AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 40
svo sem fólkvang og náttúruminjasvæði, og fá stíga sem binda saman svæðin, hvort sem það er í þéttbýli eða fyrir utan. ÚTIVISTARSVÆÐI í VATNSLEYSUSTRANDAR- HREPPI ERU: - Ströndin. - Vogastapi. - Seltjörn, Snorrastaða- tjarnir og hluti Hrafnagjár. - Vogatjörn, í Vogum. - Aragerði, í Vogum. - Síkistjörn og umhverfi. Þar er hesthúsasvæði. - íþróttasvæði, sundlaug og tjaldstæði í Vogum. - Grænt svæði við Kirkjugerði í Vogum, - Leikskólinn og grunnskólinn í Vogum. LANDSLAGSGREINING Hugtakið landslag tekur til þess náttúrulega umhverfis sem umlykur okkur undir berum himni. Landslag samanstendur af náttúrulegum þáttum: berggrunni, jarðvegi, vatni og gróðri, einnig atrið- um þar sem mannshöndin hefur komið inn í og er yfirráðandi í stórum eða litlum stíl. Vegna nátt- úrukraftanna og aðgerða mannsins er landslagið sífellt í breytingu. Við höfum upprunalega nátt- úrulegt landslag. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sett sitt mark á landslagið í gegnum mismunandi starfsemi, svo sem landbúnað. Náttúrulega lands- lagið er orðið að menningarlandslagi. Upphaf á landslagshugtakinu er samhengið á milli náttúru, forms og manns. Greiningaraðferðin sem notuð var í verkefninu er „sjónræn greiningaraðferð" (n. visuell analyseme- tode) sem Kevin Lynch þróaði. Tveir norskir landslagsarkitektar hafa gert skýrslu um hvernig hægt sé að nota Kevin Lynch-aðferðina til að lýsa menningarlandslaginu. í heild er svæðið frekar lárétt opið svæði. Ströndin, Afstapahraunið, fjöllin í suðri og Skógfellshraunið mynda ramma utan um svæðið, einskonar kant (e. edges). Nokkur sérstök svæði finnast (e. districts) eins og Hrafnagjá, Snorrastaðatjarnir/Háibjalli og leifar afseljum. Aðalkennileiti hreppsins er Keilir, mó- bergsfjall sem er 378 m hátt. Það gnæfir hátt og sést hvaðanæva að. TILLAGA AÐ STÍGANETI Eins og að framan greinir er Vatnsleysustrand- arhreppur stórt sveitarfélag og er aðeins lítill hluti hans byggður. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að setja sér markmið varðandi útivistarmál í hreppn- um. í verkefninu er gerð tillaga að stefnumörkun fyrir Vatnsleysustrandarhrepp í útivistarmálum, það er til dæmis: i að gera almenningssvæði aðlaðandi fyrir al- menning að umgangast, i að gera ströndina frá Vogum að byggðinni á ströndinni greiðfæra, i að gera greiðfæra stíga frá Vogum /Vatnsleysu- strönd út í „menningarlandslagið“, i að gera upp gamlar þjóðleiðir og gamla stíga sem finnast í hreppnum, i að vernda sérstaka náttúrufegurð og i að taka tillit til umhverfisins við hönnun og staðarval fyrir upplýsingaskilti. Það finnast margar gamlar þjóðleiðir og stígar á svæðinu. í þessu verkefni er gerð tillaga að gera upp nokkra af þessum stígum, það eru Skógfells- vegur, vegur inn Brúnir, Þórustaðastígur, Almenn- ingsvegur og Stapagata Einnig að tengja saman seljarústirnar, sem eru syðst í hreppunum, með stíg. Við ströndina er lagt til að gera alla leiðina greiðfæra fyrir gangandi vegfarendur. ÁNINGARSTAÐIR Lagt er til að gerðir verði tveir aðaláningarstaðir, þeir eru við Háabjalla/Snorrastaðatjarnir - austast í hreppnum og við Eldborg/Jónsbrennur - suð- vestast í hreppnum. ■ GAGNABANKI BYGGINGAR- ÞJÓNUSTUNNAR www.bygging.is 38

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.