AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 16
SIGURÐUR BJÖRNSSON, MARKAÐSFULLTRÚI
yrir nokkrum árum gerði Valtýr
Hreiðarsson, lektor við Háskólann á
Akureyri, rannsókn á þátttöku Akureyr-
arbæjar í atvinnurekstri. Rannsóknin
spannaði nær hálfa öld, tók til kaupa
bæjarins á hlutafé í atvinnufyrirtækjum
og í rannsókninni var lagt mat á fjárhagslegan
ávinning eða tap bæjarins af hlutafjárkaupunum.
Valtýr athugaði 24 fyrirtæki sem Akureyrarbær
hafði átt hlut í á tímabilinu. Hlutafjárkaup bæjarins
(framreiknuð) námu 1.224 milljónum króna. Verð-
mæti þeirra hlutabréfa sem Akureyrarbær átti
þegar rannsóknin var gerð var 1.153 milljónir
króna þannig að Akureyrarbær hafði tapað í heild-
ina um 71 milljón króna. Arður upp á 214 milljónir
króna hafði þó skilað sér í bæjarsjóð á þessari
hálfu öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er athyglis-
verð, því í Ijós kom að fjárfesting í Útgerðarfélagi
Akureyringa hafði ein sér skilað bæjarsjóði meira
en hálfum milljarði króna í ávinning en bærinn
tapað á flestum hinna fyrirtækjanna.
ÞUNGAR BYRÐAR
Þetta er merkileg rannsókn en svipaða úttekt hefði
þurft að gera í fleiri sveitarfélögum. Það eru nefni-
lega ekki bara bankar og fjárfestingalánasjóðir
sem hafa þurft að taka á sig ómæld fjárhagstöp
vegna atvinnulífsins á undangengnum árum.
Sveitarfélögin í landinu bera þungar byrðar vegna
þátttöku í atvinnulífinu. Hlutafjárkaupareikningur
Akureyrarbæjar hefði verið mörg hundruð milljónir
króna í mínus ef gjafakvótinn hefði ekki verið sett-
ur á fyrir um áratug, en þegar framsal kvóta var
leyft fyrir nokkrum árum jókst verðmæti hlutabréfa
í Útgerðarfélagi Akureyringa gríðarlega. í rann-
sókn sinni fór Valtýr ekki í saumana á ábyrgða-
veitingum eða styrkjum, en mörg sveitarfélög hafa
tapað miklu með þeim hætti.
NÁGVÍGIÐ í HAGKERFINU
Á íslandi er návígið meira í hagkerfinu en í fjöl-
mennari löndum.
Erfiðleikar í efnahagslífinu hafa oft orðið til þess
að sveitarstjórnarmenn hafa látið undan þrýstingi
að leggja atvinnufyrirtækjum lið. Þetta hefur verið
gert með því að veita ábyrgðir, þrátt fyrir að skort-
ur á tryggingum bendi skýrt til þess að grundvöll-
urinn sé tæpur fyrir viðkomandi rekstri. Hlutafé
14