskuna á Hvanneyri,
starf hans í neyðarflutningum á
Selfossi og eldvarnir sem árlega
er imprað á í desembermánuði.
Þá sagði Heiðar frá ákveðnu atviki
sem hann lenti í fyrir nokkrum
árum í útkalli sem hafði drastísk
áhrif á hann og olli því að hann var
óvinnufær um tíma vegna andlegra
veikinda. „Þetta atvik hefði kannski
undir venjulegum kringumstæðum
ekki verið neitt merkilegt eða
erfitt. En miðað við hvernig ég
var stemmdur þá lenti ég illa í því
og ég þurfti að leita mér sálfræði-
aðstoðar eftir það útkall til þess
að vinna úr minni upplifun… „Ég
gat ekki lengur keyrt yfir Hell-
isheiðina af því að alltaf þegar ég
fann hveralyktina sem þar er þá fór
hugur minn aftur í útkallið,“ segir
Heiðar í Skinkuhorni vikunnar.
Hlusta má á þáttinn á vef
Skessuhorns, á Spotify og á www.
soundcloud.is/skessuhorn
gbþ