AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 35
m O ISLENSKT MURKERFI O C o 2 C Z ö (/) ui O z Iþessari grein er fjailaö stuttlega um íslenskt múrkerfi út frá sjónarmiði arkitekts. Vikið er að sögulegri þróun byggingarefna í nokkrum orð- um. Þá er stiklað á stóru varðandi einangrun steinsteyptra húsa að utan með íslenskt múrkerfi sem aðalumfjöllun. HEFÐIN íslensk byggingarhefð á sér ekki langa sögu í saman- burði við aðrar þjóðir. Ekki er ýkjalangt síðan byggt var að mestu úr torfi og grjóti, náttúrlegum byggingarefnum sem voru meginuppistaðan í íslenska torfbænum. Um og eftir aldamótin hófst nýtt tímabil. Þá voru byggð hús úr timbri og bárujárni, sem mörg hver standa enn í dag. Báða þessa byggingarmáta má kalla séríslenska. Á fyrri hluta þessarar aldar hófst síðan íslensk bygg- ingarlist í anda steinsteypunnar. Þessi byggingarað- ferð úr steinsteypu þróaðist skjótt og hefur verið allsráðandi fram á okkar tíma. Langflestar þeirra bygginga sem byggðar hafa verið úr steinsteypu eru einangraðar að innan og steypan sjálf meðhöndluð að utan á ýmsa vegu, bæði tii þess að verja hana og einnig vegna áferðar og útlits. Arkitektar hafa mótað steinsteypuna í hús af mikilli list og hafa þróað séríslenskan arkitektúr úr þessu efni. Ýmis vandamál hafa komið upp samfara þessari byggingaraðferð. Má þar nefna lélega einangrun útveggja, en mestur er þó viðhaldsvandinn. Hann er til staðar í byggingum hvort sem veggir eru múrhúðaðir eða þar sem um sjónsteypu ræðir. Steinsteypan hentar vel sem burðarvirki og sem mótandi efni í form húsa. Mikill vandi hefur hins vegar skapast vegna veðrunar yfirborðsins, sprungumyndunar og einnig vegna alkalívirkni sem hefur slæm áhrif á steypuna. þessi vandi hefur leitt til þess að nýjar hugmyndir hafa þróast varðandi uppbyggingu steinsteyptra veggja, bæði hvað nýbyggingar og viðhald eldri húsa varðar. NÝIR VALKOSTIR Á síðari árum hafa þessar hugmyndir þróast hjá þeim sem fyrir byggingum standa. Markmiðið hefur verið að nýta betur eiginleika steinsteypu sem aðal- ^ byggingarefnis í húsum, auka einangrunargildi og h hlífa yfirborði steypunnar meira en gert hefur verið 7; hingaðtil. ~1 Arkitektar hafa, ásamt fleirum, riðið á vaðið varðandi nýja möguleika á frágangi útveggja. Þeir eru að ein- angra steypta vegginn að utan og klæða hann með veðurhlíf. Þessi byggingaraðferð hefur talsverðan orkusparnað í för með sér, gefur kost á efnisminna burðarvirki í veggjum um leið og hún veitir möguleika á fjölbreyttri yfirborðsmeðhöndlun veggjarins.Efni veðurhlífarinnar getur verið margs konar. Það geturt.d. verið úr slétt- um gerviefnaplötum, sléttum steinflísum, sléttum eða báruðum málmplötum og jafnvel timbri. Einnig hefur ýmiss konar múrhúð rutt sér til rúms, bæði akrílmúr- húð og trefjastyrkt sementsblönduð múrhúð. Mestu máli skiptir að velja það efni til klæðningar yfir einangrun.sem hentar viðkomandi byggingu. Klæðn- ingarefnin eru gædd mismunandi eiginleikum og þarf að meta notkun þeirra í Ijósi heildarlausnar viðkom- andi byggingar. Ýmis atriði þarf að meta út frá sjónarmiði byggingar- listar þegar valin er sú aðferð að einangra og klæða

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.