AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Side 36
byggingu að utan. Form og notkun (tegund ) bygg-
ingarinnar skiptir þar miklu máli. Stærð hennar, efni
burðarvirkis og áhrif umhverfisins eru einnig mikil-
vægir þættir. Einnig þarf að skoða byggingaraðferð,
endingu klæðningarinnar og kostnað, bæði stofn-
kostnað og viðhaldskostnað. Viðhalds- og rekstrar-
þáttur bygginga hefur verið vaqmetinn og eru allt of
mörg dæmi þess að ný hús þurfi mikið viðhald eftir
stuttan tíma. Þar koma kostir einangrunar og klæðn-
ingar utan á steypta vegginn í Ijós.
Það er mikilvægt, að „karakter" hússins og efnið sem
notaáséu í samræmi. Flestum þætti trúlegastfurðu-
legt að sjá þjóðleikhúsið einangrað að utan og klætt
með bárujárni. Yrði það hins vegar einangrað að ut-
an, múrhúðað og steinað líkt og yfirborð þess er í
dag, væru flestir sáttir við þá lausn.
Múrkerfið getur einmitt gefið mikla möguleika þegar
einangra á steinsteyptan vegg að utan og klæða með
endanlegri klæðningu. Það sameinar ríkjandi hefð
fyrir einhvers konar steyptu yfirborði og kostinn við
að einangra hús að utan. Múrkerfi hentar jafnvel á
nýbyggingar sem eldri byggingar, ekki síst þar sem
mikilvægt er að halda upprunalegu „steinsteypu" yfir-
bragði hússins. Kerfið hefur ekki ákveðna stefnu
þegar litið er á veggflötinn og fá samskeyti.
MÚRKERFIÐ
Skilgreina má múrkerfið sem einangrun utan á vegg
og múrhúðun úr meira en einu lagi, styrkta með
bendineti. Hér verður fjallað nánar um íslenskt múr-
kerfi sem byggist upp á þennan hátt. Kerfið, sem
nefnist ELGO-múrkerfi, hefur verið í þróun og fram-
leiðslu undanfarin ár.Framleiðandi múrkerfisins er
Steinprýði hf. Það hefur staðist NORDTEST NT BUILD
nr. 66 prófunaraðferð, ásamt öðrum þolprófum sem
framkvæmd hafa verið af RB. og öðrum rannsóknar-
stofnunum. Kerfið er byggt upp á eftirfarandi hátt:
1. Utan á steyptan vegg er einangrunarplast fest
með þar til gerðum festingum sem boltast í vegginn
með múrboltum. Einnig má líma plastið á vegginn
undir vissum kringumstæðum. Notað er mismun-
andi þykkt einangrunarplast eftir því hvort um ný-
byggingu er að ræða eða endurnýjun á eldra húsi.
2. Utan á einangrun er dreginn sérstakur grunnmúr
með bendineti úr glertrefjum.
3. Yfir grunnmúrinn er dreginn sérstaklega trefja-
styrktur sementsbundinn múr sem lokayfirferð. Mis-
munandi möguleikar eru á yfirborðsmeðhöndlun.
Hægt er að hafa yfirborðið slétt og málað, hraunað,
mynstrað og steinað með steinsalla.
Kerfið er mjög létt miðað við styrk og vinnslutími er
stuttur miðað við að þetta kerfi er byggt á sements-
sandgrunni. Vinnslutími er allt niður í 10 daga á full-
búnu kerfi, miðað við eðlilegt hitastig og umhverfis-
aðstæður.
Allar brúnir og kantar á múrkerfinu eru styrktir sér-
staklega, annaðhvort með aukabendineti eða sér-
stökum blikkvinklum. Einnig eru notaðar þenslu-
raufar þar sem skipta þarf múrkerfinu í minni fleti.
Vandaður frágangur með vatnsbrettum er við neðri
brún glugga og hurða.
Það er mikilvægt að vanda allan frágang við múr-
kerfið, allt frá byrjun til enda.
Góður undirbúningur er nauðsynlegur til þess að
halda vel utan um alla þræði framkvæmdarinnar.
Hönnun er fyrsta skrefið eftir að valin hefur verið sú
leið að nota múrkerfið. Hanna þarf öll frágangsdeili
áður en framkvæmdir hefjast. Þetta þarf að gera til
þess að losna við „reddingar á staðnum á síðustu
stundu". Til eru ýmiss konar deililausnir sem sýna
almennan frágang múrkerfa í meginatriðum. Engu
aðsíðurþarfaðaðlagadeililausnir viðkomandi verki.
Annar mikilvægur þáttur við uppsetningu múrkerfis-
ins eru aðstæður á byggingarstaó og síðast en ekki
síst handverkið sjálft. Uppsetning múrkerfisins ætti
ávalt að vera í höndum fagmanna til þess að tryggja
vönduð vinnubrögð. Segja má að keðjan verði aldrei
sterkari en veikasti hlekkurinn. Þess vegna þarf undir-
búningur, hönnun og öll framkvæmdin að vera vel
útfærð til þess að eiginleikar múrkerfisins njóti sín.
Líkt og allt annað efni til bygginga þarf múrkerfið
eðlilegt eftirlit og viðhald til þess að ending og þeir
eiginleikar í útliti sem sóttst er eftir haldi sér.
Notkun á íslensku múrkerfi er áhugaverður kostur
fyrir íslenska arkitekta. Það gefur möguleika á að ein-
angra steypt burðarkerfi á réttan máta, um leið og
kerfið gefur ýmsa valkosti á endanlegri áferð út-
veggjarins. Kerfið höfðar til íslenskrar byggingar-
hefðar, þar sem steinsteypuarkitektúr er annars
vegar. Múrkerfið þolir einnig verðsamanburð við
önnur kerfi þar sem klætt er utan á einangrun og
heildar byggingar - og rekstrarkostnaður er borinn
saman. ■
34