Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202324 Skinkuhorn Jörgen Nilsson Byggði upp Ungmennabúðir UMFÍ af lífi og sál Jörgen Nilson er fæddur og upp­ alinn í Danmörku en flutti til Íslands árið 1999, með eiginkonu sinni Önnu Margréti Tómas­ dóttur. Þau kynntust í Dan­ mörku og ætluðu einungis að dvelja á Íslandi á meðan þau væru í fæðingarorlofi með son sinn sem fæddist það sumar. Árið leið, og svo næsta og það næsta og eru árin á Íslandi nú orðin 24. Fyrstu árin fékkst Jörgen við fjölbreytt verkefni, kennslu í grunnskólum Akraness, dönskukennslu í Fjöl­ brautaskólanum, verslunarstarf í tískuverslun og vann að auki í Járnblendinu á Grundartanga. Laugar í Sælingsdal Í janúar 2005 voru opnaðar að Laugum í Sælingsdal Ung­ mennabúðir UMFÍ fyrir nem­ endur í 9. bekkjum grunnskólanna á Íslandi. Anna Margrét var í fyrstu ráðin þar til vinnu en fljótlega var Jörgen kallaður til og fluttu þau Anna Margrét þá búferlum frá Akranesi að Laugum, með þrjú börn. Þar sáu þau um Ung­ mennabúðirnar næstu 14 árin og voru raunar kjarninn í búðunum því starfsmannavelta var mikil. „Þetta byrjaði bara smátt. Í jan­ úar 2006 þá hætti Bjarni sem var forstöðumaður búðanna og Anna Margrét tók við af honum. Við Anna Magga og Jóhanna Ösp sem var með okkur fyrstu sex árin settumst þá niður saman og hugs­ uðum hvað við gætum gert hér á Laugum. Við settum upp fullt af hugmyndum og vorum svolítið að spegla okkur í dönsku lýðháskól­ unum og hvernig námið er byggt upp þar. Og reyndum að búa til svona rauðan þráð í gegnum nám­ skeiðin í Ungmennabúðunum yfir vikuna. Sá rammi þróaðist svo áfram og var að þróast alveg fram til 2015­2016 og þá vorum við komin með rosalega fastan ramma og námskeiðspakka sem virkaði fyrir 95% af þeim krökkum sem komu á staðinn,“ segir Jörgen og rifjar upp árin á Laugum. Fór að kenna það sem honum sjálfum fannst skemmtilegt „Þetta var rosalega kreatív vinna og árin 2006­2012 voru mjög skemmtileg. Maður gleymdi alveg að maður var að vinna fyrir ein­ hvern annan af því það var enginn að horfa yfir öxlina á manni svo maður var rosalega frjáls,“ segir Jörgen sem fór árið 2007 til Danmerkur á Norræna íþrótta­ kennararáðstefnu í eina viku og hafði sú upplifun mikil áhrif á hann. Þar kynntist hann tveimur íþróttakennurum sem kenndu af lífi og sál. „Maður þurfti ekki einu sinni að vera á námskeiði hjá þeim, það var nóg að horfa á þær kenna úr fjarlægð og maður fylltist bara adrenalíni og gleði því það var svo gaman að sjá hvernig þær voru. Og ég tók það með mér heim til Íslands,“ segir Jörgen. Hófst þá meiri hugmyndavinna varðandi það námskeiðaval sem í boði var á Laugum. Námskeið sem voru ekki að virka voru tekin út af dag­ skránni og í stað þess var leitast við að finna eitthvað sem starfs­ fólkið hafði sjálft gaman af að gera og reynt að búa til námskeið í kringum það. Jörgen fór þá að vera með sirkus­ og juggling nám­ skeið og Jóhanna fór á Galdra­ safnið á Hólmavík þar sem hún fræddist um galdra og spádóma og setti svo upp námskeið í kringum það þar sem hún t.d. spáði í bolla með krökkunum. „Þetta var alveg magnað. Þessi tvö námskeið voru í efsta sæti á matsblöðunum sem krakkarnir fylltu út í hverri viku. Þótt að hvorki ég né Jóhanna værum einhverjir sérfræðingar í því sem við vorum að gera þá höfðum við bara svo gaman af því að það smitaði út frá sér.