Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 23
Fólkið er fallegt
og yndislegt
Paula segist ekki hafa þurft að hugsa
sig um þegar flutningar til Ólafs
víkur komu til talsins. „Ég sagði við
Ægi: „Ég er nú þegar búin að flytja
frá Argentínu til Reykjavíkur, svo
ég hlýt að geta flutt til Ólafsvíkur,“
en ég er rosalega ánægð hérna. Að
finna alls staðar fyrir öryggi og búa
við náið, hljóðlátt samfélag, ég kýs
það fram yfir stórar borgir,“ segir
Paula. Ægir skýtur inn í: „Við
bjuggum á Reyðarfirði í tæpt ár
sem var ákveðin tilraun en okkur
fannst báðum æðislegt að vera þar.“
Paula bætir við: „Fossinn, fjöllin
og fólkið, þetta er allt yndislegt.
Þegar við komum hingað með hús
gögnin í flutningabíl var fólk mætt
fyrir utan húsið okkar í rigningunni
til að hjálpa okkur að bera allt inn.
Það hafa allir verið svo hjálpsamir
og tekið vel á móti okkur.“
Mun skíra afabörnin
Paula og Ægir eru nú að aðlag
ast nýjum heimahögum en sjá
fyrir sér að stofna forritunarfyr
irtæki í náinni framtíð sem Paula
mun koma til með að sjá um. Hún
er nú að bæta við sig þekkingu í
vefforritun en Ægir mun aðstoða
hana þegar þörf er á, enda starfað
í forritunarheiminum í yfir 20 ár.
Í bili eru þau þó að koma sér fyrir
á heimili sínu sem er verkefni út af
fyrir sig. „Enn sem komið er hefur
Paula verið að setja saman húsgögn
og taka upp úr kössum sem er mikið
verkefni en við erum ennþá bara að
koma okkur fyrir,“ segir Ægir sem
sjálfur hefur verið að fóta sig í nýju
starfi. „Ég er einmitt að fara að
skíra í fyrsta sinn næstu helgi. Ég á
fjögur börn en elsta stelpan mín er
þrítug og var að eignast tvíbura, svo
ég er nýorðinn afi. Ég er svo hepp
inn að fá að skíra þau og hlakka
mikið til. En ég á þrjár dætur og
einn son en þrjú elstu eru komin
yfir tvítugt, yngsta stelpan mín er
svo fjórtán ára og mun koma til
með að kíkja til okkar í heimsókn
og dvelja eitthvað hjá okkur hér í
Ólafsvík,“ segir Ægir.
Vill byggja upp
barnastarf
Framtíðarsýn sóknarinnar segir
Ægir m.a. vera að byggja upp
barna og æskulýðsstarf. Hann
ætlar þó ekki að fara of geyst af
stað. „Í bili langar mig að komast
betur inn í samfélagið og ná áttum,
kynnast starfinu og komast vel af
stað þar. Til lengri tíma langar
mig að skapa hér öflugt barna og
æskulýðsstarf en við stefnum á að
fara af stað með það næsta vetur.
Það er grundvöllurinn fyrir því að
fólk tengist kirkjunni síðar í líf
inu, þannig að barnastarfið er dýr
mætt. Ég ætla að passa mig á því að
byggja starfið upp hægt og rólega
svo ég springi ekki á limminu.
Öldrunarstarf finnst mér einnig
heillandi og ég sé fyrir mér að kíkja
reglulega á hjúkrunar heimilið. Ég
vil að fólk viti af mér og að ég er
aðgengilegur ef einhver vill ræða
málin. Tala nú ekki um ef fólki
vantar einhvern stuðning sem ég
get veitt. Það er eitt það mikil
vægasta í starfi prests að hlusta og
veita stuðning,“ segir Ægir.
Stórar stundir í
sorg og gleði
Að lokum segjast hjónin vera
spennt fyrir komandi tímum. „Við
erum glöð að vera komin hingað
og það eru mikil forréttindi að fá
að sinna þessu starfi. Ég var í mjög
fínni vinnu áður en ég ákvað að
framkvæma þessa breytingu en ég
er kominn í þetta starf af einlægum
áhuga. Fyrir mér eru líka for
réttindi að fylgja fólki á stórum
stundum lífsins í sorg og gleði, það
er ótrúlega merkilegt að fá að vera
hluti af því. Það skiptir mig gríðar
lega miklu máli að byggja upp sam
félag í kristinni trú, miðla kristinni
trú og leyfa fólki að finna hvað hún
er mikilvæg, sjálfur hef ég þá sann
færingu,“ segir Ægir að lokum.
sþ
Yfirheyrslan
Væri til í að
kunna frönsku
og pólsku
Forsætisráðuneytið hefur sett á
laggirnar samhæfingarteymi um
móttöku flóttafólks. Meginverk
efni þess verður að efla samhæfingu
og yfirsýn yfir helstu verkefni og
áskoranir í málaflokknum, þvert á
ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög.
Aldrei hafa fleiri komið til landsins
á flótta en nú. Það sem af er ári hafa
um 1.300 manns sótt um alþjóðlega
vernd og á síðasta ári voru umsækj
endur um 4.500. Fjöldinn frá
1. janúar 2022 og fram í mars 2023
er meiri en samanlagður fjöldi allra
umsækjanda um alþjóðlega vernd
á Íslandi fyrir sex ára tímabil, frá
2016 til og með 2021.
