Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202316 Laust eftir klukkan 18 fimmtu­ daginn 27. október var tilkynnt um árekstur tveggja bíla í Skolla­ dal í Hálsasveit, á þjóðveginum skammt ofan við Hraunfossa. Í öðrum bílnum var Vignir Marías­ son, þriggja barna faðir, afi, eigin­ maður og formaður Verkalýðs­ félags Snæfellinga. Í slysinu klipptist vinstri hendi Vignis af rétt neðan við öxl, níu rifbein brotn­ uðu, gat kom á annað lungað og fékk hann vægan heilahristing. Um tíma var tvísýnt hvort hann myndi lifa slysið af en eftir rúmlega sól­ arhringsdvöl á gjörgæslu var ljóst að svo yrði. Við tóku 57 dagar á Landspítala num í Fossvogi, þrjár skurðaðgerðir, sýklalyfjameðferðir og tveggja og hálfs mánaða endur­ hæfing á Grensás þaðan sem hann mun útskrifast nú í lok mánaðar. Endurhæfingin er þó ævilöng, segir Vignir, en þau hjónin segja já við lífinu og með húmorinn í farar­ broddi eru þeim allir vegir færir. Og það á eftir að sýna sig hér á eftir að þessu fólki finnst gaman að hlæja og brosa. Í bjartri íbúð í Kópavogi settist blaðamaður Skessuhorns niður eitt eftirmiðdegi með Vigni, konu hans Páley Gestsdóttur og dóttur þeirra, Elísabetu Páley Vignis­ dóttur, sem öll voru tilbúin að segja sína sögu frá kvöldinu örlagaríka í Skolladal og raunagöngunni sem á eftir fylgdi. Brot úr sekúndu Um kvöldmatarleytið fimmtu­ daginn 27. október 2022 var Vignir Maríasson á leið frá heimili sínu í Grundarfirði inn í Húsafell. Þau hjónin höfðu tekið á leigu bústað þar og áætluðu að eyða þar helginni í tilefni afmæli Páleyjar á sunnudeginum. Páley hafði komið í bústaðinn á undan Vigni sem þurfti að vinna út fimmtudaginn. Eftir vinnu brenndi hann af stað, hringdi í Páley þegar hann kom að Borgarnesi og spurði hvort eitthvað vantaði úr búð. Svo var ekki þannig hann hélt áfram í austur, yrði kom­ inn í Húsafell eftir um 50 mínútur. Þegar Vignir fór að nálg­ ast Barnafoss var umferð á móti farin að aukast, greinilega margir ferðamenn á svæðinu. Hann hafði einungis fundið fyrir einum hálkubletti á ferð sinni inn Borgar­ fjörðinn en vegurinn hvað næst Barnafossi hafði yfir sér hvíta slikju. Hann keyrði fram hjá afleggjar­ anum að fossinum og upp svo­ kallaðan Skolladal, þar er heldur kröpp vinstri beygja og í beygjunni sá Vignir ljós á móti og gerði sér grein fyrir að hann væri að mæta flutningabíl. Sá bíll var með flat­ vagn í eftirdragi og tók vagninn að rása í hálkunni sem myndast hafði í gilinu. Einungis brot úr sekúndu leið frá því Vignir sá flatvagninn og þar til þeir skullu saman, vagninn og bíll Vignis. Vagninn kom inn í bílinn bílstjóramegin, tók í sundur póstinn við framrúðuna og bíl­ stjórahurðina en fór aftur út áður en kom að póstinum milli fram­ og afturhurðanna. „Ég man allt“ „Ég man allt,“ segir Vignir þegar blaðamaður spyr hann um atburða­ rásina í Skolladal. „Ég man að þegar ég mæti bílnum og sé vagninn á mínum vegarhelmingi þá kemur upp hjá mér flóttaviðbragð og ég ætla strax að beygja út af til hægri. Ég er með vinstri hendina á stýrinu og lyfti henni upp til að beygja út af en ég bara hafði ekki nógu langan tíma,“ segir Vignir og bendir á að miðað við lengd flutningabílsins og hraða beggja bílanna hefði tekið þá innan við eina sekúndu að fara framhjá hvor öðrum. Það var tím­ inn sem hann hafði. „Síðan man ég eftir hávaðanum. Ægilegum hávaða. Bíllinn rennur niður kant­ inn, stoppar þar og þá er enn þá þetta flóttaviðbragð í gangi hjá mér. Ég lít upp og sé að framrúðan er heil þannig ég kemst ekki þar út. Þá lít ég til vinstri, sé að rúðan þar er brotin svo ég spenni mig úr beltinu og ætla þar út. Í þeirri andrá þreifa ég fyrir vinstri hendinni. Ég þreifa á erminni á flíspeysunni við öxl­ ina en gríp í tómt, það var ekkert í erminni. Ég þreifa þá upp og niður eftir erminni og átta mig á málum. Ég er ekkert að fara út sjálfur.