AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 15
TÍÐARANDI
Halldór Gíslason, prófessor, Hönnunar- og byggingar-
listardeild LHI
List og tíðarandi er það sem gerist
meðan við erum upptekin við að vera
frumleg. Listræn framsetning er mis-
tök sem bíða eftir að gerast. Það var
breskur listagagnrýnandi sem sagði
að við þyrftum einungis tvö lýsingar-
orð í gagnrýni á listum: „Oh wow!"
annarsvegar og „So what!“ hinsveg-
ar.
Þegar við lítum í kringum okkur þá
sjáum við listræna hönnun allsstaðar.
Kaffibollinn, ruslpósturinn sem dettur
jafnt og þétt um bréfalúguna, sæng-
urverið sem við liggjum undir, skiltin á
götunum, kvístur úr bárujárni o.s.frv.
Fyrir okkur er jafnmikilvægt að horfa
á daglegt umhverfið kringum okkur
eins og að einbeita okkur að einhverj-
um verkum sem blásin eru út af
skólakennurum og gagnrýnendum.
Þetta er að gerast áþreifanlega í þeirri
tísku sem er við líði þessa dagana
þegar ungir hönnuðir eru að skoða
„ómerkilega" framleiðslu síðustu ára-
tuga í lágtækni. Lélega framsett
skólablöð, plasthúðuð neyðarupplýs-
ingaspjöld flugfélaganna og auglýs-
ingar frá sjöunda og áttunda áratugn-
um eru uppsprettur hugmynda og
stíls þessa dagana. Núverandi kom-
andi kynslóð er ekki sátt við stjörnu-
dýrkun hönnuða þar sem hönnuðir
eru á kápum tímaritanna, eru mynd-
aðir í hallo magazine. Flugmyndin í
dag er að hönnuðurinn eigi oft ekki
að sjást, vera ósjáanlegur baksviðs
sem rótari fyrir lífið.
Vinnan kringum okkur er „óvart-list“
þar sem hver sá sem hafði fyrir því
að skapa hana var að rembast við að
gera rétt en vegna vanþekkingar á
listheiminum og tæknilegrar vankunn-
áttu tókst að skapa sérstakan stíl.
Það sem við erum að skoða er það
sem Marcel Dunchamp kallaði
„object trouvé" - hinn uppgötvaða
hlut, sem öðlast sinn „status" vegna
þess að við sem þykjumst hafa vit á
stíl og stemmningu lyftum honum
upp á stall og segjum: „Oh wow!“
Hlutirnir öðlast þennan „Oh wow!“
„status“ án þess að höfundur þeirra
ætlaðist til þess og þess vegna kenn-
ir ekki grasa harðlífis í sköpun þeirra,
alveg öfugt við það sem gerist innan
veggja listaháskólans. Kröfurnar um
stíl, grunnþekkingu og hugmynda-
fræði að baki (sem kemur ekki síður
frá hjarta höfunda en gagnrýnenda)
eru slíkar að það skapast þrengingar
í sköpunarferlinum. Því leitum við
fanga í því sem framleitt hefur verið af
óþekktum höfundum með ómengað
hjarta.
Þegar við lítum aftur fyrir okkur í sög-
unni og þegar fjarlægðin er orðin
nógu mikil þá tökum við undir orð
Duchamps um að listir geti legið í
hverju sem er, en það var ekki fyrr en
á sjöunda áratugnum sem popplista-
menn fóru að leita fanga í hversdeg-
inum og við hér njótum góðs af
návist Dieters Roth hér á íslandi á
þeim árum, annars hefðum við orðið
að fagna þessu viðmóti 10 árum síð-
ar en við gerðum, eins og með flest
annað sem við hermum eftir ná-
grannaþjóðum okkar.
Við erum í dag móttækilegri en fyrr
fyrir því sem er að gerast í sjónrænu
umhverfi okkar, eins og má sjá í
skoðun okkar á götumenningu, sem
var fyrrum litin sem barnaleg
úthverfamenning, en hefur núna öðl-
ast stóran hóp athafnamanna, hvort
sem er í formi bílskúratónlistar,
vefsíðna, stensla, glugga og garð-
skrauts. Við erum reiðubúin að
skoða af virðingu listsköpun sam-
tímamanna sem setja fram „ready-
mades“ eða fundna hluti eins og
þegar breska listakonan Tracy Emin
sýndi sjálfsmynd af sér í formi rúms
með krumpuðum sængurfötum, not-
uðum smokkum og vodkaflösku und-
ir heitinu: „Rúmið mitt“.
Sameiginlega leitum við að stemmn-
ingu tíðarandans og oft finnum við
hana þar sem samtímamenn hans
hafa ekki tekið eftir, eins og þegar við
leitum fanga í póstkortum, gömlum
klámkortum, dagatölum o.s.frv. Erró
er einn þeirra sem hafa lyft á stall
mörgum þessara sjónrænu ímynda,
til dæmis í seríu sinni af norðurafrísk-
um gleðikonum eða sjónvarpsmynd-
um frá geimkapphlaupinu.
Það er okkar að njóta þess sem er
að gerast í kringum okkur - og hvern-
ig förum við að því að vita hvar skal
líta? Með því að taka sjónræna
hegðun í fjarlægum tíðaranda
síðastliðinna áratuga til skoðunar og
reyna að finna út hvers vegna hver
tími myndbirtist í því formi sem gerð-
ist. Þá öðlumst við sögulegan skiln-
ing um leið og kannski slaknar á
rembingnum í okkur við að hvert verk
okkar verði
meistaraverk þegar þess er krafist að
verkið sé gott frábært, vel unnið af
mikilli næmni fyrir tímanum og
aðstæðum án þess að það sé meist-
araverk.
Bækur sem fjalla um myndbirtingu
tíðarandans: Gillo Dorfles: Kitsch;
Laurence King: Design for Impact;
Caroline Archer: Tart Cards. ■
Búnaður til reyklosunar D+Hi
og daglegrar útloftunar
D+H er leiðandi í framleiðslu útloftunarbúnaði
Danfoss hf
Skútuvogi 6 Sími 510 4100
www.danfoss.is