AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 34
framkvæmdra deililausna, skemmda á múr eða um ófrágengið deili. Mikilvægi þess að fylgja leiðbein- ingum framleiðenda bæði hvað varðar meðferð efna á byggingarstað (s.s. varðandi veðurskilyrði á verk- tíma, efnisþykktir og meðhöndlun efna) og útfærslu deililausna (frágang við jörð og við efsta hluta kerf- isins en einnig við glugga- og hurðarkarma, vatns- bretti svo og við kanta, kverkar og á hornum opa) kom berlega í Ijós. Skemmdir sem fram koma á akrýlmúreinangrunar kerfum eru oft sama eðlis og skemmdir sem fram koma á öðrum klæðningarefnum. í akrýlmúreinangr- unarkerfunum vilja þessar skemmdir skemma fljótt út frá sér þar sem kerfin eru í flestum tilfellum við- kvæm fyrir slagregni og vætu inn í kerfið. Sams konar skemmdir í öðrum kerfum eru staðbundnari. Akrýl múreinangrunarkerfi henta af þessum sökum illa á byggingar með breytilega starfsemi þar sem um- gengni er gróf og mikil. SEMENTSBUNDIN MÚREINANGRUNARKERFI Hér á eftir er einungis fjallað um reynslu af einu ákveðnu múreinangrunarkerfi, þ.e. ímúr múreinangr- unarkerfinu. Múrkerfið hefur verið í notkun frá 1986, þegar frum- gerð þess var reynd á Höfn í Hornafirði, og er í stöð- ugri þróun. Frá byrjun hefur verið áhugi á að standa vel að þróun kerfisins og hefur verið sett mikið fé í þætti sem því tengjast. Reynslu hefur verið aflað með kerfisbundinni úttekt á húsum sem klædd hafa verið og gerðar talsverðar rannsóknir, m.a. á vætingu múr- skeljarinnar og áhrifum sprungna og yfirborðsmeð- höndlunar á hana. Markaðssett hefur verið ný tækni sem byggist á sílóum fyrir þurrblöndur og múrspraut- um, og gerðar ýtarlegar verklýsingar fyrir múrkerfið. Múrblöndur hafa verið í stöðugri þróun, m.a. til að draga úr hættu á sprungumyndun, og er nú í notkun 4. kynslóðar blanda. Reynsla af notkun kerfisins er góð, t.d hefur ullin staðið óvarin um langan tíma án þess að það hafi komið að sök og múrvinnan er lítið viðkvæm fyrir veð- urfari svo framarlega sem skelin ofþorni ekki. Stund- um koma þó fram skemmdir sem ekki hafa verið að fullu skýrðar, s.s. óvæntar sprungur (t.d. við horn), skemmdir yfir dýflum og los í múr. Ljóst er að gæði kerfisins og ending er háð fjölda þátta sem enn eru aðeins að litlu leyti kannaðir. Vitað er t.d. að raki kemst tímabundið í einangrun undir múrskelinni, og er sennilega um að ræða raka sem kemst í gegnum sprungur í múrkápu eða um rifur við t.d. glugga. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að raki þessi hafi skaðleg áhrif á kerfið. Allt frá byrjun hefur verið talið að endingu múrskeljar- innar mætti meta út frá reynslu af múrhúðun almennt og sérstaklega forskölun, en reynsla af fyrra notkun- arsviðinu er meira en hundrað ár og þvi síðara a.m.k. 60 ár. Sennilega verður múrskelin sem slík því ekki ákvarðandi fyrir endingu kerfisins í heild heldur munu aðrir þættir verða ráðandi. Áframhaldandi þróun og mat á endingu kerfisins fer fram í rannsóknaverkefni sem nú er í gangi á vegum framleiðandans ÍMÚR, Línuhönnunar h.f. og Rb með styrk úr Tæknisjóði Rannsóknarráðs íslands. ■ K I P U L A G R K I S I N S DESEMBER 1994 Rit um skipulags- og byggingarmál Auk þess: Lög og reglugerðir um skipulags - og byggingarmál Umhverfismat fyrir Skútustaðahrepp Svæðisskipulag Suðumesja 1987-2007 Svæðisskipulag í Flóa 2011 Svæðisskipulag fyrir sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 Stefnumörkun um skipulags-og byggingarmál Fjallabakssvæðisins 1993-2003. Eru til sölu hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166,150 Reykjavík, sími 5624100, bréfasími 5624165. 32

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.