Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 21 Föstudaginn 24. mars voru liðin 100 ár frá fæðingu Bærings Cecilssonar ljósmyndara en hann var fæddur að Búðum í Eyrarsveit við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ótrúlegan fjölda ljósmynda og kvikmynda af náttúru og mannlífi í Eyrarsveit og víðar. Ásamt því að vera ljósmyndari þá rak hann vélsmiðju og starfaði sem fréttaljósmyndari fyrir RÚV og hin ýmsu dagblöð. Bæring var gerður að heiðursborgara Grund­ arfjarðar árið 1997 en ómetan legur menningar arfur liggur eftir hann í ótal ljósmyndum og kvikmyndum um sögu Grundarfjarðar. Bæring lést árið 2002 og eftir andlát hans færðu skyldmenni hans Grundar­ fjarðarbæ, myndasafn hans til varð­ veislu og vinnslu. Grundarfjarðarbær hefur í fjöl­ mörg ár staðið að því að skanna ljósmyndir og koma kvikmyndum Bærings yfir á stafrænt form. Sum­ arið 2020 hófst svo átak í að skanna filmur að ljósmyndum Bærings Cecilssonar og unnið að því að koma myndunum á varanlegt, geymslu­ og birtingarhæft form. Fæðingardagur Bærings var svo nýttur til að kynna afrakstur þeirra vinnu. Ingi Hans Jónsson setti upp glæsilega myndasýningu á myndum Bærings í tilefni dagsins og ljós­ myndasafn hans var opnað í Sarpi, menningarsögulegu gagnasafni á veraldarvefnum undir heitinu Bærings stofa. Sunna Njálsdóttir hefur umsjón með safninu sem veitir öllum aðgang að myndum Bærings um ókomna tíð. tfk Júlíana, hátíð sögu og bóka, var haldin í tíunda skipti í Stykkishólmi um helgina og var yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni „Nýir Íslendingar: Áhrif þeirra í skrifum og listum.“ Að sögn Grétu Sig Bjargardóttur, eins skipuleggj­ anda hátíðarinnar, var hátíðin alveg einstaklega vel heppnuð í alla staði, var vel sótt og allir viðburðir gengu eins og í sögu. „Það var kalt í göngunni sem Anna Melsteð leiddi en alls komu um 40 manns í gönguna og endaði hún á Hótel Egilsen þar sem smakkaður var hinn fullkomni biti. Þar var settur saman harðfiskur frá Stykkishólmi, smjör og söl eða þang sem rann ljúflega ofan í fólkið. Í gamla daga í Helgafellssveit var framleidd mjólk á hverju einasta búi en nú var síð­ asta búið í sveitinni að hætta fram­ leiðslu á mjólk. Anna kom með síð­ ustu mjólkurdropana úr síðustu kúnni á Hraunhálsi til að leyfa fólki að smakka ógerilsneydda mjólk og það var upplifun að drekka með.“ Setning hátíðarinnar var á fimmtudaginn í Stykkishólms­ kirkju og þar fluttu Hallgerður og rest úr Tónlistarskóla Stykkishólms nokkur lög, ávarp var flutt um upp­ haf og tilurð Júlíönu hátíðar og nemandi úr Grunnskólanum í Stykkishólmi las ljóð eftir Júlíönu Jónsdóttur. Síðan voru verðlaun veitt fyrir ljóðasamkeppni þar sem fyrstu verðlaunin hlaut Draumey Aradóttir, önnur verðlaun hlaut Svava O´Brien og þriðju Eydís Blöndal. Þá voru veitt tvennar viðurkenningar fyrir framúrskar­ andi ljóð en þær hlutu Sigrún Björnsdóttir og Rannveig Lydía Benediktsdóttir. Einnig var Sturla Böðvarsson heiðraður fyrir framlag sitt til minjaverndar, samgangna og skipulagsmála. Gréta segir að þetta hafi verið langstærsta og umfangsmesta hátíðin til þessa, mjög góð mæting og bærinn fullur af fólki. „Ég er náttúrlega alveg í skýjunum því þetta gekk alveg afskaplega vel og það var góður stígandi í hátíðinni. Maður er að átta sig á því núna hvað þetta var umfangsmikið og tókst vel til. Við höfum verið með þessa hátíð í tíu ár samfleytt og höldum ótrauð áfram.“ vaks/Ljósm. sá Hundrað ára fæðingarafmælis Bærings Cecilssonar minnst Bæring Cecilsson á góðri stundu. Páll Cecilsson er hér fyrir miðri mynd þar sem hann fylgist með ljósmyndasýningu bróður síns. Afar vel heppnuð Júlíana í Stykkishólmi Alexandra ásamt organista Stykkishólmskirkju Lázló Petö. Kirkjukórinn í baksýn eftir lokaatriði hátíðarinnar þar sem fluttar voru aríur úr óperum eftir Alexöndru. Hljómsveitin Hallgerður og rest flutti nokkur lög. Sturla Böðvarsson tekur við heiðursskjali og blómvendi úr hendi Grétu. Tríóið Best með rjóma flutti tónlist við setningu hátíðarinnar. Jón Yngvi Jóhannsson stýrði höfundaumræðum. Bræðurnir Jón Svanur og Lárus Péturssynir. Kirkjukór Stykkishólmskirkju.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.