AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 28
BJÖRN MARTEINSSON VERKFRÆÐINGUR, HILDUR RÍKARÐASDÓTTIR VERKFRÆÐINGUR, JÓN SIGURJÓNSSON VERKFRÆÐNINGUR.
UTVEGGJAKLÆÐNING A
STEYPTA VEGGI
Alag á vegg
Útvegg húsa er ætlað að afmarka úti-
og innirými og gera kleift aðhalda æsktu
innihitastigi með viðráðanlegum kostn-
aði. Útveggurinn þarf því að hafa styrk og veðrunar-
þol til að þola álag frá umhverfi og auk þess að vera
nægjanlega einangraður. Vegna snertingar út-
veggjar við útiloft verður hann fyrir álagi frá úrkomu
og loftraka, í vindasömu umhverfi eins og hér tíðkast
verður hann iðulega fyrir slagregni sem vætir hann.
Ef yfirborð veggjarins er vatnsdrægt mun væting yfir-
borðs hafa áhrif á efnisraka veggjarins, í steyptum
vegg getur þetta aukið hættu á frost- og alkalí-
skemmdum. Steyptan útvegg er því almennt reynt
að vatnsverja með því að nota þétta steypu (lága
vatns-sements tölu) og einnig heppilega yfirborðs-
meðhöndlun, t.d. vatnsfælur og málningar. Ef þessar
ráðstafanir nægja ekki getur reynst nauðsynlegt að
klæða vegginn til að gefa honum veðrunarþolnara
yfirborð.
RAKI í STEYPTUM VEGG
Útveggur verður fyrir rakaálagi einkum af þrem or-
sökum. í fyrsta lagi vegna byggingarraka sem er háð-
ur efnisvali og aðstæðum á byggingartíma, í öðru
lagi vegna slagregns utan frá og í þriðja lagi vegna
rakaflæðis innan frá og út. Allur raki sem er umfram
eðlilegan efnisraka, sem er háður loftraka við vegginn
bæði að utan og innan, er kallaður umframraki. Um-
framraki getur verið tímabundið til staðar I vegg en
þornað síðan eitthvað út ef aðstæður verða hagstæð-
ari og í besta falli losar veggurinn síg við allan um-
framraka. Ætíð gildir að veggurinn leitar eftir jafnvægi
við umhverfi sitt, en það krefst heppilegra aðstæðna
og tekur tíma að ná slíku jafnvægi, háð rakaeigin-
leikum veggjarins. Rakaeiginleikar útveggjar fara eftir
efnisvali og uppbyggingu, steyptur veggur hefurt.d.
mun hærri jafnvægisraka og meiri rakatregðu heldur
en timburveggur, staðsetning einangrunar og yfir-
borðsmeðhöndlun steypts veggjar hefur mikil áhrif
á hvert rakajafnvægi veggjarins verður.
Rakaeiginleikar efna felast annars vegar í því hversu
mikinn raka byggingarefnið bindur við umhverfis-
aðstæður hverju sinni, hins vegar í því hversu mikla
mótstöðu efnið veitir gegn rakaflutningi í gegnum
efnið. Því hærri sem jafnvægisrakinn og rakaflæði-
mótstaðan er, því meiri er rakatregðan.
Útþornun, ef hún á sér stað, getur orðið bæði inn í
húsið og út úr því, allt háð uppbyggingu veggjar og
aðstæðum. Veggur sem er einangraður að innan
þornar einkum út, en veggur einangraður að utan
þornar talsvert inn, sérstaklega ef einangrunin hefur
háa rakaflæðimótstöðu.
í ferskri steypu er yfirleitt talsvert af umframmagni
vatns, þ.e. meira vatn heldur en þarf til hörðnunar
steypunnar. Vegna umhverfisraka í útilofti og þess
jafnvægis sem veggurinn leitar í (ef ekki kemur til
viðbótarrakaálag, t.d. frá úrkomu) þornar veggurinn
þar til steypurakinn er orðinn 3-5%. Byggingarraki
sem þornar úr steypunni getur numið nokkrum lítrum
vatns á hvern fermetra.
Útþornun veggjarins er mjög hæg vegna mikillar
rakamótstöðu steypunnar, auk þess sem yfirborðs-
meðhöndlun utan á veggnum getur einnig haft áhrif.
Veggur, sem er einangraður að innan og með opinni
málningu að utan, getur þornað svo nemur um 0,2-
0,4 kg/m2 yfir sumartímann og hugsanlega meira ef
sólargeislunar gætir á vegginn. Að vetrarlagi er út-
þornun sennilega lítil sem engin og það tekur því
langan tíma fyrir vegginn að losna við umframvatn
ef það kemst í steypuna. Þegar um er að ræða nokk-
urra ára gamla veggi má gera ráð fyrir að veggurinn
sé kominn í jafnvægi við umhverfi sitt og áhrifa frá
upphaflegum byggingarraka gæti ekki lengur í raka-
ástandi veggjarins.
Veggurinn verður fyrir áhrifum slagregns og ef yfir-
borðið er vatnsdrægt eða vatn kemst inn í vegg um
sprungur eða við karma, þá fær steypan viðbótarraka
þessar leiðir. Það sama gildir um þennan raka eins
og byggingarrakann, í þurrki mun veggurinn þorna
eitthvað inn í gegnum einangrun en aðallega út í
útiloft.
Rakaþrýstingur inni er hérlendis svo til alltaf hærri
en rakaþrýstingur í útilofti, rakaflæði á sér því stað út
26