“ Börnin með í vinnunni Dagarnir í Ungmennabúðunum voru langir. Jörgen eins og aðrir starfsmenn, vann frá morgni til kvölds og segist hann helst sjá eftir því í dag að vinnan hafi tekið tíma frá börnunum hans, sem voru 3 ára, 6 ára og 13 ára þegar þau fluttu inn að Laugum. „Að vera á staðnum með þrjú börn í þess­ ari biluðu vinnu er örugglega einn af þeim hlutum sem ég er minnst stoltur af þegar ég horfi til baka. Ég hef stundum grínast með það, en það er alvara í því, að Martha er þriggja ára þegar við förum vestur og næst þegar ég hitti hana þá er hún að fermast. Þetta var næstum því svona. Að sjálfsögðu áttum við mikið sumarfrí og jólafrí en allt skólaárið fór í bilaða vinnu. Börnin voru mikið með okkur í vinnunni og það er margt gott og margt vont við það en Martha er til dæmis mjög flottur félagslegur leiðtogi í dag í skátunum og það er að sjálfsögðu grunnur sem hún býr að frá Laugum þar sem hún var alltaf í vinnunni með okkur. Hún og Jóhanna voru eins og síam­ skir tvíburar, þær voru bara teymi og alltaf að hanga saman,“ segir Jörgen og hlær. „Þannig það er margt sem maður er ekki stoltur af í sambandi við þetta en það lítur samt út fyrir að hafa tekist ágætlega að skila þessum börnum út í lífið.“ Byggðu Ungmennabúðirnar upp af lífi og sál Eins og gefur að skilja hefur Jörgen ákveðna skoðun á þeim fréttum sem upp komu í síðustu viku þegar UMFÍ gaf út að Ungmennabúð­ unum yrði lokað, fyrir fullt og allt. „Það voru sorgarfréttir að heyra að búðunum hafi verið lokað. Bæði að það skildi ekki lengur vera hægt fyrir níundu bekkinga að fara í svona ferð en líka það að Ungmennabúðirnar eru barnið okkar hjóna og við höfum byggt þær upp í 16 ár og lagt líf og sál í það verkefni. Og svo er verk­ efninu bara hætt rétt eftir að við hættum bæði að vinna þar,“ segir Jörgen. „Það var margt skrítið til að byrja með í því að Laugarvatn varð fyrir valinu þegar flytja átti búðirnar. Húsakostur var lélegur og allt utan um hald varðandi flutningana var skrítið og hefði mátt standa betur að því,“ segir Jörgen en Ungmennabúðunum var lokað tímabundið um miðjan febrúar á þessu ári vegna myglu­ og rakaskemmda í húsnæðinu á Laugarvatni. Í kjölfarið upplýsti eigandi húsnæðisins, sveitarfélagið Bláskógabyggð, að það hygðist ekki fara í þær framkvæmdir á hús­ inu sem nauðsynlegar væru til að halda starfsemi þar áfram. Tók UMFÍ þá ákvörðun um að loka búðunum varanlega. Hneig niður á skrifstofu sinni Færsla Ungmennabúðanna frá Laugum í Sælingsdal að Laugarvatni tók á Jörgen á marga vegu. Bæði breyttist vinnan hans töluvert þar sem hann þurfti nú í meira mæli að sinna utan um haldi, þjálfa nýja starfsmenn og standsetja húsnæðið svo það væri hentugt fyrir starfsemi búðanna. Í maí 2021 lenti hann á vegg, hann hneig niður á skrifstofu sinni og átti erfitt með andardrátt. Daginn eftir hitti hann lækni og tilmæli hans voru ákveðið þau að hann yrði að stoppa, hann yrði að kúpla sig úr vinnunni með einu og öllu því hann væri að keyra sig í þrot með löngum dögum, miklu álagi og litlum svefni. „Ég fyllti út blað hjá lækninum þar sem ég svaraði alls konar spurningum. Læknir­ inn leit svo yfir blaðið og leit aftur á mig. Hann tók svo upp penna og skrifaði á vottorð: „Óvinnu­ fær með öllu um óákveðinn tíma.