AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 70
Hann segir m.a.: „Allt sem ég hef gert frá upphafi
hönnunar þessa safns hefur veriö eins og langt
feröalag í leit aö nýju tungumáli”.
Hann spyr þó sjálfan sig: „Hvað geri ég eftir þetta?
” Þessa spurningu mætti útleggja þannig aö meis-
tarinn velti fyrir sér hvert framhaldið er í bygging-
arlistinni. Hann fullyröir: „Þaö er í rauninni krafta-
verk aö ég hafi fengið aö gera þessa útfærslu”.
SÖGULEGT GILDISMAT
Vinsældir safnbygginga í dag má aö vissu leyti
rekja til vinsælda hinna mikilfengu dómkirkna
miöaldanna sem hrifu almenning meö aödráttarafli
stórfengleikans. Listin fékk aö njóta sín á kostnað
dulmagnsins. Færustu listamenn voru fengnir til
aö prýða kirkjurnar í hólf og gólf meö listaverkum
sem endurspegluðu dulmagn himnaríkis og
mannkynssöguna alla.
Nú til dags þjóna listasöfnin að stóru leyti þessari
þörf manneskjunnar til þess aö tengjast uppruna
sínum og vekja forvitni hennar og löngun til þess
að vera í nærveru þess sem heillar. Þau gefa
ímyndun okkar tækifæri til þess að nálgast vitn-
eskjuna, færast nær kjarnanum og upplifa nútím-
ann og söguna samtímis á okkar tíma.
UMGJÖRÐ BYGGINGARINNAR
Guggenheimsafniö í Bilbao liggur á bakka
árinnar Nervion sem liöast upp undir lyfti-
bryggjuna Puente de la Salve. Byggingin
speglast eins og guöshús í kyrru vatni árin-
nar. í bakgrunni glittir í sótaðar múrsteins-
byggingar sem eru táknrænt minnismerki
iönbyltingarinnar á 19. öld. í framhaldi sjón-
málsins taka við mjúkar fjallshlíðar sem
virðast í harmonísku samspili viö lótuslag-
aöa veggi safnbyggingarinnar. Allir útveggir
eru klæddir titaníum álþynnum sem gefa af
sér sterka síbreytni í Ijósi og skugga meö
takti sólar.
LÓTUSBLÓM
Fram aö okkar tíma hefur arkitektúr (meö
örfáum undantekningum) veriö byggður
samkvæmt hefðbundnum formum geometr-
íunnar, þ.e. annaðhvort keilu-, sívalnings-,
hring- eða þríhyrningslaga, ferstrendingar,
sex- eöa átthyrningar, meö örfáum útúrdúrum hin-
nar Euclitísku klassíku.
Gehry meðhöndlar hins vegar veggina líkt og
lotusblóm, þar sem hver veggur er hluti af lífrænni
dýnamík sem líkja má viö frumbrotseiningar úr
heildarskipulagi ringulreiöarinnar, „skipulagt kaos”.
Honum hefur tekist aö byggja sveigjanlega veggi
meö skáum og höllum, en fram aö þessum tíma
hafa slíkar hugmyndir vakiö með flestum verk-
fræöingum ákveöna klígjukennd, ef ekki martröö.
Meö hjálp nútímatækni hefur Gehry tekist að
komast yfir þær hindranir sem áöur stóðu í vegi
hugmyndaríkra arkitekta.
SKIPULAG SAFNSINS
Þrátt fyrir ómældan frumleika Gehrys hefur hann
fullkomna yfirsýn á tilgangi þeirrar starfsemi sem
fram á að fara í byggingum eftir sig. Skipulagið er
flókiö á aö líta viö fyrstu athugun en hefur aö bera
raunhæfar lausnir meö ævintýralegu yfirbragöi.
Þetta nýútsprungna tákn menningar,Guggenheim-
safniö í Bilbao, er með rúmlega 24,000 m‘ flatar-
rými.
Miöpunktur safnsins er móttökusalurinn sem rís
meö 50 metra lofthæð, meö flæöandi dagsljósið
innan um glerjaöar rifur sem opnast á milli lauf-
blaöaveggja „stálblómsins”. Buröargrind bygging-
arinnar er samansett úr einum allsherjar stálvef.
Veggir snertast, bogi á móti boga, eöa svigna í
sundur eins og hver annar náttúrlegur gróöur.
Frá þessum aðkomu- og innkomukjarna safnsins
taka viö þrjár hæöir af
óreglulega löguöum sýn-
ingarrýmum sem tengjast
meö opnum bylgjulaga
göngubryggjum, glerlyftu
og stigaturnum umhverfis
móttökuna, aö viöbættum
nokkrum klassískum sýn-
ingarsölum.
Meirihluti salarkynnanna
er meö náttúrlega dags-
birtu sem kemur inn um
þakglugga og aðrar gler-
glufur í loftum. Hinsvegar
er raflýst kerfi á brautum
sem eru lækkaðar niður
frá loftum. Öll þjónustu-
starfsemi viö safnið, svo
sem vöruafgreiðsla
.geymslur og flokkun, er á
jaröhæö. Vöruflutningabifreiðir eru meö beint
aögengi aö bakhliö safnsins frá þjóðvegi. í
norövesturhluta safnsins er veglegur veitingas-
taöur meö ómetanlegt útsýni yfir árbakkana.
En Gehry fékk
stjórnina til þess að
fara með sér í
nœrliggjandi fjalls-
hlíðar með útsýni
yfir borgina. Þar
benti hann þeim á
að að svœðið
meðfram
árbökkunum vœri
mun fýsilegra fyrir
safnbygginguna
heldur en yfirgefna
iðnaðarhverfið.
68