Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.12.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202216 Skagakonan Ásdís Líndal hlaut nú í nóvember viðurkenningu fyrir íþróttanudd á verðlaunahátíðinni Family first awards sem haldin var á Titanic hótelinu í Belfast á Norður - -Írlandi. Ásdís var ásamt fimm kírópraktorum tilnefnd í flokki þerapista. Alls voru viðurkenningar veittar í tólf flokkum en hátíðin sneri að því að verðlauna fólk í framlínustörfum (e. keyworkers) í heilbrigðiskerfinu annars vegar og menntakerfinu hins vegar. Ásdís er fædd og uppalin á Akra- nesi, dóttir Kristrúnar Líndal og Þjóðbjörns Hannessonar. Hún flutti til Danmerkur um tvítugt og hefur búið erlendis allar götur síðan, í Kaupmannahöfn, London og Belfast. Ásdís segir að planið hafi verið að búa í eitt ár í Belfast, þar sem eiginmaður hennar, Sig- urður Sævarsson, þurfti að dvelja vegna vinnu. Þeim líkaði hins vegar svo vel að þau eru þar enn 19 árum síðar og hafa alið þar upp börnin sín þrjú: Snædísi Björk, Daníel Þór og Ísak Má. „Við ákváðum að ala upp börnin okkar í Belfast og vera þar þar til þau myndu ljúka sinni skólagöngu. Næsta sumar mun yngri sonur okkar svo klára sinn skóla þar og þá veit enginn hvað gerist,“ segir Ásdís. Næm í fingrunum Ásdís er nuddari og Pílates kennari í Belfast. Hún er með stofu heima hjá sér þar sem hún tekur á móti viðskiptavinum og kennir Pílates í gegnum fjarfundarbúnað. Nuddar- ann lærði Ásdís þegar hún bjó í Danmörku á tíunda áratugnum, þá var hún í íþróttaháskóla í Kaup- mannahöfn og ákvað að læra nudd meðfram því. „Ég er mjög til- finninganæm í fingrunum svo að nuddið átti vel við mig. Í nám- inu var farið mjög djúpt í líffæra- fræði (e. anatomy) og lífeðlisfræði (e. physiology) og ég hafði mikinn áhuga á hvoru tveggja,“ segir Ásdís en bætir við að í skóla hafi hún ekki alltaf átt auðvelt með að læra og fannst erfitt að einbeita sér. En hvar kviknaði áhugi hennar á nuddi? „Þegar ég var 17 ára var ég í eitt ár í lýð háskóla í Svíþjóð og þar hitti ég stelpu sem var nuddari. Hún kynnti mig fyrir sænsku nuddi sem mér fannst voða spennandi. Svo þegar ég sá þetta nám auglýst í Dan- mörku, í klassísku- og íþróttanuddi ákvað ég að slá til og skrá mig. Eftir að ég lauk því námi notaði ég vit- neskjuna aðallega til að meðhöndla vini og vandamenn og börnin mín þegar þau voru aum, með vaxtar- verki og svona,“ segir Ásdís sem byrjaði ekki að vinna sem nuddari fyrr en nokkrum árum eftir að hún flutti til Belfast. „Við flytjum til Belfast árið 2004 og ég er þessi ár að mestu heimavinnandi, þegar krakk- arnir voru svona litlir. Svo þegar yngsta barnið okkar var um fimm ára þá fer ég aðeins að skoða mig um og leita aftur út á vinnumark- aðinn,“ segir Ásdís en hún á erfitt með að sitja auðum höndum og á meðan hún var ekki útivinnandi las hún sér mikið til um nudd, eins og um álagspunkta (e. trigger point), og sat ýmis námskeið. Ásdís lærði svo markþjálfun og NLP (e. neuro-linguistic programm- ing) en það er aðferð sem fær fólk til að skoða hvernig það hugsar og hvernig þær hugsanir ákvarða hegðun þess. „Það var alveg frábært og er besta fjárfesting sem ég hef gert fyrir sjálfa mig og fjölskylduna, það að geta séð lífið á öðruvísi hátt og hafa verkfæri sem geta bjargað sjálfum sér frá því að koðna niður.“ Hægt og rólega hefur Ásdís svo bætt við sig þekkingu meðfram vinnu og meðal annars tekið nám- skeið í þurrnálastungum. „Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað og ef mér byrjar að leiðast þá tek ég nám- skeið eða kúrsa.