AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 50
NYJUNGA R NAGLFESTAN Rit um nagla og neglingu Vírnet hf. í Borgarnesi er að gefa út nýtt fræðslurit um nagla, framleiðslu þeirra og notkunarsvið einstakra tegunda. Fyrirtækið hefur stundað naglaframleiðslu frá árinu 1956 og hafa miklar framfarir orðið á þeim tíma. Tegundum hefur fjölgað ótrúlega og eru nú yfir 60 talsins. Saumframleiðslan sjálf hefur mikið þróast, einnig hönnun og útfærsla einstakra tegunda. Þannig er notkunarsvið þessara festinga sífellt að víkka. Húðun (galvanisering) hefur tekið framförum og er undir reglubundnu gæða- eftirliti sem unnið er af utanaðkomandi aðila. Rit þetta, sem er um 40 síður í brot- inu A 4, er einkum ætlað hönnuðum og byggingaaðilum, auk ráðgjafa og starfs- manna byggingavöruverslana. Flerstir hönnuðir og byggingamenn þekkja Veðurkápuna, rit sem Vímet hf. gaf út fyrir nokkru. Efni Naglfestunar er að mestu leiti samið af þeim Birni Marteinssyni arkitekt og verkfræðingi Rannsóknastofun bygg- ingaiðnaðarins, Pétri Sigurðssyni efna- verkfræðingi, sem hefur starfað hjá málm- tæknideild Iðntæknistofnunar, en starfar nú sjálfstætt við verkfræðiráðgjöf með málma sem sérsvið. Naglfestan er fáanleg hjá Vímeti hf. í Borgamesi. GYLFI K. SIGURÐSSON klœöningar Kopar-þakefni frá Revere, ál-þakefni frá Classic og múrsteins veggklæðningu frá US-Brick hafa íslenskir húseigendur ekki átt kost á að nota til bygginga eða viðhalds húsa fyrr en nú. Öll þessi byggingaefni eiga það sameigin- legt að vera framleidd í Bandaríkjunum fyrir alþjóðlegan markað. Innflutningur US-Brick og classic efnanna hófst á síðasta ári eftir nokkurn undirbún- ing, til dæmis var múrsteinsklæðningin frost-þýðu prófuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og fékk þar bestu meðmæli. Classic ál-þakefnið hefur besta fáanlega litarefni (KYNAR málningujsem þekkt er í dag. Revere kopar-þakefnið er það nýjasta hér, en það sem lengst hefur verið á Bandaríkjamarkaði. Um gæði kopar-þakefnis efast enginn, en það hefur verið fjarlægur draumur margra að setja slíkt efni á þök húsa sinna, einkum vegna verðsins. Nú hefur tekist að finna kopar- þakefni sem er jafnvel ódýrara en bjartsýn- ustu menn hafa þorað að vona, og ekki spillir gengisþróun dollarans undanfarið. Revere, Classic og US-Brick bygginga- efnin eru afgreidd eftir því sem pantanir berast, og er afgreiðslutími þeirra 4-6 vikur. ■ ÍMÚR RÁÐSTEFNA Á ráðstefnu sem Islenskar múrvömr hf. (IMÚR), héldu nýlega með tæknifræð- ingum, arkitektum og fleiri aðilum sem tengjast íslenskum byggingaiðnaði, voru kynntir helstu kostir verksmiðjufram- leiddra þurrmúrblandna, sem IMÚR fram- leiðir og selur með leyfi M-tex í Þýska- landi. Einnig var kynnt IMÚR-utanhús- klæðning, alíslensk framleiðsla, sem þróuð var í samstarfi arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga og byggingarmanna, sér- staklega fyrir íslenskar aðstæður og veður- far. Utanhússklæðningarkerfið hefur reynst mjög vel hér á landi, bæði á nýbyggingum og eldri húsum en þessar klæðningar hafa verið á markaðnum síðan 1986. Björn Marteinsson frá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins flutti erindi á ráðstefnunni. Hann sagði að auðvelt væri að hanna frá- gang kerfisins þannig að klæðningin þoli allt veðurálag á íslands og tók fram að þótt skemmdir verði á henni sé mjög auðvelt að gera við þær. I máli hans kom einnig fram að málning entist afar vel á múrhúð- inni og tók sem dæmi eitt af fyrstu húsum með múrklæðningunni, sem var málað fljótlega eftir klæðningu fyrir 8 árum. Hús- ið hefur aðeins verið málað einu sinni síðan án þess að málningarlagið hafi gefið sig. ÞURRMÚRBLÖNDUN RÁÐANDI ERLENDIS Hans-Peter Luhr, framkvæmdastjóri sölu- deildar M-tec í Þýskalandi veitti faglegar upplýsingar þurrmúrblöndu ÍMÚR. M-tec er dótturfyrirtæki Maxit Group sem fæst við framleiðslu á þurrmúrblöndu og sölu á vélum og flutningakerfum fyrir bygg- ingariðnaðinn í fjölmörgum löndum Evrópu. Framleiðsla Maxit Croup er um 2,5 milljónir tonna á ári og starfsmenn eru um 1300. í Evrópu er markaðshlutdeild þurrmúrblandna um 80 prósent og til að mynda í Þýskalandi er gamla aðferðin, að blanda efnin sama í steypuhræruvél á byggingarstað orðin nánast úrelt. SKEMMD HÚS Á ÍSLANDI Hans-Peter segir að arkitektar í Þýskalandi krefjist í mörgum tilfellum þurrmúrblönd- unar þar sem reynslan sýni að þær endist lengur og betur. „Eg fór í langan göngutúr um götur Reykjavíkur og horfði náttúrlega sérstaklega á byggingar. Mér fannst sláandi hve mikið er af göllum og skemmdum í húsum. Mér finndist tilgangslaust að spara fé í uppphafi og vakna síðan við vondan draum og miklar skemmdir í húsunum 10 árum seinna.” ■ Nýir möguleikar í lýsingu með lömpum frá JAKOBS- SON Raflagnaverslunin ÍSKRAFT HF. hefur nýlega tekið að sér sölu, þjónustu og kynningu á lýsingarbúnaði frá hinum vel þekkta skandinavíska framleiðanda Hans- Agne Jakobsson. Meðal þess sem JAKOBSSON hefur verið þektur fyrir eru glæsilegarlínuraf innilömpum til notkunar í opinberu húsnæði- kirkjum skólum og skrifstofum. I þessum línum má fá lampa til notkunar á veggjum, loftum, borðum og gólfum og þannig halda saman stíl í gegnum heildu byggingamar án þess að fórna til þess staðsetningarmöguleikum fyrir lampana. Frægurst þessara er án efa FATA-MORGANA línan en einnig er rétt að nefna GINO, QUSIN OG NIMBUS. Nú hefur JAKOBSSON einnig kynnt glæsilegt safn útilampa á veggi og stólpa og heldur enn í þá megin stefnu að bjóða heilau línurnar af lömpum byggðar á sömu grunnhugmynd. Þannig má nefna AV- ENUE OG PARK línuna þar sem fá má margar gerðir Pallalampa, vegglampa og stauralampa með sama svip. Sýnishorn og frekari upplýsingar um lampa frá JAKOBSSON máfáhjáíSKRAFTHF, í Reykjavík ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.