Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202210
Fyrirtækið Löggilding ehf. á Akra-
nesi fékk starfsleyfi frá Neyt-
endastofu í júní á síðasta ári og hóf
störf fljótlega eftir það. Fyrirtækið
rekur prófunarstofu og er viður-
kenndur aðili til löggildingar og
prófana og sérhæft í löggildingu
og prófunum á mælivogum. Fyrir-
tækið er með starfsstöð á Smiðju-
völlum 8 á Akranesi og eigendur
eru þeir Ásgeir Kristinsson og Val-
mundur Árnason. Ásgeir kíkti við
fyrir skömmu á skrifstofu Skessu-
horns og ræddi við blaðamann
um væntanleg aukin umsvif fyr-
irtækisins, en skipaskoðun bætist
nú í verkefnin. Aðspurður hvernig
hefði gengið síðastliðið ár hjá Lög-
gildingu ehf. segir Ásgeir að þetta
hafi gengið vonum framar og við-
skiptavinalistinn væri orðinn mjög
langur.
Biðröð af lyfturum
„Markaðurinn tók okkur mjög vel.
Við erum með nýjan búnað, sem
býður upp á meira öryggi og getum
veitt betri og skjótari þjónustu.
Eitthvað sem stóriðjan, hafnirnar,
steypu- og malbikunarstöðvar
ásamt fiskvinnslunni kunna mjög
vel að meta. Áhersla á öryggi hefur
stóraukist á síðastliðnum árum.
Kröfur um að við kunnum til verka
og séum með búnað sem uppfyllir
ströngustu öryggiskröfur hafa auk-
ist mjög mikið. Fiskvinnslan gerir
miklar hreinlætiskröfur þannig að
við verður að þekkja það umhverfi
mjög vel. Í stærri vogunum tökum
við yfirleitt okkar lyftara með, sem
er nýr og þar er krafan um hreint
tæki, laust við olíusmit mikil. Það
er líka oft mikil pressa á að þjón-
usta okkar taki stuttan tíma. Við
erum kannski að löggilda hafnar-
vogir inn á milli landana fiskiskipa.
Það er jafnvel orðin biðröð af lyft-
urum með fiskikör full af fiski að
bíða eftir að við höfum lokið okkar
vinnu því það er lítil þolinmæði
fyrir dundi þar.“
Gripu óvænt tækifæri
Ásgeir segir að það hefði óvænt
komið upp í fangið á þeim í haust
viðbótartækifæri varðandi skip sem
eru á sjó eins og trillur og minni
skip. „Það þarf að gefa út haffærn-
isskírteini á þau á hverju ári og hluti
af þessum flota eru bátar yfir sex
metrum og skip undir 400 brúttó-
tonnum nema kannski farþegaskip
og olíuflutningaskip og eitthvað
slíkt. Þessi skip hafa síðustu ár verið
skoðuð af tveimur fyrirtækjum en
síðan hætti annað fyrirtækið sem
var ráðandi á markaðnum í skipa-
skoðun skyndilega í haust og þeir
starfsmenn þeirra sem sinntu skipa-
skoðuninni misstu vinnuna. Við
fréttum af þessu og höfðum sam-
band við þá starfsmenn sem hættu.
Tveir af þeim voru tilbúnir til að
koma beint til okkar og þá sáum við
að það var ekki annað hægt en að
grípa þetta óvænta tækifæri. Vegna
þess að svona verkefni byggjast
algerlega á mannauði, þekkingu
starfsmanna til að vinna verkið.
Að fá leyfin og faggildinguna, það
byggir á því að mannauðurinn sé
til staðar og það er erfitt að sækja
þekkinguna á verkefninu öðruvísi.
Þannig að við stukkum til, vorum
með öll kerfi klár og þurftum bara
að bæta pínulítið við í verkfæra-
skúffuna. Við erum núna búnir að
vera í tvo mánuði að fara í gegnum
leyfisveitingu, nálarauga þar sem
allt okkar þarf að vera upp á tíu.
Við stóðumst úttektina og leyfið
er komið upp á vegg. Þá er þessum
þjónustulið bætt við, að skoða skip
til að Samgöngustofa geti gefið út
haffæri á þau.“
Það eru ýmis tækifæri þarna úti?
