Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20236
Bílvelta á
Akrafjallsvegi
HVALFJ.SV: Hringt var í
Neyðarlínuna á þriðjudags
kvöldið í liðinni viku og til
kynnt um bílveltu á Akra
fjallsvegi, á móts við Vestra
Reyni. Ökumaður missti
stjórn á bifreið sinni þegar
hann fékk vindhviðu á sig
og fór út af hægra megin á
veginum. Framendi bifreiðar
innar lenti á moldarbarði við
skurð, bíllinn kastaðist einn
hring í loftinu og hafnaði
hinum megin við skurðinn á
hjólunum. Loftpúðar bílsins
sprungu út við höggið og var
hann einnig mikið skemmdur
eftir óhappið. Ökumaðurinn,
sem var einn í bílnum, var að
sögn mikið verkjaður, með
áverka og var fluttur á HVE
á Akranesi til nánari skoðunar
og aðhlynningar. -vaks
Húsbíll fauk
KALDÁRMELAR: Töluvert
rok var síðastliðinn miðviku
dagsmorgun um vestanvert
landið. Ferðamenn á bíla
leiguhúsbíl lentu í hremm
ingum á Kaldármelum. Fengu
þeir vindhviðu á sig með þeim
afleiðingum að bíllinn fauk
á hliðina utan vegar. Engan
sakaði en bíllinn er mikið
skemmdur. -mm/ Ljósm. þa
Aukið
fjármagn
til hjálpar
tækja blindra
LANDIÐ: Alþingi hefur
samþykkt þingsályktunar
tillögu velferðarnefndar um
aukið fjármagn til kaupa á
hjálpartækjum fyrir blinda og
sjónskerta. Tillagan á rætur
sínar að rekja til þingloka
samninga Flokks fólksins við
stjórnarflokkana fyrir síðustu
jól. Vandamálið sem þings
ályktunartillagan leysir var
að fjárframlög vegna sjón
hjálpartækja hafa verið óbreytt
undanfarin ár, þrátt fyrir að
ör þróun hafi orðið á tækni
lausnum. Umrædd ný hjálpar
tæki eru dýr og hvert nýtt tæki
kostar á bilinu 300500 þús
und krónur. Til að hægt sé að
mæta kostnaði við úthlutun
nýrra tækja þurfti Þjón
ustu og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga við
bótarfjárframlag árin 2024
og 2025, að upphæð 35 millj
ónir króna fyrir hvort ár, sem
nú er búið að tryggja. Þessi
aukning á fjármagni mun gjör
breyta aðstæðum blindra og
sjónskertra og auka lífsgæði
þess hóps til muna með nýjum
tegundum hjálpartækja sem
bjóða m.a. upp á gervigreind
og íslenska talgervla. Áætlað
er að um 300 einstaklingar
geti nýtt sér þessa nýju tegund
hjálpartækja. -mm
Fór yfir á
rauðu ljósi
AKRANES: Síðasta föstu
dagskvöld var ökumaður tek
inn fyrir að aka á móti rauðu
ljósi á umferðarljósunum við
gatnamót Kirkjubrautar og
Stillholts. Ökumaðurinn á von
á 50 þúsund krónum í sekt
fyrir athæfið. -vaks
Var með
farþega á vespu
AKRANES: Á þriðjudag í
liðinni viku var ungur öku
maður á vespu stöðvaður af
lögreglu þar sem hann var
með farþega sem var að auki
með engan hjálm en slíkt er
stranglega bannað. Var far
þeginn látinn fara fótgangandi
og forráðamönnum tilkynnt
um athæfið. -vaks
Grunsamlegir
menn á ferli
AKRANES: Aðfararnótt
þriðjudags í liðinni viku var
hringt í Neyðarlínuna klukkan
fjögur og tilkynnt um grun
samlegar mannaferðir við nýja
leikskólann í Asparskógum.
Voru tveir menn á ferð og talið
að þeir hafi verið í átökum.
Lögreglan ók um svæðið og
leitaði að mönnunum en fann
enga. -vaks
Landsmenn nefna oftast hið gamal
gróna vörumerki MS þegar þeir eru
beðnir um að nefna vörumerki úr
sínu daglega lífi sem þeim dettur
fyrst í hug. Það er eina íslenska
vörumerkið sem kemst á topp
fimm lista þeirra vörumerkja
sem eru efst í huga Íslendinga.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar sem Maskína gerði fyrir
Hugverkastofuna nýlega og voru
kynntar á ÍMARK deginum síðast
liðinn föstudag.
23% svarenda nefndu MS í
könnuninni. Næst á eftir MS á
lista yfir best þekktu vörumerkin
eru: Apple, Nike, Samsung og
Coca Cola. Greinilegur munur var
á svörum eftir aldri. Meðal 60 ára
og eldri nefndu 34% MS en tæp
13% í yngsta hópnum, 1829 ára.
Í þeim hópi nefndu flest Apple, eða
36%. Hver svarandi gat nefnt allt
að fimm vörumerki. Önnur íslensk
vörumerki sem voru meðal tíu efstu
eru Bónus, Krónan og 66°N.
mm
Á fundi velferðarnefndar Borgar
byggðar 7. mars síðastliðinn var
rætt um hugmyndir um breytingar
á starfsemi og skipulagi fyrir
Ölduna sem býður upp á vernd
aða vinnu, hæfingu og virkniþjáfun
fyrir fatlað fólk. Starf Öldunnar
samanstendur af vinnustofu/hæf
ingu annars vegar og dósamót
töku hins vegar. Á fundinum lagði
velferðarnefndin til að Aldan hætti
samstarfi við Endurvinnsluna um
dósamóttöku. Ástæðan væri sú
að það samstarf henti ekki lengur
þeirri starfsemi sem nefndin vilji
sjá í Öldunni. „Þegar byrjað var að
bjóða upp á verndaða vinnu fyrir
fatlað fólk var algengt að sveitar
félög tækju að sér dósamóttöku til
að hafa einföld en viðvarandi verk
efni. Í dag eru 56 móttökustöðvar
um allt land aðeins þrjár þeirra
eru verndaður vinnustaður fatlaðra,
þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í
Vestmannaeyjum. Annars staðar
eru það aðilar svo sem flutninga
miðstöðvar, björgunarsveitir eða
íþróttafélög sem sjá um dósamót
töku,” sagði í fundargerð og var
málinu vísað til byggðarráðs.
Á fundi byggðarráðs sl. fimmtu
dag var málið tekið fyrir og þar
segir í fundargerð að gott og vax
andi samstarf sé á milli Öldunnar
og atvinnurekenda í Borgarbyggð.
„Starfsfólk Öldunnar starfar nú
jafnframt hjá fyrirtækjum og
stofnunum víða í sveitarfélaginu.
Það heyrir til undantekninga á
landsvísu að starfsfólk vinnu
staða fólks með skerta starfsgetu
starfi við móttöku dósa. Byggðar
ráð styður því að Aldan segi sig frá
núverandi fyrirkomulagi við mót
töku dósa samhliða því sem starfs
fólk Öldunnar tekur vaxandi þátt í
atvinnulífinu.“
Byggðarráð taldi jafnframt mikil
vægt að þjónusta íbúa vegna mót
töku dósa skerðist ekki og fól
sveitarstjóra að vinna að útfærslu
og kynna þær hugmyndir fyrir
byggðarráði.
vaks
MS er þekktasta vörumerkið hér á landi
Styðja að Aldan hætti með dósamóttöku
Húsnæði Öldunnar á Sólbakka 4. Ljósm.úr safni