Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202218 Sunnudaginn 18. desember nk. kl. 20.00 munu Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópransöngkona og sex manna blásarasveit flytja hugljúfa og glæsilega aðventu- og jólatónlist í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Gestir þeirra verða Margrét Bóasdóttir sópran og Kór Saurbæjarpresta- kalls með stjórnanda sínum Zsuz- sönnu Budai. Sr. Þráinn Haralds- son flytur kvöldbæn í lok tónleika og tónleikagestir syngja jólasálm með flytjendum. „Verið hjartanlega velkomin að njóta þessarar hátíðisstundar í aðdraganda jólanna. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og frítt fyrir börn til 16 ára aldurs,“ segir í tilkynn- ingu frá tónleikanefnd Hallgríms- kirkju í Saurbæ. mm Miðvikudaginn 7. desember síð- astliðinn var mikið um að vera í Grundarfirði. Verslanir voru opnar fram á kvöld og margt fólk sem rölti á milli búða í blíðviðrinu. Hinn árlegi jólamarkaður Lions var einnig nýopnaður en þar var hægt að fá ýmislegt nytsamlegt og girni- legt til jólanna. tfk Um síðustu helgi stóðu Miðbæj- arsamtökin Akratorg á Akranesi fyrir jólamarkaði í fyrrum verslun- arhúsnæði Nínu við Kirkjubraut 4. Þar komu 24 söluaðilar sér fyrir. Á markaðnum voru söluaðilar með ýmsar smávörur, hannyrðir, mat- vörur, bækur og jólavörur. Ráðgert er að markaðurinn verði einnig opinn um næstu helgi. mm Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt árlega jólatónleika sína í Grundar- fjarðarkirkju miðvikudaginn 7. des- ember síðastliðinn. Þá stigu nem- endur úr öllum deildum á svið og fluttu vel valin jólalög fyrir gesti. Þétt var setið í kirkjunni og hún nánast full út úr dyrum. Tónleik- arnir tókust frábærlega og dynjandi lófaklappið eftir hvern flutning var því til sönnunar. tfk Samflot iðn- og tæknifólks, VR og Landssamband íslenskra verslunar- manna undirrituðu á mánudaginn kjarasamning við Samtök atvinnu- lífsins. Um er að ræða skammtíma- samning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024. „Samningurinn felur í sér umtals- verðar kjarabætur,“ sagði í tilkynn- ingu frá ASÍ. Frá og með 1. nóv- ember 2022 hækka mánaðarlaun um 6,75% en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hækk- unin felur í sér flýtingu og fullar efndir hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu þann 1. maí 2023. Samhliða almennum launahækk- unum hækka kauptaxtar og nýjar launatöflur taka gildi. Desem- ber- og orlofsuppbætur taka hækk- unum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofs- uppbót verður 56.000 kr. „Markmið samninganna er að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissu- tímum. Samningurinn byggir undir stöðugleika og skapar forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samn- ingi til skamms tíma er það ásetn- ingur samningsaðila að skapa fyrir- sjáanleika á miklum óvissutímum; fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Nú taka við kynningar og atkvæðagreiðslur um samninginn en eftirfarandi landssambönd og aðildarfélög þeirra eiga aðild að samningnum: VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Mat- vís, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og VM.“ mm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varafor- maður fjárlaganefndar Alþingis vakti máls á því, í umræðunni um fjáraukalög, að mikil tilhneiging virtist vera til þess að forstöðu- menn stofnana verji ekki störf á landsbyggðinni. Vísaði hann þar til nýlegrar niðurlagningar opinberra starfa frá Hafrannsóknastofnun í Ólafsvík. „Á stundum eru störf flutt með pompi og prakt „út á land.“ Þing- menn viðkomandi kjördæma fagna, stjórnarþingmenn fagna djörfung ríkisstjórnar sinnar og samflokks- menn hampa ráðherrum sínum. Sveitarstjórnarmenn á viðkom- andi svæðum fagna að sama skapi að verið sé að efla þeirra byggðar- lög með störfum sem auka um leið flóru atvinnulífsins. Svo líður tím- inn. Minni athygli er vakin á því þegar störf „leka“ til baka,“ sagði Haraldur. Hann vísaði til þess að einn af fylgifiskum breyttrar umræðu um fjárlög væri að póli- tískt aðhald og umræða um það skorti þegar stofnanir taka störf til baka, eða færa í önnur héruð. „Það eru helst sveitarstjórn- armenn sem þurfa að bera þann kyndil og það merkilega er að sveitarstjórnir margar verða að sér- stöku baráttuafli fyrir viðkomandi stofnanir. Um þetta má nefna fjöl- mörg dæmi,“ sagði þingmaðurinn. „Forstöðumenn stofnana eru oft á tíðum í þröngri stöðu. Þeir þurfa að halda rekstri sínum innan fjár- heimilda. Þá sýnist það oft vera þægilegast fyrir þá að skera niður í starfsemi sem er lengra frá höf- uðstöðvunum. Eitt eru breytingar á starfsemi, ný stefnumörkun og hlutverki stofnunar breytt, eða hún lögð niður. Annað er þegar látið er smám saman undan síga. Niður- staðan er á stundum að störfin hverfa smám saman aftur til höf- uðstöðva viðkomandi stofnana. Forstöðumenn virðast áreynslu- laust og oftast án umræðu geta flutt störf, til að halda rekstri sínum innan fjárheimilda, og ráðuneyti án þess að hafa athugasemdir stað- festir niðurlagningu starfanna og eða flutning án athugasemda, með samþykkt rekstraráætlana.“ Haraldur vakti máls á því að meirihluti fjárlaganefndar gerir þetta að sérstöku umfjöllunarefni í nefndaráliti sínu fyrir fjárlög 2023, þar sem margar umsagnir sveitar- félaga við frumvarpið veki athygli á að jafnt og þétt fækki störfum á vegum ríkisins í viðkomandi sveitarfélagi. mm Diddú og drengirnir í Hallgrímskirkju Jólatónleikar Tónlistar- skóla Grundarfjarðar Jólamarkaður Lions stóð fyrir sínu Lionsmeðlimirnir Rósa Guðmundsdóttir og Guðmundur Pálsson sáu um að rista dýrindis möndlur fyrir Grundfirðinga. Jólasveinninn mætti á svæðið og gladdi yngstu kynslóðina með galsa og gjöfum. Opinber störf á landsbyggðinni eiga það til að leka til baka Kjarasamningar undirritaðir hjá iðnaðar- og verslunarmönnum Jólamarkaður við Akratorg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.