AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 62
Þetta óvenjulega útiljós er það nýjasta sem Epal býður á þessu sviði. Ljósið hönnuðu Danirnir Claus Bonderup og Torsten Thorup og kalla það Pharos sem þýðir viti á grísku. Fram- leiðandinn er Focus. Án efa á þetta sérkennilega útiljós eftir að höfða til íslendinga sem skilja betur en flestir aðrir þýðingu vitans sem lýsir mönnum rétta leið. Hér afhendir Hinrik Danaprins Eyjólfi Pálssyni í Epal heiðurs- pening sem er árleg viðurkenning veitt erlendum fyrirtækjum fyrir að kynna og selja danskar vörur. esk kókosteppi í versluninni frá fyrsta degi, einstök framleiðsla, bæði vönduð og sterk. Enn kom að því að húsnæðið var orðið of lítið og þá brá Eyjólfur á það ráð að fá arkitektinn Manfreð Vilhjálmsson til þess að hanna hús með rekstur fyrirtækisins sérstaklega í 60 huga. Húsið reis í Faxafeni 7 og fyrir teikningarnar hlaut Manfreð Menningarverðlaun DV árið 1988. í því tilefni lét Eyjólfur þau orð falla að rækju menn verslun og gerðu miklar kröfur til hönnunar á vörum sínum væri ekki nema eðlilegt að láta sérhanna hús- næði utan um reksturinn. Hönnun hússins þótti takast frábærlega vel og falla í einu og öllu að markmiðum fyrirtækisins - að vera í senn verslun og sýningarsalur fyrir vandaða hönnun og listmuni, allt eftir því hvað er á dagskrá hverju sinni. Epal hefur með starfsemi sinni stuðlað að því að færa framleiðslu á erlendri hönnunarvöru hingað til lands ekki síður en kynna íslenska hönnuði og koma verk- um þeirra á framfæri, í framleiðslu og á markaðinn hérlendis sem erlendis.Sem dæmi um erlendar hönn- unarvörur, sem hér eru nú framleiddar, eru húsgögn danska hönnuðarins Flemmings Hvidts. Epal flutti um tíma inn húsgögn Hvidts sérstaklega ætluð öldruðum og hreyfihömluðum, en þessi húsgögn eru nú framleidd hér á landi eftir teikningum Danans. Epal hefur einnig látið framleiða sófa eftir hinn fræga, danska hönnuð og listamann Ole Kortzau og hefur sá sófi verið sýndur víða um heim, meira að segja allt austur í Japan. Ole Kortzau og hönnuðurinn Ole Gormsen voru auk þess fengnir til að teikna sófa í anddyri hins þekkta hótels Tre Falke í Kaupmanna- höfn en sófarnir voru framleiddir á vegum Epals á fslandi. VERK ÍSLENSKRA HÖNNUÐA Framleiðsla Epals á verkum íslenskra hönnuða rís þó án efa hæst í hugum okkar hér á landi. Nefna má borð eftir Þórdísi Zoéga, borð eftir Emmu Axelsdóttur og Elísabetu Ingvarsdóttur. Þær stöllur hafa báðar unnið hjá Epal sem innanhússhönnuðir við að leið- beina viðskiptavinum verslunarinnar, en þjónusta við viðskiptavini er veigamikill þáttur í starfsemi Epals. Borðið, sem nefnist Triola, hefur vakið mikla athygli, verið sýnt víða og selst vel. Þá átti Epal frumkvæðið að því að hafin var framleiðsla á trauþrykki eftir Jónu S.Jónsdóttur textílhönnuð. Hér er um að ræða gluggatjaldaefni sem framleitt er í Hollandi. Fjölmargir hönnuðir og verk þeirra hafa auk þess verið kynnt á sýningum hjá Epal. Þeirra á meðal má nefna stóla eftir Leo Johansson.sem býr og starfar í Svíþjóð, sófa eftir Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórð- arson, sem listamaðurinn Þorlákur Kristinsson (Tolli) málaði með textíllitum, skartgripi eftir Pétur Tryggva skartgripahönnuð og ótalmargt fleira, enda hefur

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.