AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 34
Menningarmiðstöðinni er skipt í tvo áfanga, sá fyrri sem nú er í byggingu hýsir tónlistarskóla og tón- listarsal en sá seinni mun hýsa bókasafn og nátt- úrufræðistofu. Markmiðið var að fyrri áfangi gæti staðið sjálfstæður og óháður öðrum áfanga en þeir munu tengjast þegar þar að kemur um tengibrú. Tónlistarskóli umlykur tónlistarsalinn og ertveggja hæða að götu. Lengst til vesturs er alrými tónlis- tarsalar sem dempar niður hina miklu hæð tónlis- tarsalarins sem rís upp milli skóla og alrýmis. Hin mikla hæð salarins kemur til vegna óskar um ákveðinn ómtíma, en það er einmitt rúmmál sem gefur hámarks ómtíma og er það miðað við áheyrendafjölda. í þessu tilfelli var miðað við ca. 10 m3 á hvern áheyranda miðað við ómtíma 1.8 sek. Þetta þýðir að hæst rís salurinn í 14 m hæð yfir salargólfi. Byggingin víkur fyrir listasafni og kirkju til norðurs og með því að slíta fyrsta og annan áfanga í tvo sjálfstæða hluta eins og fyrr segir tekst að halda sjónvinkli frá götu að kirkju á milli áfanganna. Hið bogadregna form byggingar- innar til vesturs er einnig liður í aðlögun hennar að umhverfi sínu á eins látlausan og náttúrlegan hátt og okkur var unnt, með sérstaka áherslu á nálægð við kirkju og listasafn. Hvað efnisval varðar höfum við reynt eftir fremsta megni að velja íslenskan efnivið. Steinflísar utan á skóla eru steyptar, sólskermur á alrými er rekavið- ur, listar inni í tónlistarsal eru úr íslensku greni og á gólfi alrýmis verður terrazzo með muldu grágrýti úr holtinu sem fékkst við uppgröft úr grunni húss- ins. Þar sem við vildum „spariklæða'1 salinn sjálfan eðalmálmi sem liti eins út hvort sem hann væri utan dyra eða innan, þurftum við að leita út fyrir landsteinana að hentugu efni og enduðum með forveðraðan kopar. Hann verður lagður niður með salnum í gegnum alrýmið svo að gestir munu ganga í gegnum koparinn inn í salinn. Eitt af meginmarkmiðum verkefnis þessa hefur verið að ná sem bestum hljómburði í salnum. Salurinn er nánast hannaður utan um hljóm- burðinn. Náin samvinna við Stefán Einarsson sér- fræðing í hljómburði og Steindór Guðmundsson sérfræðing í hljóðeinangrun hefur verið í gangi allt frá því ákveðið var að breyta úr fjölnotasal í full- burða hljómleikasal. Samvinna við þá tvo tók einn- ig til tónlistarskólans hvað varðar hljóðeinangrun, hljómburð, tækjakost og fleira. Verkefni þetta hef- ur verið afar spennandi viðureignar þar sem tekið hefur verið á ótal framandi hlutum. Það hversu lítil byggingin er í sjálfu sér miðað við allt sem hún á að innihalda hefur gert vinnsluna þunga. Þar hefur á móti komið til góð samvinna við aðra hönnuði hússins, því auk Stefáns og Steindórs komu að verkinu Verkfræðistofan Hamraborg, Lagnatækni ehf. og Rafteikning hf. Einnig skal nefna góð sam- skipti við byggingarnefnd hússins og örugga verkefnisstjórn Steingríms Haukssonar á tækni- deild bæjarins. Síðast en ekki síst skal nefna þátt byggingaverktakanna Ágústs Friðgeirssonar og RIS ehf., en sá síðarnefndi skilar húsinu upp- steyptu og frágengnu að utan, en þeim þætti verður lokið í byrjun sumars og hefst þá frágangur hússins að innan. Þegar þessar línur eru skrifaðar er útboð þess áfanga verksins í gangi. Gert er ráð fyrir að tónleikasalur auk fylgirýma verði tekinn í notkun um næstu áramót en skólinn verði tilbúinn til notkunar haustið 1999. ■ Waync Dalton GLÓFAXI hf. SIMI 553 4236 FAX 588 8336 ELDVARNARHURÐIR, BÍLSKÚRS, IÐNAÐAR- OG ÖRYGGISHURÐIR • MJÖG HAGSTÆTT VERÐ • HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR m HORMANN ELDVARNARHURÐIR m EININGAHURÐIR mt i I HLIÐARFELLIHURÐIR i I I ; SVEIFLUHURÐIR 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.