Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202214 Sigvaldi Arason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og stofnandi Borgar- verks, verður 85 ára á sunnudaginn næsta, 18. desember. Af því tilefni býður hann vinum og velunnurum til veizlu í samkomusal Brákar- hlíðar í Borgarnesi frá klukkan 12-15. Samtímis verður opnuð ljósmyndasýning á myndum Silla sem sýnir framkvæmdir og þróun í Borgarnesi og nærsveitum. Elstu myndirnar voru teknar árið 1970. Þær hafa vakið mikla athygli á sam- félagsmiðlum undanfarin misseri en Silli hefur næmt auga og hefur snemma gert sér grein fyrir mikil- vægi þess að skrá söguna. Silli stofnaði Borgarverk árið 1974 en sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1955. Eftir fimmtíu ára verktakaferil lét Silli af störfum 2005 og Óskar sonur hans tók við sem framkvæmdastjóri. Í dag er Borgarverk eitt elzta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og eitt stærsta fyrirtækið á Vesturlandi. Myndatextar: Ari Sigvaldason Ljósmyndasýning opnuð á 85 ára afmæli Silla Fyrsta tæki Borgarverks var keypt 1955. Fargo vörubíll. Fyllt uppí enn eina víkina í Borgarnesi. Þarna fyrir nýjan Shell skála. Þar stendur nú Grillhúsið á Brúartorgi. Hér er allt breytt og ekkert Geirabakarí sjáanlegt. Fyllt upp í víkina þar sem nú er sýslumaður, lögreglan, safnahús og fleira. Á þessum sandi reistu menn mörg hús. Hús söðlasmiðsins fært til að rýma fyrir stækkun hótelsins uppúr 1970. Gröfuæfingar á enskri grundu. Framkvæmdir hafnar í Sandvíkurhverfi 1974. Þarna er nú fjöldi húsa við Þjóðveg nr. 1 sem liggur í gegnum bæinn. Silli stendur ofan á vörubílsþaki einn snjóþungan vetur við höfuðstöðvar Borgarverks. Fyrsta skóflustungan tekin að nýju mjólkursamlagi haustið 1975. Þarna eru ýmsir héraðshöfðingar og ráðherrann og Borgnesingurinn Halldór E. Sigurðsson. Silli tekur fyrstu skóflustunguna að nýju verkstæðis- og skrif- stofuhúsi Borgarverks að Sólbakka. Kárastaðir í bakgrunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.