Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20236 Bílvelta á Akrafjallsvegi HVALFJ.SV: Hringt var í Neyðarlínuna á þriðjudags­ kvöldið í liðinni viku og til­ kynnt um bílveltu á Akra­ fjallsvegi, á móts við Vestra­ Reyni. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni þegar hann fékk vindhviðu á sig og fór út af hægra megin á veginum. Framendi bifreiðar­ innar lenti á moldarbarði við skurð, bíllinn kastaðist einn hring í loftinu og hafnaði hinum megin við skurðinn á hjólunum. Loftpúðar bílsins sprungu út við höggið og var hann einnig mikið skemmdur eftir óhappið. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var að sögn mikið verkjaður, með áverka og var fluttur á HVE á Akranesi til nánari skoðunar og aðhlynningar. -vaks Húsbíll fauk KALDÁRMELAR: Töluvert rok var síðastliðinn miðviku­ dagsmorgun um vestanvert landið. Ferðamenn á bíla­ leiguhúsbíl lentu í hremm­ ingum á Kaldármelum. Fengu þeir vindhviðu á sig með þeim afleiðingum að bíllinn fauk á hliðina utan vegar. Engan sakaði en bíllinn er mikið skemmdur. -mm/ Ljósm. þa Aukið fjármagn til hjálpar­ tækja blindra LANDIÐ: Alþingi hefur samþykkt þingsályktunar­ tillögu velferðarnefndar um aukið fjármagn til kaupa á hjálpartækjum fyrir blinda og sjónskerta. Tillagan á rætur sínar að rekja til þingloka­ samninga Flokks fólksins við stjórnarflokkana fyrir síðustu jól. Vandamálið sem þings­ ályktunartillagan leysir var að fjárframlög vegna sjón­ hjálpartækja hafa verið óbreytt undanfarin ár, þrátt fyrir að ör þróun hafi orðið á tækni­ lausnum. Umrædd ný hjálpar­ tæki eru dýr og hvert nýtt tæki kostar á bilinu 300­500 þús­ und krónur. Til að hægt sé að mæta kostnaði við úthlutun nýrra tækja þurfti Þjón­ ustu­ og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga við­ bótarfjárframlag árin 2024 og 2025, að upphæð 35 millj­ ónir króna fyrir hvort ár, sem nú er búið að tryggja. Þessi aukning á fjármagni mun gjör­ breyta aðstæðum blindra og sjónskertra og auka lífsgæði þess hóps til muna með nýjum tegundum hjálpartækja sem bjóða m.a. upp á gervigreind og íslenska talgervla. Áætlað er að um 300 einstaklingar geti nýtt sér þessa nýju tegund hjálpartækja. -mm Fór yfir á rauðu ljósi AKRANES: Síðasta föstu­ dagskvöld var ökumaður tek­ inn fyrir að aka á móti rauðu ljósi á umferðarljósunum við gatnamót Kirkjubrautar og Stillholts. Ökumaðurinn á von á 50 þúsund krónum í sekt fyrir athæfið. -vaks Var með farþega á vespu AKRANES: Á þriðjudag í liðinni viku var ungur öku­ maður á vespu stöðvaður af lögreglu þar sem hann var með farþega sem var að auki með engan hjálm en slíkt er stranglega bannað. Var far­ þeginn látinn fara fótgangandi og forráðamönnum tilkynnt um athæfið. -vaks Grunsamlegir menn á ferli AKRANES: Aðfararnótt þriðjudags í liðinni viku var hringt í Neyðarlínuna klukkan fjögur og tilkynnt um grun­ samlegar mannaferðir við nýja leikskólann í Asparskógum. Voru tveir menn á ferð og talið að þeir hafi verið í átökum. Lögreglan ók um svæðið og leitaði að mönnunum en fann enga. -vaks Landsmenn nefna oftast hið gamal­ gróna vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Það er eina íslenska vörumerkið sem kemst á topp­ fimm lista þeirra vörumerkja sem eru efst í huga Íslendinga. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína gerði fyrir Hugverkastofuna nýlega og voru kynntar á ÍMARK deginum síðast­ liðinn föstudag. 23% svarenda nefndu MS í könnuninni. Næst á eftir MS á lista yfir best þekktu vörumerkin eru: Apple, Nike, Samsung og Coca Cola. Greinilegur munur var á svörum eftir aldri. Meðal 60 ára og eldri nefndu 34% MS en tæp 13% í yngsta hópnum, 18­29 ára. Í þeim hópi nefndu flest Apple, eða 36%. Hver svarandi gat nefnt allt að fimm vörumerki. Önnur íslensk vörumerki sem voru meðal tíu efstu eru Bónus, Krónan og 66°N. mm Á fundi velferðarnefndar Borgar­ byggðar 7. mars síðastliðinn var rætt um hugmyndir um breytingar á starfsemi og skipulagi fyrir Ölduna sem býður upp á vernd­ aða vinnu, hæfingu og virkniþjáfun fyrir fatlað fólk. Starf Öldunnar samanstendur af vinnustofu/hæf­ ingu annars vegar og dósamót­ töku hins vegar. Á fundinum lagði velferðarnefndin til að Aldan hætti samstarfi við Endurvinnsluna um dósamóttöku. Ástæðan væri sú að það samstarf henti ekki lengur þeirri starfsemi sem nefndin vilji sjá í Öldunni. „Þegar byrjað var að bjóða upp á verndaða vinnu fyrir fatlað fólk var algengt að sveitar­ félög tækju að sér dósamóttöku til að hafa einföld en viðvarandi verk­ efni. Í dag eru 56 móttökustöðvar um allt land ­ aðeins þrjár þeirra eru verndaður vinnustaður fatlaðra, þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Annars staðar eru það aðilar svo sem flutninga­ miðstöðvar, björgunarsveitir eða íþróttafélög sem sjá um dósamót­ töku,” sagði í fundargerð og var málinu vísað til byggðarráðs. Á fundi byggðarráðs sl. fimmtu­ dag var málið tekið fyrir og þar segir í fundargerð að gott og vax­ andi samstarf sé á milli Öldunnar og atvinnurekenda í Borgarbyggð. „Starfsfólk Öldunnar starfar nú jafnframt hjá fyrirtækjum og stofnunum víða í sveitarfélaginu. Það heyrir til undantekninga á landsvísu að starfsfólk vinnu­ staða fólks með skerta starfsgetu starfi við móttöku dósa. Byggðar­ ráð styður því að Aldan segi sig frá núverandi fyrirkomulagi við mót­ töku dósa samhliða því sem starfs­ fólk Öldunnar tekur vaxandi þátt í atvinnulífinu.“ Byggðarráð taldi jafnframt mikil­ vægt að þjónusta íbúa vegna mót­ töku dósa skerðist ekki og fól sveitarstjóra að vinna að útfærslu og kynna þær hugmyndir fyrir byggðarráði. vaks MS er þekktasta vörumerkið hér á landi Styðja að Aldan hætti með dósamóttöku Húsnæði Öldunnar á Sólbakka 4. Ljósm.úr safni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.