AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 28
EGILL MÁR GUÐMUNDSSON, ARKITEKT HJARTA KOPAVOGS IÐJAN,. Þeim sem leið eiga um Smárahvammsland í Kópavogi dylst ekki að þar á sér nú stað gríðarleg upp- bygging. Hún hefur átt sér stað á skömmum tíma og sýnir að Kópavogsbær hefur skipulagt fram- tíðarbyggð á réttum stað og tíma. Miðsvæði hins nýja hverfis er á mótum Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Þar er nú að rísa mikið at- hafnasvæði, sem er staðsett í miðju höfuðborg- arsvæðisins og nærliggjandi bæjarfélaga, og verður án efa mesta verslunar- og þjónustuhverfi í Kópavogi. Hverfið verður einnig mikilvægur hlekkur í verslun og þjónustu á öllu höfuðborgar- svæðinu vegna legu sinnar. Eigendur Smáratorgs 26 sýndu mikla framsýni með áformum um byggingu verslunarmiðstöðvarinnar við Smáratorg á þess- um stað sem er landfræðilega mjög vel staðsettur. SKÝR MARKMIÐ Markmið eigenda Smáratorgs voru skýr. Byggja átti áberandi verslunarmiðstöð þar sem færu sam- an nýjustu hugmyndirfyrirsvokallaðan „retail mar- ket“ sem þýða má sem stórmarkað á ís- lensku. í þeirri hugmynd liggur að flestar verslanirnar eru stórverslanir með góðri aðkomu auk minni ver- slana og þjónustu fyrir smærri fyrirtæki. Smáratorg ehf. hugðist byggja 10.000 - 12.000 m2 húsnæði og leigja út rými þess fyrir verslun og þjónustu. Ákveðið var að leiguverð yrði að vera hóflegt og möguleikar á misstórum rýmum til stað- ar. Því varð byggingin að vera sveigjanleg í notk- un og hagkvæm í byggingu. Stórmarkaðshugmyndin byggist á tiltölulega ein- faldri byggingu með lítilli sameign og mun lægra fermetraverði á útleigurýmum en gengur og gerist í hefðbundnum verslunarmiðstöðvum. Byggingar- tími yrði stuttur og nauðsynlegt að geta aðlagað bygginguna þörfum leigjenda, jafnvel á meðan á byggingu hússins stæði. Verslunarmiðstöðin yrði að hafa mikið aðdráttarafl og næg bílastæði. Fyrir okkur arkitekta hússins var verkefnið krefjandi og spennandi tækifæri til þess að taka þátt í upp- byggingu Smáratorgs. HUGMYNDIN Meginhugmynd byggingarinnar er einföld og tengist nýjustu hugmyndum um stórmarkaði af þessari stærð. Húsið er L - laga form sem snýr á móti helstu aðalumferðaræðum, Reykjanesbraut og Fífuhvammsvegi. Það snýr einnig á móti sólu. Meginaðkoma viðskiptavina er öðrum megin og blasa allir inngangar og merkingar við þeim. Þó er annar inngangur að Dalvegi vegna þess að mikil íbúðar- og þjónustu- uppbygging á sér stað við þá götu. Megin- aðkoma fyrir vörur og þjónustu er aðskilin frá aðkomu viðskiptavina. Inngangar í stórmark- aðina eru allir að utan- verðu og einn aðalinn- gangur í minni verslu- nar- og þjónustuein- ingar miðsvæðis í byggingunni. Inngangar tengjast allir saman und- ir opnu glerskyggni og snúa að sameiginlegu aðkomutorgi. Torgið er ætlað fyrir útstillingar, úti- markaði og skemmtilegar uppákomur á góðviðris- dögum. Lögð var áhersla á að hús og umhverfi byði velkomna þá vegfarendur sem heimsækja Smáratorg. 27 /

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.