Við sjáum hellings tækifæri í því að
vera vottuð prófunarstofa í meira
en einni tegund þjónustu og þetta
fer vel saman við hin verkefnin því
við erum búnir að vera að þjón-
usta vogir út um allt land á liðnu
ári. Það er mjög jákvætt að geta
stigið inn í þennan skipaskoðunar-
bransa. Það var bara eitt fyrirtæki
eftir þarna. Fólk vill samkeppni
og okkar innkomu er fagnað. Við
teljum okkur veita mjög góða og
samkeppnishæfa þjónustu. Þetta er
kröfuharður bransi. Sjómenn leggja
mjög mikið upp úr öryggi, vilja hafa
sín skip í góðu lagi og fagna því að
vel sé fylgst með. Þeir hafa heldur
engan áhuga á að borga meira fyrir
þessa þjónustu heldur en þeir þurfa
þannig að krafan á okkur að skipu-
leggja okkur vel er mikil. Starfs-
menn fyrirtækisins eru orðnir fimm
talsins í misstóru starfshlutfalli og
við erum klárir í bátana. Tilbúnir
til þess að hitta fleiri viðskiptavini
út um allt land.
Kúnnahópurinn mjög
skemmtilegur
En hvar er ykkar starfssvæði aðal-
lega? „Starfsemin nær út um allt
land í nánast hverri einustu höfn
og hverjum bæ. Þetta er líflegur
bransi og mínar uppáhalds ljós-
myndir þessa dagana eru myndir
af hafnarsvæðum. Þetta er lífæðin
og mér þykir þetta mjög skemmti-
legt starf því ég var bóndi í 25 ár.
Ég horfði oft út á sjó því mér fannst
það flott en datt aldrei í hug að
ég myndi seinna vasast í þessu, að
þjónusta sjávarútveg. Kúnnahópur-
inn er mjög skemmtilegur og er
lífsreynt fólk sem hefur frá mörgu
að segja. Það er alltaf ánægjulegt að
koma í heimsókn og maður kynn-
ist mörgum. Þetta er fólk sem er
vant því að vinna með höndunum
og veit hvernig hlutirnir virka. Ég
hef gaman að því þegar maður sest
niður og fer að spjalla og fólk áttar
sig á því að ég hafi verið bóndi, það
kemur svona: „Já, áhugavert!“ Það
kemur oft annað hljóð í strokkinn
sem er bara skemmtilegt. Svo er
landbúnaðurinn að koma sterkur
inn og heimavinnsla eykst stöðugt.
Bændur eins og aðrir matvælafram-
leiðendur hafa alltaf gert miklar
kröfur til sín og sinna framleiðslu,
vilja hafa allt sitt á hreinu og selja
auðvitað sína vöru vigtaða á lög-
giltum vogum.“
Tæknin komin
langt á veg
Ásgeir segir að þeir séu mjög bjart-
sýnir fyrir framhaldinu. „Þetta
reglugerðarumhverfi, að fylgja eftir
stöðlum og þurfa að fá faggildingu,
það er mjög áhugavert að fara í
gegnum þann ramma því hann er
mjög stífur. Það hjálpar okkur heil-
mikið að tæknin öll er komin langt
á veg og það spáir enginn í það ef
tekinn er Teams fundur í dag, það
er alveg jafn eðlilegt og að skreppa í
búðina. Við erum með starfsmenn í
Reykjavík, Njarðvík og hér á Akra-
nesi og við tökum fund hvenær sem
er, það skiptir engu máli hvar menn
eru staddir. Þetta hjálpar mjög
mikið, sérstaklega þegar þú ert
að byggja upp svona fyrirtæki því
annars væri þetta mjög dýrt. Síðan
upp á hvernig menn vinna þetta í
framtíðinni þá er þetta svo þægi-
legt, það er svo mikill sveigjanleiki
í þessu. Menn þurfa ekkert að mæta
hingað á Skagann fyrst og fara svo
eitthvert annað í vinnu. Vinnustað-
urinn er allt Ísland, það er bara
mjög einfalt og jafnframt mjög
skemmtilegt þó það geti stundum
verið þreytandi að keyra langar
vegalengdir en þetta eru yfirleitt
mjög góðir túrar. Síminn er orðinn
það öflugt tæki að það skiptir ekki
máli hvar maður er, tæknin flýtir
fyrir allri vinnu hjá okkur. Yfir-
byggingin er mjög lítil og er eins
lítil og hún getur verið og um að
gera að halda yfirbyggingunni eins
lítilli og unnt er. Annars hlökkum
við til að takast á við þetta nýja ver-
kefni og til að hitta nýja viðskipta-
vini út um allt land,“ segir glað-
beittur Ásgeir að lokum.
vaks
„Við teljum okkur veita mjög góða
og samkeppnishæfa þjónustu“
Löggildin ehf. hefur nú að auki fengið starfsleyfi til skipaskoðunar
Starfsmenn Löggildingar ehf. Frá vinstri: Ásgeir Kristinsson, Jón I. Pálsson, Óskar Kristjánsson og Trausti Sigurgeirsson.
Á myndina vantar Valmund Árnason.
Valmundur og Ásgeir eru eigendur Löggildingar ehf. Ljósm. úr safni/frg.
Löggilding að taka út hafnarvog á Ísafirði.