AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 28
Hönnunartæknifræði - með skynsemina að vopni. Agnar Jón Guðnason, hönnunartæknifræðingur. Hönnunartækni- eða verkfræðinám er ungt fag og í stöðugri mótun. í þessari grein fjalla ég um nám mitt og reyni að skilgreina hlutverk hönnunartæknifræðinga í nútíma samfélagi. Viðfangsefnum hönnunartæknifræð- inga má lýsa í hnotskurn þannig að þeir nálgast vanda tengdan fram- leiðslu- og framleiðslutækni út frá tæknifræðilegum grunni. Það krefst í raun fyrst og fremst skynsemi að greina vanda, prófa mögulegar lausnir og að velja bestu lausnina. Greining vandans og síðar mögulegt lausnarmengi fer eftir þeim verkfær- um sem eru tiltæk og er heppilegast að vinna með. Hönnunartæknifræð- ingar starfa víða í dag. Þá er að finna í bílaiðnaðinum, raftækjaframleiðslu, húsgagnaiðnaðinum, tölvuiðnaðinum, einkaleyfisstofum og í hönnunarstúd- íóum svo eitthvað sé nefnt. Megin- kjarninn í hönnunartæknifræði er að lykillinn að velgengni liggi í þekkingu á heildarlífsferil vöru, frá hugmynd og hönnun, að framleiðslu, markaðs- setningu og umhverfisáhrifum. Þessi sýn á heildina er kölluð samverkandi vöruþróun (Intergrated Þroduct Development). Svíar hafa komið auga á þörf fram- leiðslufyrirtækja fyrir einstaklinga með sérþekkingu á þessu sviði. Háskólinn í Skövde (HiS) var fyrstur skóla í Svíþjóð að bjóða upp á nám í þessum fræðum, þegar árið 1994. Námsbrautin fékk nafnið „Designingenjörsprogrammet" eða Hönnunartæknifræði. Síðar bættust fleiri skólar við; háskólarnir í Karlstad, Borás, Umeá, Linköping og nú einnig Kungliga Tekniska högskolan (KTH) og Chalmers. Hér á eftir fer umfjöllun um hönnunar- tæknifræðinám við Háskólan í Skövde (HÍS) en þar var ég við nám 1997 til 2000. Nám sem höfðar til hönnunar og tæknifræði er vinsælt nú á tímum því geta skólar á þessu sviði valið úr fjölda umsækjenda og eru kröfur til nemenda eftir því. Námið er byggt á tæknifræðilegum grunni. Efnisfræði, aflfræði, burðar- þolsfræði, vélhlutafræði og sjálfvirkni er grunnur að öllum hönnunarverk- efnum sem leyst eru á námstíman- um. Tölvur eru nýttar sem tæki til að auðvelda ákvarðanatöku, flýta hönnunarferlinu og miðla upplýsing- um. Tölvustudd vöruþróun var grunn- tónninn í náminu. Dæmi um þetta er þegar skapað er þrívítt módel í tölvu CAD (Computer Aided Drawing), sem síðar er unnið í forritum sem undirbúa framleiðslu í tölvustýrðum vinnsluvélum CAM (Computer Aided Manufacturing). Einnig var kennt að búa til frumgerðir í tölvustýrðum rennibekk eða fræs CNC (Computer- ized Numerical Control-machine) eða með þrívíðum prenturum fyrir frum- gerðir FFM (Free Form Machine). Það er mikilvægt fyrir þá sem vinna með hugmyndir að geta sýnt þær öðrum og gert þær lifandi á fljótlegan og ein- faldan hátt. Blýantsteikning, skiss- tækni (rendering) og tölvuteikning eru tilvaldar leiðir til að vinna og kynna hugmyndir. Svíar eru mjög framarlega hvað varð- ar þekkingu og greiningu á þörfum mannsins og samspili hans við um- hverfi sitt. Námið endurspeglar þessi viðhorf því áhersla er lögð á vinnu- vistfræði, visthæfa hönnun (eco- design) og samspil manns og véla MMI (Man Machine Interaction). Hluti námsins fer fram í hópvinnu og áhersla er lögð á verkefnastjórnun og virk samskipti innan hópsins. Hverri önn er skipt upp í tvö tímabil og því eru fjögur tímabil á hverju námsári. Á hverju þessara tímabila eru unnin verkefni sem notuð eru til að tengja saman þverfaglega þær námsgreinar sem kenndar eru. Verk- efnin voru af fjölbreyttum toga, s.s. markaðstengd verkefni sem unnin voru út frá ímyndaðri markaðssókn fyrir ímyndaða vöru. Verkefni um sjálf- virkni þar sem búið var til tæki sem leysa átti ákveðna þraut. Tækið átti að sækja tvær rafhlöður og koma þeim fyrir í stokk þannig að það kviknaði á Ijósadíóðu. Annað dæmi er verkefni sem var unnið í samvinnu við Electrolux. Verkefnið var að hanna geymslustað fyrir dósir, lyf eða útbúa klakavél að einfaldri gerð. Lokaverkefninu er síðan ætlað að flétta saman sem flesta þætti í náms- ins. Verkefnastjórnun, áætlanagerð er mikilvægur þáttur því verkefninu eru settar þröngar tímaskorður. Sam- vinna við starfandi fyrirtæki var skil- yrði og gaf því skemmtilega tengingu við þann veruleika sem við lifum í. Myndefni úr náttúru íslands steinþrykk á háls- tau.Þróunarverkefni unnið af Agnari Jóni Guðnasyni, Hannesi Lárussyni og Ingimar Ólafssyni Waage, saumaskapur Góðir hálsar bindagerð, Erna Óðinsdóttir klæðskeri. / Forms from lcelandic nature used on neckties (textile blotting). A project carried out by Agnar Jón Guðnason, Hannes Lárusscn and Ingimar Ólafsson Waage. Made by the com- pany, „Góðir hálsar“ necktie production, Erna Óðinsdóttir, tailor. Lokaverkefnin eru unnin í tveggja manna hópum og er ætlað að gefa innsýn í hvað hönnunarferlið er í raun víðfeðmt. ■ Hlekkir: www.ite.his.se heimasíða Háskólans i Skövde og www.dia.se heimasíða nemendafé- lags hönnunartæknifræðinga við skólann (Designingenjörsakademin). 26 QVS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.