Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 29
Búðardalur
Fimmtudagur 30. mars
Aðalfundur félags eldri borgara
kl:13:30 í Rauða kross húsinu
að Vesturbraut 12. Aðalfundur
félagsins haldinn og ársreikningar
yfirfarnir, kosið í stjórn. Veitingar á
sínum stað.
Búðardalur
Fimmtudagur 30. mars
Árshátíð Auðarskóla verður
haldin í kl.17:00 í Dalabúð,
Aðgangseyrir 1.500kr. Fjórar leik-
sýningar verða sýndar, sjoppa á
staðnum og selt í hléi.
Búðardalur
Fimmtudagur 30. mars
Skemmtilegt kvöld í Árbliki frá kl.
19:00 og frameftir kvöldi. Hægt
að koma með prjónana, hann-
yrðirnar, spilin eða bara koma
og spjalla. Hvetjum fólk að koma
saman og eiga góða kvöldstund
saman.
Búðardalur
Föstudagur 31. mars
Kvenfélagið Fjóla, í samstarfi
við Sælureitinn Árblik, heldur
3ja kvölda keppni í félagsvist.
Annað kvöld af þremur fer fram
á föstudaginn og hefst kl. 20.
Þáttökugjald til Kvenfélagsins
er 1.500 kr.- en frítt fyrir 13 og
yngri. Sælureiturinn Árblik selur
veitingarnar.
Borgarnes
Fimmtudagur 30. mars
Ferðabók Gísla Einars verður
sýnd á Landnámssetrinu kl.20.
Miðasala fer fram á tix.is.
Akranes
Föstudagur 31. mars
Kári og Léttir eigast við í Mjólkur-
bikarnum í knattspyrnu karla í
Akraneshöll og hefst viðureignin
klukkan 19.
Ólafsvík
Laugardagur 1. apríl
Reynir Hellissandi og KFK mætast
í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu
karla á Ólafsvíkurvelli og hefst
leikurinn klukkan 14.
Borgarnes
Sunnudagur 2. apríl
Aðalfundur Hollvinasam-
taka Borgarness fer fram á
Landnámssetrinu kl. 17-19.
Farið verður yfir ársreikning,
samþykktir, umræður, verkefni
síðasta árs ásamt næstu verkefni.
Akranes
Sunnudagur 2. apríl
Skallagrímur og KFR mætast í
Mjólkurbikarnum í knattspyrnu
karla í Akraneshöll og hefst viður-
eignin klukkan 19.
Borgarnes
Mánudagur 3. apríl
Skallagrímur og Sindri eigast við
í úrslitakeppni 1. deildar karla í
körfuknattleik í Fjósinu og hefst
leikurinn klukkan 19.15.
Stykkishólmur
Þriðjudagur 4. apríl
Snæfell og Þór Akureyri eigast við
í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í
körfuknattleik í íþróttahúsinu við
Borgarbraut og hefst leikurinn
klukkan 19.15.
Akranes
Þriðjudagur 4. apríl
Fyrirlestur um magasár í hrossum
með dýralækninum Úndínu Ýr
á Æðarodda. Viðburðurinn hefst
kl.18:30.
Borgarnes
þriðjudagur 4. apríl
Styrktartónleikar í Reykholts-
kirkju kl. 20 fyrir hinn tvítuga
Ármann Bjarna Eyjólfsson sem
lenti í alvarlegu vinnuslysi í febr-
úar. Slysið leiddi til þess að hann
missti annan fótinn en hann er
nú í endurhæfingu á Grensás-
deild. Tónleikarnir eru á vegum
Kvenfélags Reykdæla en fram
koma Söngbræður, Freyjukórinn,
Reykholtskórinn, Helgi Heiðar
Stefánsson og Kristleifur Heiðar
Helgason. Kaffiveitingar í hléi.
Aðgangseyrir: 3.000 kr.
Akranes
Miðvikudagur 5. apríl
ÍA og Sindri eigast við í riðli 1 í C
deild kvenna í Lengjubikarnum
í knattspyrnu í Akraneshöll og
hefst leikurinn klukkan 18.
