Fréttablaðið - 30.03.2023, Qupperneq 13
K Y N N I NG A R B L A Ð
ALLT
FIMMTUDAGUR 30. mars 2023
Jóhanna Eva segir það gríðarlega mikilvægt að halda til haga gömlu handverki, áhöldum, aðferðum og öðru. Það vitnar til um söguna og gerir okkur kleift að
tengjast fólkinu sem fór á undan okkur. Sjálf er hún áhugamanneskja um allt sem gamalt er og sækir mikið í það. Mynd/Eyþór Bjarnason
Tímahylki saumakvennanna
er að finna í búð á Ísafirði
Að stíga inn í Földu hannyrðaverslun og saumastofu á Ísafirði er eins og að ganga inn í
tímahylki til ársins nítjánhundruð. Þar úir allt og grúir af fallegum munum og handverks-
vörum; gömlum, splunkunýjum og nýjum í gömlum stíl. 2
Danir hafa áhyggjur af vaxandi
notkun ungmenna á nikótínvörum.
FrÉTTaBLaÐIÐ/GETTy
elin@frettabladid.is
Íbúar á Jótlandi í Danmörku
hafa sent bréf til Sophie Løhde,
innanríkis- og heilbrigðisráðherra,
þar sem þeir lýsa yfir verulegum
áhyggjum vegna nikótínvenja
unglinga, að því er danska ríkis-
útvarpið greinir frá. „Undanfarin
ár höfum við verið að sjá að neysla
barna og ungmenna á nikótín-
vörum eins og neftóbaki, nikótín-
púðum og rafréttum hefur verið að
aukast mikið,“ segir í bréfinu.
Einnota rafrettur eru mjög
vinsælar en þeim er hent eftir
ákveðinn fjölda blástra. Þær inni-
halda bragðefni eins og melónu
eða piparmintu og höfða mjög til
ungs fólks. Puffbar eru þær kall-
aðar í Danmörku. Í bréfinu segir
að heilbrigðisnefnd á svæðinu sé
að berjast við ósanngjarna her-
ferð markaðsafla þegar kemur
að nikótínvörum. Til dæmis fer
sú markaðssetning fram á sam-
félagsmiðlum eins og Snapchat og
TikTok.
Slæm þróun
Margt bendir til þess að það sé
ekki einvörðungu á Jótlandi sem
ungt fólk ánetjist nikótínvörum.
Tölur frá danska heilbrigðis-
eftirlitinu segja að 14% barna á
aldrinum 15 til 19 ára noti slíkar
vörur. Skólayfirvöld hafa verið
að fræða ungmenni um hættuna
af neyslu þessara efna. Samt sem
áður fjölgar þeim stöðugt sem
falla fyrir nikótíninu. Með bréfinu
hvetja þau heilbrigðisráðherra til
að skoða löggjöfina og hvort hægt
sé að spyrna við fótum í þessari
þróun. n
Nikótín og börn
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is