Fréttablaðið - 30.03.2023, Page 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Jóhanna María Einarsdóttir jme@frettabladid.
is, s. 550 5769 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 |
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Jóhanna Eva Gunnarsdóttir
hefur rekið Földu á Ísafirði síðan
í október 2022. „Þetta var löng
fæðing og í raun átti ég ekki krónu
í þetta nema saumavélarnar og þau
verkfæri sem ég þurfti. Það varð
allt í einu sprenging í faginu eftir
áramót og helst þyrfti ég að klóna
mig til að anna eftirspurn, eða fá
inn aðra manneskju á saumastof-
una,“ segir Jóhanna og hlær.
„Í dag er ég helst í viðgerðum og
breytingum á þjóðbúningum. Á
næstu mánuðum mun ég breyta
örlítið um stefnu og færa mig inn
í sérsaum, breytingar og lagfær-
ingar fyrir stærri viðburði eins og
fermingar, árshátíðir og brúðkaup
sem dæmi. Svo er stefnan tekin á
að bjóða upp á ýmis saumanám-
skeið og sauma þjóðbúninga.“
Orðin ekta Ísfirðingur
Jóhanna er menntaður kjóla-
meistari og hefur klárað eitt
ár í diplómu í textíl við Mynd-
listarskólann í Reykjavík. „Ég hef
mikla þörf fyrir það að afla mér
þekkingar á hannyrðum, listum,
textílforvörslu og fornleifafræði.
Ég hef sótt ýmis námskeið tengd
íslenska þjóðbúningnum og svo
er nýjasta nýtt bútasaumurinn. Ég
er líka hrifin af víravirki, hef lokið
námskeiði í því og stefni á að afla
mér frekari þekkingu á því í fram-
tíðinni. Mig langar að klára seinna
árið í textílnáminu en þegar það
átti að hefjast var ég að eiga fjórða
og yngsta barnið okkar Eyþórs
Bjarnasonar.“
Í janúar 2021 fluttu þau skötu-
hjúin til Ísafjarðar, sem var
nokkuð stórt stökk fyrir Jóhönnu.
„Eyþór er frá Ísafirði og Bolungar-
vík og öll hans fjölskylda er héðan.
Ég þekkti engan nema tengda-
fjölskylduna og það tók smá tíma
að komast inn í samfélagið. Í
dag finnst mér ég þó verða orðin
Ísfirðingur, sérstaklega eftir að
Falda opnaði,“ segir Jóhanna.
Ástríðan fæddist óvart
Jóhanna skráði sig á sínum tíma
óvart í fatasaum í Tækniskólanum
í Reykjavík, haldandi að um fata-
hönnunarnám væri að ræða. „Ég
komst að því í fyrsta sníðagerðar-
tímanum, en varð í raun ástfangin
af þessu fagi því ég hef alltaf haft
gaman af saumaskap og handverki.
Ég fékk mína fyrstu saumavél sex
ára gömul. Hún var reyndar bara
barnasaumavél en ég gat saumað
ýmislegt fyrir dúkkurnar. Tólf ára
fékk ég svo alvöru heimilissauma-
vél og þá varð ekki aftur snúið,“
segir Jóhanna.
„Ein af mínum fyrstu minn-
ingum er ég að leika mér í tölu-
boxinu hennar ömmu og svo þegar
ég sá, eða tók eftir, upphlut í fyrsta
skiptið. Líklega hef ég verið um sjö
ára og þá þegar var komin ástríða
hjá mér fyrir að læra að sauma, og
þarna fæddist draumurinn um
að sauma mér upphlut. Í dag er
markmiðið að sauma alla íslensku
þjóðbúningana og deila þekkingu
minni til annarra sem eiga sama
draum og ég sem barn.“
Fataviðgerðir fyrir jörðina
Jóhönnu finnst sem skilningur um
mikilvægi endurnýtingar sé sífellt
að aukast. „Við höfum aðeins eina
jörð og framleiðsla á textíl hefur
neikvæð áhrif á umhverfið og sam-
félagið. Áhrifin magnast samhliða
því sem fólk kaupir meira og notar
í styttri tíma og það er ljóst að lífs-
stíll sem felur í sér að nýta hráefni
einu sinni og farga svo endanlega,
gengur ekki upp til lengdar.
Sökum lágs verðs kaupum við
oft flíkur án þess að hugsa út í
hvort við þurfum á þeim að halda,
hve lengi þær munu að endast
eða hvort við eigum eitthvað sem
hefur sama notagildi. Eftir því sem
vöruverð lækkar er fólk ólíklegra
til að fara með flíkur í viðgerð. Með
lægra vöruverði minnka gæðin og
endingartíminn styttist. En með
því að nýta sér viðgerðarþjónustu
eða gera við sjálfur má oft tvöfalda
endingartíma flíkur.
Góð leið til að draga úr neyslu
er að kaupa fáar flíkur, góðar og
vandaðar. Einnig er gott að spyrja
sig hvort innkaupin veiti okkur
raunverulega hamingju. Auk þess
er virkilega gaman að eiga sér-
saumaða flík sem þú hannar alveg
sjálf/ur/t og passar fullkomlega.
Það er mikil vakning hjá fólki
um að láta gera frekar við heldur
en að hlaupa strax í næstu verslun
og kaupa nýtt. Þetta er kannski
öðruvísi hér á Ísafirði enda er
fataúrvalið nokkuð takmarkað.