“ Nudd er leynilögguleikur Ásdís fékk vinnu á heilsuklíník í Belfast þegar hún leitaði þar út á vinnumarkaðinn. Þar starf- aði hún sem markþjálfi og bauð einnig upp á NLP. Síðar fór hún að nudda á þessari sömu stofu hvar hún svo var í mörg ár. Hún segir starf nuddara vera eins og að vera í leynilögguleik. „Þetta snýst um að finna vandamálið, af hverju það stafar og hvaðan verkirnir koma. Ég hlusta með höndunum þannig að ég er aldrei með fyrirfram ákveðið prógram í mínum tímum. Ég nota hendurnar til þess að finna hvar ég þarf að vinna, þannig að nudd hjá mér er ekki staðlað. Ég vinn til dæmis mikið með álagspunkta og svo er ég dugleg að lesa mér til um nudd og mannslíkamann því mér finnst allt honum tengt alveg svaka- lega spennandi,“ segir Ásdís. Segja má að vegna þess hve áfjáð Ásdís var í að lesa sér til um og fræðast meira hafi starfið hennar tekið heljarinnar stökk. „Ég fór að vinna aðeins heima og taka á móti kúnnum þar. Ég er þar með ákveðinn kúnnahóp sem er svo duglegur að benda öðru fólki á mig svo ég hef ekki þurft að auglýsa mig enn. Svo var það í eitt sinn að það kom til mín kona sem var systir fastakúnna hjá mér. Hún er læknir og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vinna með sér,“ segir Ásdís en sú vinna fólst í því að þjónusta tón- listarmenn, hljómsveitir og starfs- fólk þeirra, þegar þeir komu til að halda tónleika í Belfast. Nafnspjaldið hékk uppi á vegg í sjö ár „Þetta breytti dínamíkinni úr því að vinna á klíník í að þurfa meira að fara að spá í því hvað ég var að gera,“ segir Ásdís en fyrsta giggið sem hún fékk var að taka á móti föruneyti tónlistarmannsins Mich- ael Bublé. Starfið fólst í því að nudda hans starfsfólk og sem var allt mjög ánægt með vinnu Ásdísar. „Svo fékk ég fleiri verkefni út frá þessari konu og ég fékk alltaf voða- lega góð ummæli frá öllum. Og það er rosalega gott fyrir mann þegar maður vinnur einn.“ Það var svo sjö árum síðar sem Ásdís fékk tölvupóst frá verk- efnastjóra tónleikaferðar Michael Bublé. Þá var Bublé aftur að koma til Írlands að halda tónleika og vildi verkefnastjórinn athuga hvort Ásdís gæti verið með þeim aftur, í kringum tónleikana. „Þá sagði hann mér að hann hefði verið með nafnspjaldið mitt uppi á vegg hjá sér í sjö ár, frá því ég var með þeim síðast,“ segir Ásdís sem fór svo niður til Dublin þar sem hún hitti þennan hóp aftur. „Það var upplifun skal ég segja þér. Þegar ég kom til þeirra tóku allir á móti mér og knúsuðu mig eins og þau hefðu alltaf þekkt mig,“ segir Ásdís en hún vann svo með þeim m.a. á Írlandi, í Danmörku, Englandi og Svíþjóð. „Þetta er rosa upplifun, þegar maður vinnur með sjálfum sér að fá viðurkenningu fyrir því sem maður er að gera, frá fólki.“ Ásdís fékk svo enn stærri viðurkenn- ingu þegar hún vann Family first awards á Norður-Írlandi í flokki þerapista nú í nóvember. Verðlaunahátíðin – Family first awards „Þetta er í raun viðurkenning fyrir það sem maður gerir og hvernig maður gerir það, hvernig maður nálgast kúnnann og leggur allt í sölurnar til þess að mæta honum og þjónusta. Þarna var verið að verð- launa fólk sem er að vinna fyrir fólk,“ segir Ásdís. Óskað var eftir tilnefningum um framúrskarandi fólk í fram- línustörfum (e. keyworkers) í heil- brigðiskerfinu og menntakerf- inu. Veittar voru viðurkenn- ingar í tólf flokkum, m.a. í flokki hjúkrunarfræðinga, tannlækna og heilsugæslustarfsmanna. Þerapistar, nuddarar og kíróprakt- orar voru undir sama flokki þar sem Ásdís var tilnefnd ásamt fimm kírópraktorum. „Og svo bara vann ég,“ segir Ásdís og bætir við eftir stutta kúnstpásu. „Ég vissi það ekki fyrirfram að ég myndi vinna heldur „Maður er svo gjarn á að hugsa að maður sé ekki nógu góður“ Ásdís og Sigurður hafa búið í Belfast í 19 ár. Á verðlaunahátíðinni. Ásdís stillir sér upp með verðlaunagripinn. Ásdís hlaut viðurkenningu fyrir íþróttanudd á verðlaunahátíðinni Family first awards í flokki þerapista. Heimafyrir er Ásdís með herbergi þar sem hún bæði nuddar sína kúnna og kennir Pílates í gegnum fjarfundarbúnað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.