“ Enginn sársauki Vinstri hendin var enn föst við lík­ amann, hékk þar á nokkrum sinum að sögn Vignis, og sem næst því lá uppvið vinstra læri hans. Slagæðin fór í sundur og þá þurfa hlutir að gerast hratt. Vignir tók sjálfur upp símann og hringdi í Neyðarlínuna, ökumaður flutningabílsins kom því næst hlaupandi og bað Vignir hann um að taka við símanum og ræða við Neyðarlínuna, hann væri í betra ástandi til þess. Vignir fann þá að hann var farinn að sljóvgast og var ekki alveg í lagi. Hann fann þó hvergi til. „Ég fann engan sárs­ auka. Hinn bílstjórinn talar við Neyðarlínuna í símann og jánkar þar nokkrum spurningum. Hann stingur svo hausnum inn í bílinn, horfir á mig og hverfur svo aðeins frá,“ segir Vignir. Bílstjórinn kom aftur eftir nokkrar sekúndur og spurði hann um líðan. „Lappirnar eru í lagi. Ég veit að hendin er ekki í lagi og það er vont að anda,“ segir Vignir þá sem hóstaði upp blóði. Því næst hljóp bílstjórinn aftur að bílnum sínum og sótti hníf, skar á beltið hjá Vigni og batt það utan um vinstri öxlina til að stöðva blæðinguna. Þá tók Vignir aftur upp símann og hringdi í Páley, sem beið hans í sumarbústaðnum í Húsafelli. Áttaði sig strax á að eitthvað mikið var í gangi „Hann segir að hann hafi lent í árekstri og haldi að hann sé hand­ leggsbrotinn. Ég spyr þá hvort ég eigi ekki að koma en hann þver­ tekur fyrir það, segir að ég skuli ekkert vera að því,“ segir Páley og heldur áfram. „Ég þekki þennan mann. Röddin var frekar skrítin og hann vildi ekki að ég kæmi þannig ég áttaði mig strax á að eitthvað mikið var í gangi,“ segir Páley sem hringdi því næst í elsta son þeirra hjóna, Aðalgeir, upplýsti hann um slysið og að hún væri á leið á slys­ stað. Aðalgeir hringdi þá í föður sinn sem svaraði símanum og ræddu þeir stuttlega saman. Á þeim tíma voru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á slysstað, hjónin Berg­ þór og Hrefna í Húsafelli og menn úr Reykholti sem komu á staðinn á slökkvibíl en það tók sjúkrabíl 20 mínútur að koma á staðinn. Hafist var handa við að saga bíl­ stjórahurðina og um það leiti sem Páley kemur á staðinn er byrjað að vinna að því að færa hann út úr bílnum. Í sömu andrá sér Páley þyrluna fljúga yfir slysstaðinn í átt að flugvellinum í Húsafelli, hvar hún lenti. Engar rjúpur að finna hér fyrir þessi jól Vigni fannst viðbragðsaðilarnir helst til of lengi að pæla í því hvernig ætti að ná honum úr bílnum og var hann orðinn óþreyjufullur. „Svo að ég stakk löppunum út og sagði þeim bara að kippa mér hérna út og vera ekkert að hlusta á mig á meðan. Svo var tekið í fæturnar og svo er tekið í beltið á buxunum mínum og ég bara dreginn út. Þá fyrst fann ég sársaukann,“ segir Vignir. Höndin hafi þá farið á hreyfingu í fyrsta sinn og fallið niður með síðu Vignis sem áttaði sig þá á því að hún var enn föst við hann. „Og það var svo­ lítið vont,“ segir Vignir og hlær. „Þá er þarna einn viðbragðsaðil­ inn sem biður mig innilega fyrir­ gefningar. Ég veit ekkert hver það var en mikið ofboðslega er þeirri manneskju fyrirgefið í dag.“ Páley bætir þá inn í söguna. „Ég horfði á þegar verið var að lyfta honum úr bílnum og sá hendina detta og manneskjunni brá alveg rosalega Ekkert annað í boði en – „Upp og út“ Rætt við Vigni Maríasson, Páley Gestsdóttur og Elísabetu Páley Vignisdóttur Í bjartri íbúð í Kópavogi settist blaðamaður niður eitt eftirmiðdegi með Vigni Maríassyni, konu hans Páley Gestsdóttur og dóttur þeirra, Elísabetu Páley Vignisdóttur. Ljósm. gbþ Afastrákarnir sendu afa sínum gjafir frá Noregi. Sá eldri teiknaði mynd þar sem Vignir var með Leathermann hníf í stað vinstri handar. Sá yngri perlaði á hann hanska, svo hann gæti farið á tónleika og verið með hendur upp í loft. Vignir og Páley njóta þess að hreyfa sig úti í náttúrinni. Hér eru þau í gönguferð Kolgrafafirði 12. mars.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.