Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202312
Í fréttaskýringaþættinum Kast
ljósi á RÚV og í Skessuhorni var í
byrjun febrúar sagt frá því að íbúar
í fjölbýlishúsinu Borgarbraut 57 í
Borgarnesi stæðu í málaferlum við
húsbyggjanda vegna leka í og við
glugga í húsinu. Í frétt Skessuhorns
var rætt við Guðmund Eyþórs
son formann húsfélagsins og haft
eftir honum að skipta þurfi um alla
glugga í húsinu, lagfæra klæðn
ingu umhverfis þá og sömuleiðis
gera við lekan þakdúk. Nú þykir
hins vegar sýnt að lekavanda
mál áveðurs í húsinu eru vegna
glugganna sjálfra en ekki klæðn
ingar umhverfis þá. Dráttur hefur
hins vegar orðið á viðgerðum þar
sem Húsasmiðjan, söluaðili glugg
anna, vísar ábyrgðinni yfir á dönsku
framleiðendur glugganna. Aðrir
gallar svo sem á þakdúk og vegna
gallaðs gólfefnis, eru minniháttar
og hefur verið brugðist við þeim af
hálfu húsbyggjanda.
Gert er ráð fyrir að í aprílmánuði
verði dómtekið mál í héraðsdómi
vegna þessa þar sem eigendur
íbúða í húsinu sækja mál gagn
vart húsbyggjandanum. Sömuleiðis
hefur húsfélagið stefnt fyrir dóm
tryggingafélaginu vegna byggingar
stjóratryggingar við húsið sem og
byggingarstjóranum persónulega.
Verði hins vegar viðurkennt fyrir
dómi að málið snúist um gallaða
glugga er ekki talið líklegt að sækja
megi bætur til byggingarstjóra eða
tryggingafélags hans.
Úttekt matsmanns
Skessuhorn hefur undir höndum
skýrslu Húss og lóða ehf. um úttekt
matsmanns á húsinu. Sú skýrsla
verður lögð fyrir héraðsdóm þegar
málið verður tekið fyrir í næsta
mánuði. Þar er því mótmælt að
aðrir meiriháttar gallar séu á hús
inu en gallaðir gluggar. Orðrétt
segir í skýrslunni: „Við yfirferð og
leit af lekum hefur ekki fundist leki
meðfram gluggum. Við teljum að
alla leka megi rekja til mismunandi
galla við framleiðslu á gluggum.
Jafnvel þó leki virðist koma með
fram gluggum þegar leki sést koma
í gegn.“
Húsasmiðjan
viðurkennir gallaða vöru
Í skýrslu Húss og lóða kemur
þannig fram að vandamálið sé
fyrst og síðast gallaðir gluggar og
þar er harmað að ekki hafi reynst
unnt að ráðast í viðgerðir. „Eftir
að framkvæmdum lauk kom í
ljós að gluggar frá Ideal Combi,
sem keyptir voru af Húsasmiðj
unni, reyndust ekki halda vatni.
Fram að þessu höfðu Ideal Combi
gluggar verið þekktir fyrir gæði
og voru sannarlega ekki ódýrustu
gluggarnir á markaði. Ástæðan fyrir
því að þessir gluggar voru keyptir
var sú að byggingaraðilar gerðu sér
grein fyrir háum vindálagsstuðli á
þessum stað og vildu kaupa glugga
sem þeir höfðu góða reynslu af. Sú
staðreynd að sú greinargerð sem
dómkvaddur matsmaður gerði fyrir
Hús & Lóðir ehf, og framkvæmda
stjóri fyrirtækisins kynnti fyrir
stjórn húsfélagsins í trúnaði, er nú
notuð í því skyni að koma höggi á
framkvæmdaraðila og byggingar
stjóra bendir til að allir málsaðilar
þekki ágætlega söguna að baki
þessum ónýtu gluggum. Sú stað
reynd að þetta skjal verði notað í
þeim málaferlum sem framundan
eru bendir til að húsfélagið viti vel
að unnið hefur verið sleitulaust að
því að fá Húsasmiðjuna til þess að
kannast við að þeir hafi selt gall
aða vöru.“ Því til staðfestingar er í
málsgögnum lagt fram bréf frá lög
mönnum Húsasmiðjunar þar sem
viðurkennt er að um gallaða vöru
sé að ræða sem beri að bæta.
„Það rétta er að Hús & Lóðir
ehf, byggingarstjóri og fleiri hafa
reynt að leita réttar síns hvað
varðar þessa glugga, sem er líka
réttur eigenda fasteigna að B57
frá þeim tíma er gallinn kom fyrst
í ljós.“ Í skýrslunni sem lögð verður
fyrir dóminn er einnig farið yfir
úttekt á gölluðu gólfefni og leka á
þakdúk. Í lokaorðum segir: „Aðrir
vankantar en þeir sem eru afleiðing
af göllum í gluggum og gólfdúk
eru minniháttar og einfalt að yfir
fara og laga ef þörf er á. Hluti
þeirra fellur undir ábyrgð á þak
dúk og hefur þegar verið brugðist
við ábendingum um hann og dúkur
lagaður, þ.e umrætt gat.“
Fram kemur í bréfi lögmanna
Húsasmiðjunnar, söluaðila glugg
anna, að fyrirtækið viðurkenni galla
á gluggum og hyggist bæta, en vilja
eðlilega að framleiðandi þeirra
beri tjónið og greiði. Þess er jafn
framt krafist að ekki verði unnið
við eða gluggar hreyfðir fyrr en
dómur sé fallinn í málinu. „Ætlun
Húss & Lóða ehf hefur ætíð verið
að framkvæma viðgerð þegar fyrir
tækinu yrði heimilt vegna þessa
máls að bregðast við. Því miður
hefur sá dráttur orðið mun lengri
en nokkur aðili málsins gat séð fyrir.
