Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2023, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 30.03.2023, Qupperneq 27
Ég var fyrir tilviljun greindur á einhverfu­ rófi 63 ára gamall, ég þurfti að Googla það og þá hreinlega varð ég agndofa. Jóhann S. Vilhjálmsson Jóhann S. Vilhjálmsson opn- aði sýninguna Ritaðar myndir í Hafnarborg um síðustu helgi. Straumhvörf urðu í lífi Jóhanns þegar hann veiktist alvarlega um sextugt og sneri sér alfarið að listsköpun. tsh@frettabladid.is Ritaðar myndir í Hafnarborg er fyrsta einkasýning Jóhanns í íslensku safni en hann hefur áður sýnt verk sín í ArtReach Gallery í Portland í Oregon 2019. Jóhann byrjaði ungur að teikna en vann sem pípari stærstan hluta starfs ævinnar, hann helgaði sig svo myndlistinni eftir að hann veiktist alvarlega um sextugt og hætti að vinna. „Ég hef ekki gert neitt annað síðan 2010 en gegnum árin þá málaði ég alltaf og teiknaði með vinnu,“ segir Jóhann. Þótt myndir Jóhanns séu abstrakt þá líkjast sumar þeirra fagurlega lýstum miðaldahandritum þar sem sjá má óræðan texta með svo- kallaðri asemískri skrift (dregið af grísku: án merkingar). „Hugmyndin að þessum römm- um sem eru í kring og því sem skrif- að er í kring er að í mínum huga er tíminn ekki línulegur, hann rennur ekki beint, tíminn þyrlast í allar áttir og ég skrifa tímann þannig, hann er eins og ómur af orðum,“ segir Jóhann um myndir sínar. Er textinn þá einhvers konar birt- ingarmynd tímans? „Já, textinn sem ég nota. Þá kall- ar það aftur á orminn langa sem umlykur heiminn, þannig umlykur tíminn myndina og allt innan tím- ans og innan rammans, er veröld myndarinnar.“ Sannleikur textans Textinn sem sjá má í myndum Jóhanns er ekki á neinu þekktu rit- máli og vísar ekki til neinna þekktra orða eða hljóða. „Þetta er alls ekki tungumál en þú getur lesið það sem hvað sem er. Hvaða tilfinning sem þú færð við að horfa á myndina, það er sann- leikur textans, textinn er í raun og veru þinn. Þegar ég skrifa það þá er það eingöngu tilfinningalegt f læði sem ég hleypi út í gegnum hægri höndina á mér. Ég má ekki reyna að hugsa rökrétt, þá fer ég allt í einu að skrifa stafi og það vil ég helst ekki,“ segir Jóhann. „Það þarf að lesa þennan texta með ímyndunaraflinu en ekki rök- skilningi,“ bætir Jón Proppé við, sem sýningarstýrði sýningunni ásamt Erling T. V. Klingenberg. Jón segir þá Erling hafa heillast af myndlist Jóhanns strax þegar þeir komust í kynni við hana. „Við Erling erum nú báðir svolítið gamlir í hettunni og það er ekki oft sem eitthvað svona kemur okkur á óvart og kveikir í okkur. Erling hringdi í mig og hafði þá frétt af Jóhanni og sagði: „Jón, við verðum að fara að heimsækja þennan mann, skoða þetta og reyna að búa til sýn- ingu.“ Það eru nokkur ár síðan, það var fyrir Covid en þá náttúrlega hættum við ekki fyrr en við vorum búnir að því,“ segir Jón. Nákvæmni í flæði Jón segir það ljóst að á bak við hverja mynd Jóhanns liggi mikil nákvæmnisvinna. „Ég held að allir sem komi hingað sjái hvað það er mikil einbeiting og mikil vinna að ná þessu f læði sem Jóhann talar um. Þetta er nákvæmnisvinna sem þarf samt að gerast í f læði,“ segir hann. Að sögn Jóhanns hjálpar það honum við listsköpunina að vera á einhverfurófi en hann fékk þó ekki greiningu fyrr en á efri árum. „Ég var fyrir tilviljun greindur á einhverfurófi 63 ára gamall, ég þurfti að Googla það og þá hrein- lega varð ég agndofa. Hvað segir ekki Van Morrison: „And it stoned me to my soul.“ Þá fyrst fór ég að skilja alla mína æsku, fór að skilja samskipti mín við fólk og hvers vegna ég get einbeitt mér óhugnan- lega að tölunni á skyrtunni þinni en ég gæti aldrei sagt hvernig úlpan þín er á litinn, vegna þess að hún reg- istrerar ekki hjá mér,“ segir Jóhann. Ætlaði í myndlistarnám Spurður um hvað hafi komið til að hann hellti sér út í listina á full- orðinsárum segist Jóhann ekki hafa getað unnið eftir alvarleg veikindi. „Ég hafði sem unglingur ætlað mér í Myndlista- og handíðaskólann en hlutirnir æxluðust þannig að ég eignaðist nokkur börn mjög ungur og þurfti þá að fara að vinna, þannig að það varð ekki úr skólagöngunni. En þetta bjó alltaf í mér og ég hafði alltaf teiknað,“ segir hann. Að sögn Jóhanns gerði hann svo uppgötvun sem átti eftir að breyta lífi hans þegar hann var staddur í Sacré-Cœur kirkjunni í París ásamt eiginkonu sinni heitinni. „Við konan mín höfðum verið á ferðalagi í París og vorum í Sacré- Cœur að skoða tréútskurðinn hægra megin í kirkjunni