AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 38
LISTASAFN Það var langþráð stund þegar Listasafn Kópavogs var opnað hinn 17. apríl 1994 við hátíðlega athöfn enda hafði hönnun þess og bygging þá staðið í fimmtán ár. Hvatinn að byggingu þess var vegleg listaverka- gjöf sem erfingjar Gerðar Helgadóttur myndhöggv- ara færðu Kópavogskaupstað árið 1977. Þetta voru tæplega fjórtán hundruð verk úr dánarbúi Gerðar, höggmyndir, járnverk, glergluggar, mósaíkmyndir og teikningar. Gjöfin var háð því að reist skyldi listasafn sem bæri nafn Gerðar, varðveitti og sýndi verk hennar en gegndi að öðru leyti hefðbundnu hlutverki lista- safns. STAÐARVAL OG AÐLÖGUN Árið 1978 fól fyrsta stjórn listasafnsins sem jafnframt var byggingarnefnd undirrituðum að gera byggingar- áætlanir og í framhaldi af því var ég ráðinn arkitekt. Safninu var valinn staður í jaðri Borgarholtsins austan- vert við Kópavogskirkju. Kirkjan var vígð árið 1963 og Gerður Helgadóttir gerði steinda glugga sem hana prýða. Hún stendur í Borgarholtinu miðju og er fyrir löngu orðin tákn Kópavogs. Holtið er nú friðað en það er fyrrum sjávarbotn, þakið stórgrýti sem er sorfið og mótað af jökulristum síðustu ísaldar. í hugum Kópavogsbúa er kirkjubyggingin og holtið einstakt og því þurfti að gæta þess sérstaklega að safnbygg- ingin félli vel að umhverfinu og skyggði sem minnst á kirkjuna. Smágerður mælikvarði og fínleg hlutföll KÓPAVOGS hennar hlutu að hafa áhrif á form safnsins. YTRA FORM OG STEINKLÆÐNING UTAN HÚSS Til að gæta þess að safnbyggingin bæri kirkjuna ekki ofurliði var húsinu skipt í tvær smærri einingar sem eru í raun tvö sjálfstæð hús tengd með glerbyggingu. Form beggja eru ferningar með sléttum, lóðréttum veggjum sem skipt er niður með lituðum þakniður- föllum. Á þaki eru bogmyndaðir gluggar sem snúa móti norðri og þeir ásamt hringlaga gluggum á veggj- um kallast á við bogamyndað þak og glugga kirkj- unnar. Til að fella safnbyggingu vel að grýttu holtinu og jarð- litum þess var húsið klætt rauðleitum granítstein. Jafnframt hafði granítið þann kost að draga á engan hátt athygli frá hvítri kirkjunni. Gulur litur niðurfalla er hins vegar valinn með það í huga að magna upp lit granítsteinsins á dimmviðrisdögum. Granítið er frá Norður-Spáni. Þettu eru 3 sentimetra þykkar stein- blokkir 60x90 sm að stærð. Yfirborð þeirra er slípað og kantar fasaðir. Blokkirnar eru festar á steinveggi með ryðfríum stálrörum. Borað er fyrir rörunum í stein- veggina og þau límd föst með epoxý-lími. Festiaugu fyrir rörin voru boruð í granítið á staðnum. INNRA SKIPULAG Húsið er á tveimur hæðum sem báðar eru jarðhæðir vegna mishæðar í landinu. Byggingin er samtals 1260 m2 að flatarmáli og er hvor hæð um sig 630 m2.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.