Við hörmum það en munum keyra
málið áfram um leið og málaferlum
um glugga er lokið,“ segir í skýrslu
Húss og Lóða ehf.
mm
Edduverðlaunahátíðin fór fram 19.
mars síðastliðinn en verðlaunin eru
veitt ár hvert fyrir framúr skarandi
störf í íslenska kvikmynda og
sjónvarpsgeiranum.
Vestlendingurinn Viktor Benóný
Benediktsson var í ár tilnefndur til
Eddunnar fyrir aðalhlutverk í kvik
myndinni Berdreymi sem leikstýrt
er af Guðmundi Arnari Guðmunds
syni. Myndin hlaut ellefu Eddu
tilnefningar og var framlag Íslands
til Óskarsverðlaunanna. Viktor
er aðeins sautján ára gamall og er
því með þeim yngstu sem hlotið
hafa tilnefningu í flokknum. Birgir
Dagur Bjarkason leikur annað aðal
hlutverk í myndinni og hlaut einnig
tilnefningu til Eddunnar í sama
flokki. Ásamt þeim Viktori og Birgi
eru það stórleikararnir Ingvar E.
Sigurðsson, Gísli Örn Garðarsson
og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
sem tilnefndir voru í flokknum og
var það Gísli Örn sem hreppti Edd
una í ár, fyrir hlutverk sitt í Verbúð
inni.
Viktor Benóný ólst upp á Akra
nesi en er ættaður úr Lundarreykja
dal í Borgarfirði og úr Reykhóla
sveit. Hann bjó hjá móður sinni á
Reykhólum þegar hann fékk hlut
verkið í Berdreymi og þurfti því
að flytja til höfuðborgarinnar til
að hafa tök á að þiggja hlutverkið.
Blaðamaður Skessuhorns sló á
þráðinn til Viktors skömmu eftir
að tilnefningar til Eddunnar voru
kunngjörðar.
„Ég var bara 14 ára þegar
ég fékk hlutverkið svo þetta er
búið að vera langt ferli. Ég hafði
áður leikið í kvikmyndinni Víti í
Vestmannaeyjum og var að sækja
um í öllum prufum sem ég vissi af.
Ég sótti svo um Berdreymi og byrj
aði í 500 stráka hóp sem minnkaði
svo og minnkaði, að lokum fékk ég
svo hlutverkið og þurfti að flytja til
Reykjavíkur. Það var stór ákvörðun
en ég byrjaði þá í sjötta grunnskól
anum á minni skólagöngu,“ segir
Viktor í samtali við Skessuhorn.
Tilnefningin
þýðingarmikil
En hvernig er að leika í stórmynd
með frægum leikurum? „Þetta var
svolítið súrrealískt. Mér fannst t.d.
mjög merkilegt að vera að leika í
kvikmynd með Anítu Briem sem á
mjög farsælan feril. Þegar ég frétti
að Ólafur Darri væri að leika á
móti okkur í myndinni fékk ég smá
sjokk. Ég man svo vel eftir því að
hafa horft á hann taka við Eddunni
árið 2013 fyrir Djúpið og horft upp
til hans þá. Þess vegna er það mjög
þýðingarmikið fyrir mig að leika
á móti honum og svo fá þessa til
nefningu,“ segir Viktor.
Átta mánaða æfingaferli
Hversu langan tíma tekur að taka
upp heila kvikmynd? „Tökurnar
sjálfar tóku tvo mánuði en við
vorum á æfingum í átta mánuði þar
á undan. Það er ekki sjálfsagt að fá
að tengjast hlutverkinu sínu svona
vel og að svona mikil vinna sé lögð
í æfingar fyrir tökur. Guðmundur
leikstjóri lagði þó mikla áherslu á
þetta sem skilar sér núna í flottum
árangri, t.d. með tilnefningum
myndarinnar til Eddunnar,“ segir
Viktor en myndin fékk alls elleftu
tilnefningar og var valin kvikmynd
ársins.
Brast í grát
Viktor segir tilnefninguna hafa
komið sér á óvart. „Pabbi hringdi
í mig einn morguninn og byrj
aði að óska mér til hamingju. Ég
vaknaði sem sagt við símtalið og
var þess vegna svolítið ruglaður
og skildi ekki um hvað hann var
að tala. Ég vissi ekki einu sinni
að tilnefningarnar yrðu opinber
aðar þennan dag svo þetta kom
mér mikið á óvart. Pabbi sagði mér
sem sagt frá þessu og mér var svo
brugðið, ég fór bara að hágráta.
Þetta er mjög stórt og hvetjandi.“
Hvert stefnirðu svo í fram
tíðinni? „Ég er ennþá að sækja um
verkefni en í kjölfar útgáfu myndar
innar fékk ég umboðsmann, svo
það hjálpar til. Annars langar mig
í Kvikmyndaskólann að læra leik
stjórn svo ég geti framleitt myndir
sjálfur,“ segir Viktor að lokum.
sþ
Sautján ára Vestlendingur tilnefndur til Eddunnar
Viktor Benóný ásamt meðleikurum á kvikmyndahátíð í Berlín þar sem Berdreymi
vann titilinn Besta evrópska kvikmyndin. Ljósm. aðsend.
Galli í dönskum gluggum orsakar leka í fjölbýlishúsi
Húsin við Borgarbraut 57 og 59 í Borgarnesi. Ljósm. mm.