Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 25
Lokahátíð Upplestrarkeppni
grunnskólanna á Akranesi 2023 var
haldin í Tónbergi síðasta fimmtu
dag fyrir nánast fullu húsi. Tólf
nemendur í 7. bekk sem valdir
höfðu verið eftir undankeppni úr
Brekkubæjarskóla og Grunda
skóla tóku þátt og voru sex nem
endur frá hvorum skóla. Frá
Brekkubæjarskóla lásu Aðalheiður
Ísold Pálmadóttir, Arnór Dagur
Árnason, Aron Kristinn Zum
bergs, Hafdís Ylfa Jökulsdóttir,
Hrafnkatla Jóna Þorsteinsdóttir og
Stefán Kári Ólafsson. Frá Grunda
skóla lásu Árný Lea Grímsdóttir,
Heiðdís Tinna Daðadóttir, Hekla
Dís Hilmarsdóttir, Lilja Fanney
Ársælsdóttir, Styrmir Gíslason og
Þóra Guðmundsdóttir.
Dagur íslenskar tungu, 16. nóv
ember, markaði upphafið að upp
lestrarkeppninni. Þá hófst ferlið
formlega og allir nemendur
7. bekkjar tóku til við æfingar á
upplestri á ljóðum og sögum. Í
mars voru haldnar undankeppnir
í grunnskólunum og sex bestu les
ararnir úr hvorum skóla valdir til að
lesa á lokahátíðinni. Lesefnið sem
lá til grundvallar á lokahátíðinni
samanstóð af texta úr bókinni Koll
hnís eftir verðlaunahöfundinn Arn
dísi Þórarinsdóttur sem krakkarnir
lásu öll einn lítinn kafla úr. Þá næst
lásu þau ljóð úr bók Vigdísar Finn
bogadóttur, Íslensk kvæði, sem er
safn íslenskra ljóða og vísna. Að
lokum lásu krakkarnir upp ljóð
sem þau höfðu valið sjálf. Þriggja
manna dómnefnd fékk síðan það
erfiða verkefni að velja besta les
arann úr hvorum skóla fyrir sig.
Dómnefndina skipuðu þau Hall
dóra Jónsdóttir, Jakob Þór Einars
son og Þóra Björg Sigurðardóttir.
Að auki voru á dagskrá tónlistar
atriði nemenda úr Tónlistarskóla
Akraness. Hekla Dís Hilmarsdóttir
og Emilía Snjólfsdóttir spiluðu á
píanó og Heiðrún Ása Þráinsdóttir
spilaði á selló við undirleik Elzbietu
Kowalczyk. Þá las Julia Von Kára
dóttir nemandi úr Grunda
skóla texta á pólsku og íslensku.
Valgerður Jóna Oddsdóttir deildar
stjóri úr Grundaskóla var kynnir á
hátíðinni og fórst það vel úr hendi.
Allir þátttakendur stóðu sig
með stakri prýði og eiga mikið
lof skilið fyrir frábæra frammi
stöðu. Virkilega var gaman að
sjá hvað þau voru örugg í sínum
flutningi og lítið stress í gangi.
Leikar fóru svo þannig að Aðal
heiður Ísold Pálmadóttir var valin
upplesari Brekkubæjarskóla og
Árný Lea Grímsdóttir upplesari
Grundaskóla.
Einnig voru afhentar viðurkenn
ingar fyrir teikningar á boðskort
sem var sent á gesti hátíðarinnar.
Það voru Eydís Anna Karlsdóttir
úr Brekkubæjarskóla og Naómí Líf
Sölvadóttir úr Grundaskóla sem
fengu þær viðurkenningar.
vaks
Steingerður Jóhannsdóttir opn
aði síðastliðinn laugardag ljós
myndasýningu hjá Þremur
veggjum, sem er nýr sýningar
salur og listrými á Hellissandi.
Fjölmargir gestir komu við opnun
sýningarinnar. Sýningin ber nafnið
„Húsanna hljóðnaði hjartsláttur.“
Á henni eru 13 stórar ljósmyndir,
flestar af eldavélum en einnig af
gluggum og eyðibýli. Myndirnar
eru prentaðar á sérunninn grófan
bómullarpappír sem gefur þeim
draumkenndan blæ. Sýningin er
óður til horfinna tíma þegar fjöl
skyldan kom saman við lifandi eld
og hvíldist eftir erfiði dagsins. Hún
undirstrikar að eldavélin er hjarta
hússins sem gefur því líf.
Steingerður hefur verið ötull
ljósmyndari og safnað elda
vélamyndum víðsvegar að. Á
sýningunni má sjá mismun
andi tegundir eldavéla frá gamalli
tíð; bæði eldavélar sem enn eru í
notkun og aðrar í eyðibýlum sem
mega muna fífil sinn fegurri. Hús
anna hljóðnaði hjartsláttur verður
opin fram í miðjan apríl.
af
Passíusálmar Hallgríms Péturs
sonar verða fluttir í Hallgríms
kirkju í Saurbæ á föstudaginn
langa, 7. apríl. Að sögn Steinunnar
Jóhannesdóttur, sem haldið hefur
utan um verkefnið til fjölda ára,
verður leikarinn og Skagamaður
inn Jakob Þór Einarsson meðal
flytjenda að þessu sinni. Hann var
fyrir nokkrum árum í hópi fólks frá
Akranesi sem fékk einn hluta verks
ins til flutnings, en hefur ekki áður
tekið að sér svo stóran hluta þess
sem nú. Fyrir meira en tveimur
áratugum tók hann við hlutverki
Hallgríms Péturssonar í leikritinu
Heimur Guðríðar eftir Steinunni.
Þröstur Leó Gunnarsson hafði
leikið það áður. Jakob er því ekki
ókunnur í Hallgrímskirkju, þótt
langt hafi liðið á milli þess að hann
troði þar upp.
mm
Passíusálmarnir fluttir í
Hallgrímskirkju föstudaginn langa
Þau munu lesa Passíusálmana í Saurbæ. Á myndinni eru f.v: Jakob Þór Einarsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Halla Guðmunds-
dóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. Ljósm: Hilmar Þorsteinn Hilmarsson.
Jakob í hlutverki Hallgríms Péturssonar í leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur;
Heimur Guðríðar, í Hallgrímskirkju árið 2000. Ljósm. Sæmundur Kristinsson.
Eldavélin var
hjarta heimilisins
Árný Lea og Ísold unnu upplestrarkeppnina
Árný Lea og Ísold voru hæstánægðar með sigurinn. Dómnefndin stóð í ströngu við valið.
Þóra Guðmundsdóttir
í ræðustól.