AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 49
og torg á vit hins óvænta.Ráðandi eru tilfinningar og óvissa um hið þekkta og hið óþekkta sem jafnframt eru hluti af þeim hugmyndum sem Rossi hafði í huga frá upphafi verkefnisins. í öðru úthverfi Mílanóborgar horfði öðruvísi við á seinni hluta fjórða áratugarins og fyrri hluta þess fimmta. Hverfið kallast QT8 og var tilraunaverkefni 8. sýningarTriennale í Mílanó. Gerðar voru athuganir á hinum ýmsu gerðum íbúða og skipulags þeirra innbyrðis sem og hvernig þær tengdust hver annarri. Svo jákvæð urðu viðbrögðin að hverfið var sett inn í heildarskipulag Mílanóborgarárið 1954. Formgerðir híbýla eru ýmsar: einbýlishús - raðhús en þau eru sjaldgæf í Mílanó) og fjölbýlishús - og er þeim skipað á milli göngugatna og opinna svæða ætlaðra til leikja og útivistar. Rík áhersla var lögð á að náttúran nyti sín og svæði útivistar væru aðlaðandi. Þessu er í sjálfu sér öfugt farið í Gallaratese þar sem við minn- umst borgarinnar fyrst og fremst. Manngerð, gróður- vaxin hæð var hluti af verkefninu í QT8 og hún yrði bæði greiðfær fyrir hjól bifreiðar og torfarin fyrir þá sem það kysu. Frumeinkenni ítölsku borgarinnar er gildi minning- anna, sögunnar og hefðarinnar. Með upplifun, á einn eða annan hátt, ávinnst þekking. Þessi þekking er fengin í gegnum undirmeðvitundina þar sem minn- ingar um forna atburði, tilfinningar og form safnast fyrir. Það er vegna þessa minning sem hefðinni er haldið við. Hefðin er eitthvað sem við þekkjum og fáum öryggi af. Með henni vitum við að hverju stefnir, hvernig bregðast eigi við mismunandi aðstæðum og þar af leiðandi hljótum við vissa öryggiskennd. Með það í huga liggur ábyrgð arkitektsins í því að vera meðvitaður og víðsýnn en ekki einangrast innan sinnar stéttar. í rauninni þarf hann að vera heimspek- ingur. Sem dæmi um það eru 17.000 nemendur í Mílanó Politecnico. Þeir læra ekki einungis um arki- tektúr heldur er nám þeirra álitið almennt nám eða þekking. Þeir sem útskrifast fara í mismunandi starfs- greinar, s.s. verða kennarar, skrifstofufólk og svo auðvitað arkitektar og hönnuðir. Þetta er ekki hvað síst mikilvægt á Ítalíu þar sem landið býður upp á óteljandi ólík mynstur og tilbrigði til þess að leita sér hugmynda að vinna út frá og umfram allt frjóvga umhverfið. Einhæft umhverfi sljóvgar hugmynda- flugið og deyfir meðvitundina - það er listin að lifa. SANDKASSASANDUR GÖNGUSTÍGAEFNI SKRAUTMÖL lábarið brúnamáð eða brotið, ýmsir stærðaflokkar BJÖRGUN HF. Sævarhöfða 33, I 12 Reykjavík sími: 87 18 33 fax: 67 45 57 frá og með 3. júní sími: 577 2000, fax: 577 2005. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.