AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 56
ORN SIGURÐSSON, ARKITEKT ÖFUÐBORG VANDA essi grein er aö stofni til erindi sem flutt var á ráöstefnu Miðborgarsam- takanna um framtíðarstöðu miðborgar Reykjavíkur á Hótel Borg 19. apríl 1998. Reykjavík er höfuðborg í vanda, vanda sem er af skipulagslegum toga og því af manna völdum. Einkenni hans birtast m.a. í síaukinni útþynningu byggð ar, splundrun á miðborgarstarfsemi, versnandi rekstrarskilyrðum almenningssamgangna, vítahring stórkostlegrar einkabílanotkunar og mikilli hnignun miðborgar- svæðisins. Orsök vandans er viðvarandi áhuga- leysi ráðamanna alla þessa öld á skipulagsmálum almennt og sérstaklega vanræksla þeirra á mark- vissri stefnumótun til langs tíma, sem er að sjálf- sögðu grunnforsenda farsællar þróunar allra borga. REYKJAVÍK TIL 1940 Frá myndun þéttbýlis við Hafnarstræti og Aðal- stræti á 18. öld var byggðarþróun í jafnvægi og miðbærinn og starfsemin þar í samræmi við þarfir Reykvíkinga á hverjum tíma. Árið 1940 voru Reykvíkingar um 38 þúsund talsins og bjuggu allir innan Hringbrautar og Snorrabrautar. í bók Páls Líndal, Bæirnir byggjast, er að finna umfjöllun um margar áhugaverðar skipulagshugmyndir í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Þó engin þeirra hafi orðið að veruleika gefa þær þó til kynna að Reykjavík hefði á þessari öld átt að geta þróast á eðlilegan og átakalítinn hátt úr kraftmiklum bæ í heilbrigða nútímalega borg, ef ekkert óvænt hefði dunið yfir. Líklegt er t.d. að mestöll byggð á höfuðborgar- svæðinu væri nú á Seltjarnarnesi, vestan Elliða- áa, sem allþétt og kraftmikil byggð með heil- steyptum samgöngukerfum, vönduðu opinberu rými og öðru sem prýða má heilbrigða höfuðborg. Árið 1940 örlaði vart fyrir þéttbýli þar sem nú eru kaupstaðirnir fjórir, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur og Garðabær, né á Kjalarnesi eða í Bessastaðahreppi. TÍMAMÓT Við hernám Breta það vor og byggingu Reykja- víkurflugvallar í kjölfarið urðu hins vegar þáttaskil

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.