Mikið af því sem kemur inn á
stofuna eru úlpur og annar dýr úti-
fatnaður sem er hagstæðara að laga
en að henda. Einnig sinni ég mikið
breytingum á nýjum fötum eins
og að stytta buxur og jakkaermar,
stytta eða þrengja kjóla og fleira.
Mest er að gera í kringum brúð-
kaup, árshátíðir, fermingar og jólin
því þá vill fólk að flíkurnar passi
sem allra best. Fólk er auðvitað
mismunandi vaxið og staðlaðar
stærðir í verslunum passa sjaldnast
fullkomlega,“ segir Jóhanna.
Með söguna í saumavélinni
Reglulega koma breytingar og
lagfæringar á gömlum fatnaði eða
handverki inn á borð til Jóhönnu
sem henni þykir sérlega dýrmætt.
„Mest eru konur að koma með
upphlut í breytingu eða peysuföt
ömmu eða mömmu sem þær vilja
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
Jóhanna Eva
segir fólk vera
orðið með-
vitaðra um að
endurnýta og
gera frekar við
fatnað í stað
þess að henda
honum og
kaupa bara nýtt.
Mynd/EyÞóR
BJARnASon
Verslunin er eins
og tímahylki þar
sem hægt er að
gleyma sér við
að skoða alls
konar gamla
hluti, blúndur
og fleira.
MyndiR/
JóHAnnA EVA
Jóhanna man eftir sér sem lítilli stelpu að leika sér að töluboxi ömmu sinnar.
Hér má meðal annars sjá hundrað
ára gamlar heklunálar úr beini og
gamalt víravirki.
nota á þorrablóti. Einstaka sinnum
fæ ég að sauma upp gamalt hand-
verk í púða. Eitt sinn hlaut ég þann
heiður að sauma 70 ára gamalt
milliverk í rúmfatnað, sem var
virkilega gaman.
Einu sinni komu inn gömul og
virkilega vönduð jakkaföt sem
höfðu verið sérsaumuð handa afa
fermingardrengsins. Það var mér
heiður að breyta þeim og skoða
hvernig þau voru saumuð á sínum
tíma. Einnig hef ég fengið inn
gamla brúðarkjóla í breytingu. Í
einum kjólnum höfðu bæði amma
og móðir brúðarinnar gift sig. Það
koma reglulega inn skírnarkjólar
sem þurfa smá lagfæringar og eða
að sauma inn í pilsið upphafsstafi
barns og dagsetningu skírnardags-
ins. Þetta eru oftast skemmtileg-
ustu verkefnin og þau fjölbreytt-
ustu. Mér þykir virkilega vænt um
það traust sem viðskiptavinurinn
hefur til mín til að laga og eða
klára fyrir sig handverk og fatnað.
Oftar en ekki er mikil vinna lögð í
hvern hlut og svo má ekki gleyma
tilfinningunum sem viðskipta-
vinurinn hefur til hlutarins.“
Hundrað ára gamlar heklunálar
Jóhanna elskar allt sem gamalt er
og það sést í versluninni. „Gamlir
hlutir eru eins og lifandi skrár yfir
kynslóðir fyrri alda og gera okkur
kleift að tengjast sögunni og fólk-
inu sem fór á undan okkur. Það má
læra svo margt af gömlum munum,
hvernig þetta var eitt sinn gert og
hvernig það er gert í dag. Gömul
listaverk, skartgripir eins og víra-
virki, húsgögn, gamlar saumavélar
og ýmis textíll og fatnaður frá fyrri
öldum er heillandi. Það er ótrúlegt
að skoða og sjá hvernig hlutirnir
voru búnir til með verkfærum
fyrri alda. Ég hugsa oft að ég gæti
auðveldlega saumað einn kjól frá
átjándu öld með nútíma verk-
færum eins og saumavélunum,
sem nánast sauma fyrir mann.
Að halda á hundrað ára gamalli
heklunál úr beini fær mann til að
hugsa um sögu hennar. Hve mikið
hefur verið heklað með henni?
Hvernig var sá eða sú sem átti fyrst
af öllum þessa fornu fingurbjörg?
Var hún gjöf? Hver er sagan á bak
við þetta aldargamla víravirki
sem hlýtur að hafa krafist mikillar
þolinmæði og ástríðu af lista-
manninum?
Sagan á bak við hvern hlut er
mikil en líka óljós, dularfull og
rómantísk. Gömul saumaáhöld
glatast oft því mörg vita ekki hvað
þau eru með í höndunum. Ein
af fyrstu hugmyndum mínum
fyrir Földu var að bjóða upp á
gömul saumaáhöld en líka ný
áhöld hönnuð og framleidd eftir
gamaldags áhöldum. Það er svo
mikilvægt að varðveita þessa sögu,
sögu klæðskurðar, hannyrða og
sögu allra kvenna sem kallaðar
voru „saumakonur“. Það voru þær
sem saumuðu fyrir klæðskerana
í gamla daga sem voru að mestu
karlmenn. Þær gleymast oft því
saumaskapur hefur alltaf verið til
staðar. Það er svo mikið af gömlu
handverki og aðferðum sem fáir
kunna og deyr út með tímanum ef
því er ekki haldið við. Það má ekki
gerast,“ segir Jóhanna. n
Einnig hef
ég fengið
inn gamla
brúðar-
kjóla í
breytingu.
Í einum
kjólnum
höfðu bæði
amma og
móðir
brúðar-
innar gift
sig.
2 kynningarblað A L LT 30. mars 2023 FIMMTUDAGUR