“ Og ég sagði bara nei það gengur ekki ég á eftir að vinna þrjár vikur í Ungmennabúðunum þessa önnina, ég þarf að taka á móti hóp og get ekkert farið. Hver á að taka yfir?“ Jörgen fór þó að til­ mælum læknisins, með hjálp góðs fólks í kringum sig náði hann að kúpla sig frá vinnunni en var þó að mestu á staðnum þótt ábyrgðin hefði verið færð yfir á annan aðila. Jörgen fullvissaði UMFÍ og sam­ starfsfólk sitt um að hann kæmi aftur til starfa í september þegar búðirnar yrðu opnaðar aftur eftir sumarið. Þegar september svo kom gat hann ekki hugsað sér að fara aftur í vinnuna, líkami og sál fúnkeruðu ekki. Endurhæfing Hann byrjaði þá í starfsendurhæf­ ingu hjá Virk og sótti ýmsa fyrir­ lestra og námskeið auk þess að fara í líkamlega þjálfun til að ná upp styrk. Í febrúar 2023 fór hann inn á Reykjalund í sex vikna endurhæf­ ingu og lýsir hann því sem frábæru prógrammi. Einn starfsmaðurinn þar hafði sérstaklega mikil áhrif á hann. „Hún sagði: Ég er búin að fylgjast með þér. Þú ert hérna inni á kaffistofu og það er alltaf hlátur í kringum þig. Þú ert alltaf að reyna að fá annað fólk í kringum þig til að vera glatt. Þú varst hérna frammi áðan, þar var kona sem átti erfitt með gang sem sullaði niður kaffi og þú varst fyrstur á fætur til að hjálpa henni og þurrka kaffið upp. Svo var komin mús hérna inn á ganginn og þú fórst beint af stað til að reyna að ná músinni. Þú ert alltaf í svona aðstæðum.“ Svo hall­ aði hún sér fram og horfði beint í augun á mér og spurði: „Hvað ertu að fela?“ Og ég kom ekki upp orði. Þá hélt hún áfram. „Þú þarft ekki að segja mér það, þú þarft bara að vita það sjálfur. Hvað er það sem þú ert að fela? Af hverju ertu alltaf að reyna að stjórna öllu í kringum þig?“ Hún var sjúklega góð í spurningunum og því að halda manni við efnið svo maður var ekkert að tala í kringum hlutina,“ segir Jörgen. Dalama Í miðjum veikindunum 2022 stofn­ aði Jörgen fyrirtækið Dalama jugg- ling and flow, þar sem hann býður upp á hópefli, fyrirlestra og nám­ skeið í sirkuslistum. Bæði til þess að læra sirkuslistir en líka nám­ skeið til þess að læra að nota jugg­ ling eða sirkuslistir sem verkfæri til að læra að hugsa öðruvísi. „Það var kannski ekki besta hugmynd í heimi, að stofna fyrirtækið á þessum tímapunkti. En suma daga getur maður bara allt. Vandamálið er að maður þarf bara að njóta þess ef maður á góðan dag í stað þess að fara af stað með fullt af verkefnum. Og ég fór af stað með þetta stóra verkefni og hélt nokkur námskeið en svo gerðist bara ekkert mikið meira af því að þegar ég kom heim á kvöldin þá bara slokknaði á mér. Ég er til dæmis ekki ennþá búinn að setja upp heimasíðu fyrir fyrir­ tækið. Það vantar ekki fólkið sem hefur sagt mér að það sé ekkert mál að gera heimasíðu og það er eflaust ekkert mál en þegar ég settist fyrir framan tölvuna til að byrja þá bara gerðist ekki neitt. Ég starði bara á tölvuskjáinn tímunum saman,“ segir Jörgen í Skinku­ horni vikunnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify, skinkuhorn.is eða á vefsíðu Skessuhorns. gbþ Jörgen Nilsson er gestur Skinkuhornsins þessa vikuna. Sirkuslistir eru Jörgen hugleiknar. Hann byrjaði að kenna sirkuslistir og juggling í Ungmennabúðunum árið 2007 og er enn hugfanginn af því. Í Ungmennabúðunum á Laugum í Sælingsdal. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.