Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202318 „Systkini okkar Vignis voru líka ómetanleg stoð fyrir okkur og allar þessar hlýju kveðjur sem við höfum fengið frá fólkinu í kringum okkur, við finnum fyrir styrknum í þeim. Og við erum svo innilega þakklát fólkinu sem kom að slysinu, fólk­ inu á bráðamóttökunni, gjörgæsl­ unni, læknunum, þyrlumönnunum og öllum á sjúkrahúsinu. Í hjarta mér er ég alveg ævinlega þakklát því hvað maður er með sterkt lið á bakvið sig,“ segir Páley og Vignir grípur orðið. „Og fólkið þarna uppi í Borgarfirði, sjálfboðaliðarnir sem mæta fyrstir á staðinn. Bara það að fólk skuli sækja sér þekkingu, fara á námskeið og læra fyrstu hjálp og annað. Þetta er þvílíkur auður fyrir okkur sem þjóð, að hafa þetta fólk. Hvaðan fólk fær þennan viljastyrk til þess að vera viðbragðsaðilar skil ég ekki. Að geta mætt á slysstað eins og þarna og hafa vilja og getu til að gera það aftur og aftur.“ „Víst get ég þetta“ Elísabet segir þessa lífsreynslu einnig hafa haft mikil áhrif á sig sem hjúkrunarfræðinema, hún hafi fyrst eftir slysið ekki séð fyrir sér að geta haldið áfram í náminu en fljótlega séð að sér. „Ég hugs­ aði bara að ég gæti ekki mætt aftur í vinnuna. Ég sá ekki fyrir mér að geta hugsað um fólk og umgeng­ ist aðstandendur þegar þeim líður svona illa, eins og mér leið,“ segir Elísabet sem hristi svo af sér þá hugsun. „Ég hugsaði bara: „Víst get ég þetta“ og ef eitthvað þá veitti þessi reynsla mér meiri drifkraft til þess að vilja vera partur af þessu liði sem hjálpar fólki. Ég er líka farin að hallast meira að gjörgæsluhjúkrun eða bráðahjúkrun núna, en ég veit ekki hvert ég stefni. Það er allt svo ótrúlega spennandi og skemmtilegt við hjúkrunarfræðina að það er úr mörgu að velja,“ segir Elísabet. Slys gerast. Punktur! Aðspurð um hvort þau hafi upp­ lifað einhverja kergju í garð þess sem olli slysinu segja þau samróma að svo hafi aldrei verið. „Aldrei. Við upplifum bara þakklæti í garð hans,“ segir Vignir. „Að hann skyldi koma og huga að mér og yfirleitt hafa þolað það. Það eru ekki allir sem hefðu höndlað það að stinga höfðinu inn í bílinn til mín og sjá mig. Og koma svo aftur og binda um öxlina. Það er það sem bjargar lífi mínu. Hann er fyrsta hjálpin. Getur maður verið annað en þakk­ látur? Þetta var slys og slys gerast. Punktur!“ segir Vignir og Elísabet og Páley taka í sama streng. „Það var ekkert okkar að hugsa þannig, ekkert okkar var pirrað,“ segir Elísabet og Páley grípur orðið. „Þetta er ekkert sem einhver ætlar sér að gera. Vagninn fer að rása í hálku og endar á öfugum vegarhelmingi og okkur dettur ekki í hug að kenna neinum um það.“ Já við lífinu Vissulega er líf fjölskyldunnar breytt til frambúðar en Vignir og Páley eru þrautseig, jákvæð og lífs­ glöð svo geislar af. „Við reynum að halda í húmorinn eins og okkur er vísast til,“ segir Páley og Vignir og Elísabet taka undir, hann hefur fleytt þeim langt. „Ég er í tímum hjá áfallaráðgjafa og í fyrsta tím­ anum sá ég skilti á veggnum sem á stóð: „Ég segi já við lífinu.“ Og ég stend þarna, horfi á skiltið og segi upphátt: „Já!“, því ég segi já við lífinu og ætla að takast á við þetta verkefni með Vigni og fjöl­ skyldunni allri,“ segir Páley og styrkurinn í röddinni er áþreifan­ legur. Þá er auðvitað slegið á léttar nótur. „Ég var sjálf í axlaraðgerð í maí í fyrra og var ekki búin að jafna mig eftir hana þegar Vignir lenti í slysinu. Þannig að við erum svona skrautlegu hjónin, bæði svolítið slæm í öxlunum.“ Vignir hlær og bætir því við að hann sé einnig á leið í axlaraðgerð á hægri öxl á næstu vikum. „Það átti að gera við hægri öxlina á mér í nóv­ ember síðastliðnum en það þurfti að fresta þeirri aðgerð af óviðráð­ anlegum aðstæðum,“ segir Vignir og horfir sposkur eftir viðbrögðum í kringum sig. „En það er á planinu eftir páska að láta gera við hægri öxlina. Þá verð ég handalaus í nokkra daga og þá er eins gott að eiga góða konu,“ segir Vignir og vill meina að þau hjónin séu bæði komin á viðgerðaraldur. Endurhæfingin er ævilöng Hvað framhaldið varðar verður Vignir útskrifaður af Grensás nú í lok mars og ætla þau hjónin þá að leggja land undir fót og verja pásk­ unum í Noregi með syni sínum þar, tengdadóttur og barnabörnunum þremur. Eftir páska sjá þau fram á að fara aftur heim í Grundarfjörð og eiga von á því að ferðunum til Reykjavíkur fækki verulega. Vignir sækir þá sjúkraþjálfun í heima­ byggð en mun koma á Grensás öðru hverju. „Þau vilja ekkert fá mig aftur á Grensás nema það sé komin einhver skemmtileg græja utan á stubbinn svo við getum farið að bæta við æfingarnar. Annars gerum við ráð fyrir að vera að mestu heima í Grundarfirði. Auð­ vitað er þetta ævilangt ferli, endur­ hæfingin, en á næstu vikum sé ég líka fram á að fara í akstursmat og þegar það er komið í gegn get ég látið breyta bílnum svo ég geti farið að keyra aftur,“ segir Vignir sem fær þá hnúð á stýrið með rafstýr­ ingu fyrir ljósabúnað. Það er margt sem er öðruvísi fyrir einhentan mann. „Prófaðu einhvern tímann að borða upp úr skyrdós án þess að halda við hana,“ segir Vignir hlæjandi og beinir áskoruninni til blaðamanns sem brátt kveður og hefur þessi orð með sér í fartesk­ inu, margs vísari og með öðruvísi sýn á lífið. gbþ/ Ljósm. Úr einkasafni. Barnabörnin þrjú sem Vignir og Páley eru svo spennt að hitta á næstu dögum. Páley, Vignir og Elísabet vörðu áramótunum heima í Grundarfirði. Aðalgeir er hér við hlið föður síns um það leiti sem Vignir er að vakna eftir fyrstu aðgerð. Það þarf víst alltaf að borga reikninga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.