AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 28
Hönnunartæknifræði - með skynsemina að vopni. Agnar Jón Guðnason, hönnunartæknifræðingur. Hönnunartækni- eða verkfræðinám er ungt fag og í stöðugri mótun. í þessari grein fjalla ég um nám mitt og reyni að skilgreina hlutverk hönnunartæknifræðinga í nútíma samfélagi. Viðfangsefnum hönnunartæknifræð- inga má lýsa í hnotskurn þannig að þeir nálgast vanda tengdan fram- leiðslu- og framleiðslutækni út frá tæknifræðilegum grunni. Það krefst í raun fyrst og fremst skynsemi að greina vanda, prófa mögulegar lausnir og að velja bestu lausnina. Greining vandans og síðar mögulegt lausnarmengi fer eftir þeim verkfær- um sem eru tiltæk og er heppilegast að vinna með. Hönnunartæknifræð- ingar starfa víða í dag. Þá er að finna í bílaiðnaðinum, raftækjaframleiðslu, húsgagnaiðnaðinum, tölvuiðnaðinum, einkaleyfisstofum og í hönnunarstúd- íóum svo eitthvað sé nefnt. Megin- kjarninn í hönnunartæknifræði er að lykillinn að velgengni liggi í þekkingu á heildarlífsferil vöru, frá hugmynd og hönnun, að framleiðslu, markaðs- setningu og umhverfisáhrifum. Þessi sýn á heildina er kölluð samverkandi vöruþróun (Intergrated Þroduct Development). Svíar hafa komið auga á þörf fram- leiðslufyrirtækja fyrir einstaklinga með sérþekkingu á þessu sviði. Háskólinn í Skövde (HiS) var fyrstur skóla í Svíþjóð að bjóða upp á nám í þessum fræðum, þegar árið 1994. Námsbrautin fékk nafnið „Designingenjörsprogrammet" eða Hönnunartæknifræði. Síðar bættust fleiri skólar við; háskólarnir í Karlstad, Borás, Umeá, Linköping og nú einnig Kungliga Tekniska högskolan (KTH) og Chalmers. Hér á eftir fer umfjöllun um hönnunar- tæknifræðinám við Háskólan í Skövde (HÍS) en þar var ég við nám 1997 til 2000. Nám sem höfðar til hönnunar og tæknifræði er vinsælt nú á tímum því geta skólar á þessu sviði valið úr fjölda umsækjenda og eru kröfur til nemenda eftir því. Námið er byggt á tæknifræðilegum grunni. Efnisfræði, aflfræði, burðar- þolsfræði, vélhlutafræði og sjálfvirkni er grunnur að öllum hönnunarverk- efnum sem leyst eru á námstíman- um. Tölvur eru nýttar sem tæki til að auðvelda ákvarðanatöku, flýta hönnunarferlinu og miðla upplýsing- um. Tölvustudd vöruþróun var grunn- tónninn í náminu. Dæmi um þetta er þegar skapað er þrívítt módel í tölvu CAD (Computer Aided Drawing), sem síðar er unnið í forritum sem undirbúa framleiðslu í tölvustýrðum vinnsluvélum CAM (Computer Aided Manufacturing). Einnig var kennt að búa til frumgerðir í tölvustýrðum rennibekk eða fræs CNC (Computer- ized Numerical Control-machine) eða með þrívíðum prenturum fyrir frum- gerðir FFM (Free Form Machine). Það er mikilvægt fyrir þá sem vinna með hugmyndir að geta sýnt þær öðrum og gert þær lifandi á fljótlegan og ein- faldan hátt. Blýantsteikning, skiss- tækni (rendering) og tölvuteikning eru tilvaldar leiðir til að vinna og kynna hugmyndir. Svíar eru mjög framarlega hvað varð- ar þekkingu og greiningu á þörfum mannsins og samspili hans við um- hverfi sitt. Námið endurspeglar þessi viðhorf því áhersla er lögð á vinnu- vistfræði, visthæfa hönnun (eco- design) og samspil manns og véla MMI (Man Machine Interaction). Hluti námsins fer fram í hópvinnu og áhersla er lögð á verkefnastjórnun og virk samskipti innan hópsins. Hverri önn er skipt upp í tvö tímabil og því eru fjögur tímabil á hverju námsári. Á hverju þessara tímabila eru unnin verkefni sem notuð eru til að tengja saman þverfaglega þær námsgreinar sem kenndar eru. Verk- efnin voru af fjölbreyttum toga, s.s. markaðstengd verkefni sem unnin voru út frá ímyndaðri markaðssókn fyrir ímyndaða vöru. Verkefni um sjálf- virkni þar sem búið var til tæki sem leysa átti ákveðna þraut. Tækið átti að sækja tvær rafhlöður og koma þeim fyrir í stokk þannig að það kviknaði á Ijósadíóðu. Annað dæmi er verkefni sem var unnið í samvinnu við Electrolux. Verkefnið var að hanna geymslustað fyrir dósir, lyf eða útbúa klakavél að einfaldri gerð. Lokaverkefninu er síðan ætlað að flétta saman sem flesta þætti í náms- ins. Verkefnastjórnun, áætlanagerð er mikilvægur þáttur því verkefninu eru settar þröngar tímaskorður. Sam- vinna við starfandi fyrirtæki var skil- yrði og gaf því skemmtilega tengingu við þann veruleika sem við lifum í. Myndefni úr náttúru íslands steinþrykk á háls- tau.Þróunarverkefni unnið af Agnari Jóni Guðnasyni, Hannesi Lárussyni og Ingimar Ólafssyni Waage, saumaskapur Góðir hálsar bindagerð, Erna Óðinsdóttir klæðskeri. / Forms from lcelandic nature used on neckties (textile blotting). A project carried out by Agnar Jón Guðnason, Hannes Lárusscn and Ingimar Ólafsson Waage. Made by the com- pany, „Góðir hálsar“ necktie production, Erna Óðinsdóttir, tailor. Lokaverkefnin eru unnin í tveggja manna hópum og er ætlað að gefa innsýn í hvað hönnunarferlið er í raun víðfeðmt. ■ Hlekkir: www.ite.his.se heimasíða Háskólans i Skövde og www.dia.se heimasíða nemendafé- lags hönnunartæknifræðinga við skólann (Designingenjörsakademin). 26 QVS

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.