AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 20
timburhúsa gagnvartslagregnsálagi. Við höfum hins vegar oft séð að lausnir, þar sem vatnsleiðandi hlut- verk vindvarnarinnar hefur gleymst, hafa bilað og vatn komist í gegnum klæðninguna alla. Þetta á ekki síst við um lausnir sem byggjast á texi sem lagt er saman á röndum. Texið hefur verpt sig og myndar gap á brúnunum og „veiöir" í raun vatnið og veitir því inn. Sama gildir um vindvörn sem byggist á „pol- ymer“-herslu á yfirborði einangrunarinnar. Vatn sem rennur niður þetta lag kemst á bak við einangrunina á samskeytum. Einnig er mikilvægt að huga að fest- ingum sem geta leitt vatn framhjá vatnsvörninni og á bak við einangrun og þarf þá að setja lokun á fest- ingarnar. Ráðlegging: Aldrei að sleppa vindvörninni ef vatn má ekki fara á bak við klæðninguna. Nota einungis vindvörn (vatnsvörn) sem myndar heila kápu á bak við klæðninguna. Athuga þarf kröfur til brunaöryggis. LOFTUN Loftunin hefur að okkar mati tvíþætt hlutverk, þ.e. að þurrka burt raka og mynda loftbil sem drepur niður rakaflæði inn á við. Seinna hlutverkið vill oft gleymast enda er því af nauðsyn sleppt í óloftræstum klæðn- ingum. Kostur þess að hafa loftbilið er hins vegar ótvíræður. Hins vegar teljum við að tillögur erlendra framleiðenda varðandi stærð þessa loftbils og ekki síður stærðir inn- og útloftunaropa byggist á van- þekkingu á íslenskum aðstæðum. Ef inn- og útloftun- aropin eru of stór er hætta á að of mikið vatn komist inn á bak við klæðninguna. Það er að okkar mati misskilningur að klæðningar megi vera galopnar. Erlendir framleiðendur binda hins vegar ábyrgð sína oft við þessar kröfur en valda þá í leiðinni stundum vandamálum í uppbyggingunni á bak við. Við teljum að gefa þurfi því miklu meiri gaum að hanna lokanir á hliðum þar sem vatn getur auðveldlega læðst fram- hjá. Hins vegar sjáum við oftar og oftar að það er að vísu loftbil á bak við klæðninguna en það vantar alla inn- og útloftun. Þetta er ótrúlega algengt og við sjá- um oft kíttað í þessi göt mjög vel og vandlega. Þetta á ekki síst við um frágang klæðninga niður við sökkla eða þar sem klæðning gengur niður að svölum. Þar er oft tekinn dúkur og límdur upp á klæðninguna. Þetta er ekki bara eðlisfræðilega rangt heldur leiðir einnig til þess að vatn sem kemst á bak við klæðn- inguna kemst ekki út aftur og lekur þá gjarnan inn. Þetta er einnig mjög algengt við glugga. Þar vantar oft loftunina algjörlega. KLÆÐNING OG FRÁGANGUR HENNAR Þetta væri efni í heila sjálfstæða grein og verða ekki gerð hér nein skil. Mikilvægt er að efnisval og fram- boð fari að verða fjölbreyttara en um leið verður enn mikilvægara að efnin gangi í gegnum þau próf sem nauðsynleg eru talin til að standast íslenska veðráttu. Algjör nauðsyn er að setja upp sem fyrst samræmdar kröfur að því er þetta snertir. Erlendis eru efnin oft í raun prófuð tiltölulega þurr (t.d. við 80% raka). Þetta er ófullnægjandi að okkar mati. Þensla flestra raka- drægra efna er mest þegar efnisrakinn fer að nálgast 100% hlutfalls raka og það hefur komið hér fyrir að klæðningarefni hafa þanist miklu sterkar út en fram- leiðendur gáfu upp og fúgur lokast og klæðningin bólgnað út. Þá teljum við einnig að klæðningarefnið eigi að þola frost í blautu ástandi en það er krafa sem yfirleitt er óþarfi að setja fram erlendis. Áður hefur verið minnst á ónóga neglingu plötuklæðninga sem er ótrúlega algeng. KÍTTIÐ ER BESTI VINUR VERKTAKANS Við höfum hér að framan bent víða á að okkur þyki oft verulega skorta á að einhver hugsun sé í klæðn- ingunum og á það þá bæði við um útlit og útfærslur sem og tæknilegar lausnir. Oft fer það þá svo að grípa þarf til lausnarefnis sem á sér langa og stund- um ekki alveg óflekkaða sögu í byggingariðnaðinum en það er kíttið. Mynd 2 sýnir algenga lausn í áfellum. En þótt við fylgjum því mjög að menn hugi vel að samskeytum byggingarhluta og hvernig hlutir eru Mynd 2. Algeng lausn í frágangi klæðninga sem ekki var hugsuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.