Stykkishólmur
Miðvikudagur 5. apríl
Uppistand með þeim Sögu
Garðarsdóttur og Snjólaugu
Lúðvíksdóttur hefst kl. 20:30 á
Fosshótel Stykkishólmi. Grínið
spannar eðlilegar heimilis-
aðstæður til erfiðra gelludjamma.
Miðasala er í gangi á tix.is.
Á döfinni
Nýfæddir Vestlendingar
21. mars. Drengur.
Þyngd: 3.805 gr. Lengd: 52 cm.
Foreldrar: Sunneva Líf Lorange og Guðjón
Reynir Guðjónsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Inga María Hlíðar Thorsteinson.
20. mars. Stúlka.
Þyngd: 3.138 gr. Lengd 48 cm.
Foreldrar: Sólveig Guðmundsdóttir og Andri
Már Marteinsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir.
21. mars. Drengur.
Þyngd: 4.162 gr. Legnd: 2 cm.
Foreldrar: Monika Prosinska og
Piotr Klukowicz, Grundarfirði.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Drengurinn hefur fengið nafnið
Nikodem Klukowicz.
24. mars. Stúlka.
Þyngd: 4.000 gr. Lengd: 51 cm.
Foreldrar: Hulda Karen Sigurðardóttir og Hall-
dór Bjarki Ólafsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Málfríður Stefanía Þórðardóttir.
Þessa dagana er mikið húllum
hæ í Brekkubæjarskóla á Akra
nesi. Undanfarnar vikur hafa nem
endur og starfsfólk verið að undir
búa árshátíð, en hún hefur ekki
verið haldin í skólanum síðan
2019. Nú er komið að því að sýna
afrakstur vinnunnar og í þessari
viku eru sýningar fyrir nemendur
og almenning. Nemendur úr 1.10.
bekk eru með atriði á sýningunum
auk þess sem tæknimenn og sviðs
menn koma líka úr hópi nemenda.
Fyrstu sýningarnar voru í gær,
þriðjudag, en einnig í dag miðviku
dag og fimmtudag. Sýnt er tvisvar
á dag klukkan 17.30 og 19.30 alla
dagana. Leikur, söngur, dans og
gleði. Tilvalið að koma sér í gleði
gírinn fyrir páskafríið.
-fréttatilkynning
Hinn tvítugi Ármann Bjarni
Eyjólfs son varð fyrir vinnuslysi í
síðasta mánuði þegar þriggja tonna
steypueining endaði á vinstri fæti
hans með þeim afleiðingum að
fjarlægja þurfti fótinn við miðjan
legg. Hann hefur nú verið í endur
hæfingu á Grensásdeild síðan 15.
mars en taka átti saumana í gær og
er nýr fótur væntanlegur fyrir helgi.
Ármann er úr Stafholtstungum í
Borgarfirði. Nú ætla kórar í héraði
ásamt fleirum að sameina krafta sína
í samstarfi við Kvenfélag Reykdæla.
Kórarnir munu halda styrktartón
leika fyrir Ármann þar sem ljóst er
að mikil og kostnaðarsöm endur
hæfing er framundan hjá honum.
Tónleikarnir munu eiga sér stað
í Reykholtskirkju, þriðjudaginn
4. apríl næstkomandi og hefjast
klukkan 20. Aðgangseyrir er 3.000
krónur og rennnur hann óskiptur
til Ármanns en einnig er hægt að
styrkja Ármann Bjarna með því að
leggja inn á reikningsnúmer 0354
26009190 og kennitölu 530679
0129, en reikningurinn er í nafni
Kvenfélags Reykdæla.
Fram koma á tónleikunum Söng
bræður, Freyjukórinn, Reykholts
kórinn, Helgi Hreiðar Stefánsson
og Kristleifur Heiðar Helgason.
Kaffiveitingar verða í hléi.
sþ
Kórar í Borgarfirði
halda styrktartónleika
fyrir Ármann Bjarna
Árshátíðarsýningar að
hefjast í Brekkubæjarskóla