AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 25

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 25
í almennri hönnun í IR eru kennd grunnfög hönnunar. Þar má nefna aðferðarfræði hönnunar, hönnunar- og verkmenningarsögu, teikningu, form- og litafræði, tölvuvinnu, líkana- gerð, efnísfræði auk bóklegra greina. í ákveðnum áföngum er fengist við hönnunarferlið með beinum hætti og gefst nemendum kostur á að velja sér námshópa með ólík viðfangsefni þar sem lögð er áhersla á að veita innsýn í fjögur meginsvið hönnunar. í fyrsta lagi þrívíða rýmishönnun sem undirbúning fyrir t.d. arkitektúr, innan- hússarkitektúr, landslagsarkitektúr og leikmyndahönnun. f öðru lagi miðlunarhönnun sem grunn fyrir graf- íska-, prent- og skjámiðlahönnun. í þriðja lagi þrívíða formhönnun sem undirbúning fyrir vöru- og iðnhönnun og í fjórða lagi tískuhönnun sem und- irbúning fyrir fata-, tísku-, textíl- og búningahönnun. í hönnunarnáminu í IR hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að hönnun fáist einkum við framsetningu hugmynda um virkni, útlit og framleiðslu. Einnig að hönnun greinir sig frá handverki, listhandverki og listum og hönnuðurinn fáist að jafnaði hvorki við smíði eða fram- leiðslu á vörum með beinum hætti né við frjálsa, listræna tjáningu og sköp- un. IR hefur þá sérstöðu að nemendum í almennri hönnun er gert kleift að velja fjölda námsgreina af öðrum brautum skólans sem tengjast hönnunargrein- um á einhvern hátt, svo sem í tækni- teiknun, húsgagnasmíði, húsasmíði, málmsmíði, fataiðn, tölvubraut, upp- lýsinga- og fjölmiðlabraut og í Marg- miðlunarskóla. Þessir möguleikar gefa nemendum meiri vídd og breið- ari grundvöll fyrir hönnunarnám og um leið innsýn í aðrar brautir skólans. Nemendur í almennri hönnun í IR eru allflestir að undirbúa sig undir frekara nám í hönnun á háskóiastigi og margir stefna á nám í arkitektúr eða hönnun í Listaháskóla íslands. Eins hafa nokkrir nemendur ár hvert glímt við inntökupróf í arkitektúr í akademí- unni í Kaupmannahöfn og Árósum og hefur námið í IR reynst góður grunnur enda eru fjölmargir fyrri nemendur brautarinnar í námi í þessum skólum. Að auki hafa margir þreytt inntöku- próf í Danmarks Designskole auk fjölmargra annarra . hönnunarskóla víðsvegar um heim, svo sem í Bret- landi, Hollandi, á Spáni, Ítalíu og Bandaríkjunum. Nær helmingur þeirra nemenda sem hófu nám í arkitektúr við LHÍ síðastliðið haust höfðu verið í undirbúningsnámi í hönnun í IR. Eins fóru nemendur úr almennri hönnun í nám í vöruhönnun í LHÍ og myndlist. Fastur kennarakjarni í almennri hönn- un er um 12 manns og af þeím eru 8 hönnuðir (tveir arkitektar, tveir innan- hússarkitektar, einn leikmynda- og búningahönnuður, tveir fatahönnuðir og einn grafískur hönnuður), þrír lista- menn (grafík, textíll og leir og fjöl- tækni) og einn heimsspekingur auk þess sem nokkrir hönnuðanna eru með list- eða listasögunám að auki. Allir kennararnir að einum undan- skildum eru með kennsluréttindi að auki eða eru að Ijúka réttindanámi.. Að auki kenna fjölmargir kennarar af öðrum brautum ýmsar sérgreinar sem lúta t.d. að tölvunámi, verkleg- um greinum og almennu bóklegu námi. Aðsókn hefur verið góð í nám í al- mennri hönnun og er brautin með fjölmennari námsbrautum við Iðnskól- ann í Reykjavík og eru nemendur nú um 200. Almennt er það skoðun nemenda í framhaldsnámi í hönnun sem stundað hafa nám við brautina að námið nýtist þeim vel sem og í fjölmörgum öðrum greinum. Þó nemendur fari ekki allir í fram- haldsnám skilar námið sér út í samfé- lagið og er það ekki síður verðugt markmið að efla þannig almennan skilning á gildi hönnunar. Slíkur skiln- ingur og þekking er grunnforsenda fyrir því að hönnun geti orðið stærri þáttur í verðmætasköpun atvinnulífs- ins. Ennfremur er hann forsenda þess að gæði og kröfur til mann- gerðs umhverfis batni og öll stefnu- mótun í hönnun geti orðið markviss- ari. Mikil breyting hefur orðið á síðastliðn- um tíu árum síðan hugmynd að hönnunarbraut kviknaði. Síðan þá er hönnun orðin hluti af námi í grunn- og framhaldsskólum samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. Því er mikilvægt að hönnunarmennt- að fólk sé vakandi fyrir því að umfjöll- un innan skólakerfisins verði mótuð af faglegum sjónarmiðum svo áhersl- ur skekkist ekki af óljósri og skrum- kenndri notkun hönnunarhugtaksins í ætt við „matarhönnun, hönnun at- burðarrása og vandamála". ■ avs 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.