þegar maður kemur inn. En á sama tíma var skírn við altarið og á einum tímapunkti þegar presturinn fer að tóna þá sé ég hljóminn koma eins og hvíta slæðu eftir kirkjuloftinu öllu, ég hélt ég væri að klikkast og sagði ekki orð við neinn,“ segir hann. Eins og að koma heim Jóhann segist hafa átt svipaða upp- lifun á safni í Istanbúl og í Póllandi en seinni listrænu straumhvörfin í lífi Jóhanns áttu sér svo stað þegar hann uppgötvaði asemíska skrift fyrir tilviljun í gegnum konu í San Francisco sem hann hafði átt í sam- skiptum við á Facebook. „Ég fékk það á tilfinninguna þegar hún var að lýsa umhverfi sínu að hún væri inni á einhvers konar stofnun en hún gat horft út um gluggann og séð almennings- garð. Síðan fór hún að segja mér frá ævi sinni en ævi hennar var alltaf að gerast fyrir utan gluggann hjá henni. Þetta gekk í nokkurn tíma, um sex mánuði, það var gaman að spjalla við hana en það sló stundum út í fyrir henni og hún hélt ég væri Þjóðverji öðru hvoru og héti Günter en ekki Jóhann þótt ég segði henni það. Hún hverfur síðan alveg af sjónarsviðinu þangað til þremur mánuðum seinna að hún poppar upp einu sinni og segir við mig: „You belong with the asemic people.“ Og slökkti svo á.“ Jóhann segist ekki vita önnur deili á konunni eða hvort hún sé yfir höfuð sú sem hún sagðist vera en þessi ummæli leiddu hann þó á slóðir Facebook-hópsins Asemic Writing þar sem hann uppgötvaði sitt samfélag. „Ég Googlaði asemic og fór inn á Asemic Writing: The New Post- Literate, sem vinur minn Michael Jacobsson stjórnar og það var eins og að koma heim, það var ótrúleg tilfinning,“ segir Jóhann og bætir við að lokum: „Asemísk skrift er eins og ilmur af ósögðum orðum.“ n Ilmur af ósögðum orðum tsh@frettabladid.is Listbókamessan Reykjavík Art Book Fair verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í dag klukkan 17.00 og stendur yfir til sunnudags. Á Reykjavík Art Book Fair koma saman innlend og erlend forlög, útgefendur og listamenn og selja eigin verk og útgáfur. Á listbókamessum ægir gjarnan saman sjálfstætt starfandi lista- mönnum og listamannareknum rýmum, galleríum, söfnum og óhefðbundnum bókaforlögum, aðgerðasinnum, ljóðskáldum, list- nemum, bóhemum og menningar- vitum sem kynna eða kynna sér bókverk, ritlinga, hönnunargripi, listtímarit, sýningarskrár, ljóða- bækur og ýmislegt fleira. „Hægt verður að kaupa sér kaffi- bolla í Portinu og dóla sér á milli söluborða þátttakenda, en við erum mjög ánægð með sýnendur, þeir eru bæði fjölbreytilegir og koma víða að og gaman að sjá að nokkrir koma erlendis frá líka. Sambærilegir bókverkamarkaðir eru haldnir um allan heim og við sjáum fyrir okkur að þetta sé viðburður sem getur þró- ast í forvitnilegar áttir hér á landi. Bókverk eru heill heimur út af fyrir sig og við hvetjum gesti til að kíkja við í Hafnarhúsinu frá fimmtudegi til sunnudags, grúska og kynna sér það sem verður í boði og spjalla við þátttakendur,“ segir Edda Kristín Sigurjónsdóttir, skipuleggjandi Reykjavík Art Book Fair. Listbókamessan er unnin í sam- starfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Reykjavíkurborg. Nemendur úr Listaháskólanum munu sýna verk sín þar og eins munu nemendur úr blómaskreytingum í Garðyrkju- skólanum á Reykjum glæða rýmið lífi með blaðsíðum sem þeim fylgja, lauf blöðum, krónublöðum og bikar blöðum sem kjörið er að lesa með líkamanum, eins og vafalaust sum bókverkanna sem verða til sýnis og sölu. Þá mun myndlistarmaðurinn Þóra Sigurðardóttir, sem hefur unnið bæði í tví- og þrívíða miðla, verða með listamannaspjall á sunnudaginn klukkan 15 þar sem hún mun meðal annars segja frá verkum sínum og aðferðum. Þóra dvaldi nýlega í vinnustofu í Berlín þar sem hún vann að prent- verkum sem hún prentar á vinnu- stofu Íslenskrar grafíkur um þessar mundir. n Listbókamessa í Hafnarhúsinu Á Reykjavík Art Book Fair koma saman innlend og erlend forlög, út- gefendur og listamenn og selja eigin verk og útgáfur. Mynd/Aðsend Við erum mjög ánægð með sýnendur, þeir eru bæði fjölbreytilegir og koma víða að og gaman að sjá að nokkr­ ir koma erlendis frá líka. Edda Kristín Sigurjónsdóttir Jóhann S. Vilhjálmsson listamaður og Jón Proppé sem sýningarstýrði sýningunni ásamt Erling T. V. Klingenberg. FréttAblAðið/Anton brink Þótt myndir Jóhanns séu abstrakt þá líkjast sumar þeirra fagurlega lýstum miðaldahandritum með óræðum texta með asemískri skrift. FréttabLaðIð menning 1930. mars 2023 FimmTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.