AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 37
TEIKN akkerisverslanirnar í endum og síðan sérverslanir á milli. Þessi skipting mun koma greinilega fram í útliti hússins sem brotið verður upp, enda um 250 metra langt. Unnið verður með yfirljós á göngum og sterk rými við innganga. Lögð er áhersla á allar tegundir afþreyingar, s.s. veitingahús, heilsurækt osfrv. STÆRSTA BÍLASTÆÐI Á ÍSLANDI Landið gefur nokkuð lögun og legu byggingarinn- ar. í lóðinni er 10 metra fall og er byggingin notuð til að taka upp hæðarmuninn, þannig að innkomur eru á jarðhæð bæði frá norðri og suðri. Húsið er í því í aðalatriðum á tveimur hæðum þar sem báðar hæðir hafa aðgang að bílastæðum á landi. Heild- arfjöldi stæða á landi er um 2100, en gert er ráð fyrir að byggja megi bílastæði á efri pöllum, þannig að heildarfjöldi stæða verður um 3400 eða um 13 stæði á m2-. Þjónustusvæðum verslana er dreift umhverfis húsið en þau eru fjögur talsins. Akkerisverslanir fá sér þjónustusvæði við enda byggingarinnar en síðan eru þjónustusvæði að sunnanverðu og norð- anverðu. AÐKOMA GANGANDI VIÐSKIPTAVINA Vel er séð fyrir þörfum gangandi vegfarenda, en stór hluti þeirra sem heimsækja svona verslunar- miðstöðvar kemur úr næsta nágrenni eða notar al- menningsvagna. Auk þess er lögð sérstök áhersla á skemmtigildi miðstöðvarinnar og má búast við tíðum heimsóknum ungra og aldraðra. Fyrirhugað er að almenningsvagnar aki upp að einum inn- gangi verslunarmiðstöðvarinnar til að létta að- komu viðskiptavina. Auk þess eru fyrirhuguð undir- göng undir Reykjanesbraut til að tengja Linda- hverfi með göngustíg. Sama gildir um Fífu- hvammsveg en undirgöngin þar tengja íbúða- byggð norðan við Fífuhvammsveg við lóð verslun- armiðstöðvarinnar. Uppi eru hugmyndir um göngu- brú yfir Fífuhvammsveg yfir á lóð Smáratorgs og göngubrú yfir Smárahvammsveg sem tengir íbúðabyggð vestan verslunarmiðstöðvar inn á lóðina. ■ Bárustál sígilt form ódýr lausn 5652000 Níu fallegir litir af bárustáli og einnig ólitað. Við afgreiðum það klippt í allar lengdir að óskum kaupenda með stuttum fyrirvara. Allir fylgihlutir fyrirliggjandi, s.s. þakpappi, __ kjöljárn og áfellur, saumur, þéttingar og slétt efni. IO Hagstætt verð ^ K Garðastal Stórási 4 • 210 Garðabæ

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.