Gert er ráð fyrir að samhæfingar
teymið starfi í þrjú ár. Aðdragandi
þess að teymið er stofnað er að
forsætisráðherra fól í lok síðasta árs
teymi sérfræðinga ráðuneytisins og
Almannavarna að taka stöðuna á
samhæfingu aðgerða innan Stjórn
arráðsins vegna móttöku flóttafólks
hingað til lands.
Markmiðið var að afla mats lyk
ilaðila og sérfræðinga innan stjórn
sýslunnar á helstu áskorunum í
málaflokknum og greina hvaða
þætti stjórnkerfisins mætti styrkja
með sérstökum aðgerðum. Meðal
helstu niðurstaðna stöðutökunnar
var að ráðuneyti, stofnanir, sveit
arfélög og aðrir hagsmunaaðilar
hafi unnið ómetanlegt starf við að
tryggja móttöku og aðbúnað fyrir
mikinn fjölda flóttafólks. Samvinna
allra aðila hafi aukist og almennt
gengið vel en á sama tíma sé ákall
um enn frekari samhæfingu í
málaflokknum til að tryggja að yfir
sýn sé á einum stað, bæta skilvirkni
og sveigjanleika móttökukerfisins
sem og gæði og miðlun upplýsinga.
Því ákalli er nú svarað með stöðu
samhæfingarstjóra og skipan sam
hæfingarteymis, segir í tilkynningu
frá forsætisráðuneytinu.
Ráðningarferli samhæfingastjóra
sem var auglýst fyrr í mánuðinum
stendur nú yfir sem og skipan sam
hæfingateymisins. Undirbúningur
teymisins er hafinn í samráði við
þau ráðuneyti og stofnanir er koma
að móttökunni og gert er ráð fyrir
að samhæfingastjóri komi til starfa
fljótlega. Teymið mun upplýsa ráð
herranefnd um málefni innflytj
enda og flóttafólk reglulega um
stöðu mála.
mm
Nafn: Björg Ágústsdóttir
Hvar ertu fædd(ur) og hvenær?
Í húsi foreldra minna þar sem við
bjuggum í Fossahlíð í Grundar
firði, sunnudaginn 24. mars árið
1968.
Hvernig myndir þú lýsa þér
í þremur orðum? Vinnusöm,
jákvæð, bjartsýn.
Áttu gæludýr? Ég og hundurinn
Húgó eigum sama lögheimili, en
það er sonur okkar sem er aðaleig
andinn.
Hvers saknarðu mest frá því
í gamla daga? Ég var bara ekki
fædd þá…
Hvað færðu þér ofan á pizzuna
þína? Skinku og camembert.
Hvað er uppáhalds nammið
þitt? Popp og Nóa kropp með
pipardufti.
Hvaða tungumál værir þú til í að
kunna? Frönsku og pólsku.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Ferðast. Tína ber.
Vinna með jákvæðu og hugmynda
ríku fólki.
Ertu hjátrúarfull? Almennt ekki,
en held í nokkra siði; Byrja t.d.
ekki í nýrri vinnu eða skrifa undir
stóra samninga á mánudegi og
geng ekki undir stiga.
Hvað myndi bíómynd um þig
heita? Ég er á leiðinni.
Hver er uppáhalds mánuðurinn?
Fyrir utan alla hina ellefu, þá væri
það sennilega júní – þegar dagur
inn er lengstur og íslenska sumar
nóttin einstök.
Hvað ertu mest hrædd við? Að
eitthvað slæmt komi fyrir mína
nánustu.
Hver er uppáhalds skyndibitinn?
Fyrir utan súkkulaði, þá væru það
kjúklinganúðlur.
Hver er uppáhalds staðurinn
þinn á Íslandi? Kolgrafafjörður
og Framsveitin, hér í mínu sveit
arfélagi. Það er hvergi fallegra
útsýni.
Hver er minnisstæðasta gjöfin
sem þú fékkst þegar þú varst
lítil? Ljósblár langermabolur með
Greasemynd af John Travolta og
Olivia Newton John.
Ef þú þyrftir að velja þér nýtt
nafn hvað yrði þá fyrir valinu?
Dagbjört og Dagný eru fallegustu
nöfnin, en svo gæti ég hugsað mér
að heita Matthildur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Búðarkona, líf
fræðingur, leikkona, lögfræðingur.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera í frítíma þínum? Fara í
langan göngutúr sem tekur á, fara
í sjósund og bara vera með fólk
inu mínu.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég
verð í einhverju skemmtilegu
ráðgjafarstarfi og vinn þegar ég
nenni, skrifa kannski bækur og
keppi í langhlaupum. Svo verð ég
vonandi komin í gegnum „Píanó
popp fyrir byrjendur“ sem mér
gengur mjög hægt með.
Samhæfingarteymi um
móttöku flóttafólks
Ægir ásamt tengdaforeldrum sínum á rólegum sunnudegi í Argentínu.
Ljósm. aðsend.
Ægir og Paula giftu sig óvænt einungis
mánuði eftir að Paula kom til Íslands.
Ljósm. aðsend.