AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 21
felldir saman teljum við að of langt hafi verið gengið á mynd 3 þar sem áfellan er felld að sprungukerfi ónýtrar steypu. AÐ KLÆÐA AF SÉR VITIÐ Við höfum oft orðið vör við það að álitið er að hægt sé að klæða yfir alla steypu og hún sé þar með komin í lag. Því miður er það ekki svo. Mynd 3. Áfella felld vel að sprungukerfi ónýtrar steypu. Nýlega sendi byggingafulltrúinn í Reykjavík frá sér bréf þar sem hann gerði nákvæma grein fyrir þeim athugunum sem embættið krefst að gerðar verði áður en steyptir veggir verði klæddir. Við höfum heyrt að margir telji að hér sé um óþarfa smámunasemi að ræða, ekkert geti komið fyrir steypu eftir að búið sé að klæða hana af og því muni nú rísa upp meðal tæknimanna stétt sem áður fyrr fannst meðal iðnaðar- manna og stundaði þá iðju að selja nafnið sitt til uppá- skriftar fyrir vinnu sem þeir aldrei framkvæmdu. Það er nefnilega ætlast til þess að sá sem hyggst klæða hús leggi fram greinargerð frá til þess hæfum aðila sem geri grein fyrir ástandi steypunnar sem klæða á. En er þá einhver ástæða til að vera með allt þetta vesen? Því miður er það svo. Saga íslensks bygg- ingaiðnaðar er ein allsherjar sönnun á lögmáli Murphys sem segir: „Allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis". Því miður hefur ekki náðst nægilega góður árangur í hefðbundnum viðhaldsaðgerðum enda er fjarri lagi að lagt sé fram nægilegt fé í viðhaldsrannsóknir. Fólk er því að gefast upp á slíkum aðgerðum og nú stefnir Reykjavík í það að verða „hin Steni-klædda borg". Og fólk er ánægt með að þurfa ekki lengur að horfa á sprungur og morkna steypu í útveggjum húsanna sinna. En nægir alltaf að setja plástur á krabbamein? í steypu frá vissum tíma sem við erum oftast að fela á bak við klæðningu er klór sem kom með óþvegnum sjávarefnum sem notuð voru í steypuna. Klór er sér- lega hættulegt vegna þess að það getur valdið ryð- myndun í steypustyrktarstálinu og eykur rakadrægni steypunnar. Og einhvern tilgang hafði steypustyrkt- arstálið í upphafi. Jú, það ber oftast mannvirkið uppi. Það er hins vegar hægt að leggja mat á þessa hættu með því að mæla ýmsa þætti, svo sem steypuhulu járnanna.dýpi sýringar og rakastig og klórmagn steypunnar. Síðan er hægt að leggja reikningslegt mat á framþróun skemmdavaldanna og meta þannig hvort líklegt sé að ryðmyndun geti orðið hættuleg á líftíma klæðningarinnar. En það er betra að loka ekki augunum fyrir hættunni og það er líka betra að vera þess minnug að varað var við þeim steypuskemmdum, sem við erum nú að glíma við, þegar fyrir þrjátíu árum. Mynd 4 sýnir steypustyrktarstál sem er að hverfa vegna ryðmyndunar í útvegg í rúmlega 20 ára húsi í Reykjavík eftir að sýring hafði náð inn að járni. Nær engin merki voru sýnileg á yfirborðinu. Við skulum því bara halda áfram að trúa á Murphy í byggingariðnaðinum: Það fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis. ■ Mynd 4. Sterk ryðmyndun í steypustyrktarstáli án sýnilegra ummerkja á yfirborði. -| q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.