AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 46
Hrund Skarphéðinsdóttir, verkfræðingur Bílaborgin eöa Evrópska borgin? Hvað er aðlaðandi borg? Fyrir marga er það hversu þægilegt það er að komast á milli staða, hvort sem það er fótgangandi, hjólandi, með almenningssam- göngum eða á bíl. Einnig tengja margir aðlaðandi borg við borgarumhverfi, borg með gönguvænum götum þar sem stutt er á milli staða. Þetta tvennt er sama hugmyndin að borg þar sem borg með borg- arumhverfi býður upp á valkosti að velja milli ólíkra ferðamáta. Þróunin síðustu áratugi hér á landi hefur verið í átt að bílaborginni. Þau hverfi sem byggð hafa verið eru einsleit hverfi á jaðri borgarinnar. Þetta eru hverfi þar sem landið er flokkað niður í ákveðna notkunar- flokka, íbúðarhverfi, atvinnuhverfi eða verslunarstaðir, og umferðarkerfi þeirra skipulagt í kringum þarfir einkabílsins. Þannig verða til ,,eyjur“ af hverfum sem tengjast saman með öflugum umferðarmannvirkjum. Þessi gisna byggð kallar á aukna fjarlægð milli áfangastaða og aukna umferð. Úthverfabyggð (ofar) og bæjarmynd (neðar). Sprawl (above) versus the traditional neighbourhood (below). Heimild/source: Andres Duany, Elizabeth Piater- Zyberk.. Breytt samfélag Samfélagið hefur breyst mikið síðustu áratugi og skilin á milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari hjá mörgum. Þessi lífsstíll eykur kröfuna fyrir borgarum- hverfi, hverfi sem hafa verslunar- og þjónustugötur þar sem þungamiðja athafna, samgangna og mannlífs er. Vaxandi hópur fólks, sérstaklega ungs fólks, sér kosti þess að búa og vinna í hverfum sem gera ekki kröfur um að allar ferðir séu farnar á einka- bílnum. Þetta er sá hópur sem fyrirtæki og borgir allstaðar í heiminum eru að keppa um. Byggð síðustu áratugi hefur gert það að verkum að eftirspurn eftir húsnæði í miðbæjum verður sífellt meiri, sem sést best á fasteignaverðinu. Stór hópur fólks sækir í þessi hverfi sem bjóða upp á fjölbreyti- leika í byggingarstíl og starfsemi, hvort sem það er í gegnum vinnu, búsetu eða til að njóta þeirra. Það ójafnvægi sem komið hefur verið á væri því best leyst með fleiri hverfum sem byggja á sígildum bæj- arformum, hafa aðal- og húsagötur, torg og almenn- ingsgarða. Ásvallargata. Ljósm./photo: Heimir Skarphéðinsson. í átt að sjálfbærri byggð En fyrst það er svona mikil eftirspurn eftir húsnæði í þéttum, blönduðum og gönguvænum hverfum, af hverju eru þau þá ekki byggð í dag? Er óraunhæft að byggja hverfi sem minnka þörfina fyrir einkabílinn? Eða er það skortur á vilja meðal stjórnmálamanna og þeirra sem ráða að byggja hverfi sem bjóða upp á val milli ólíkra ferðamáta og nálgast þannig hugtakið sjálfbært byggðarmynstur? Flestir stjórnmálamenn sjá kosti þess að stefna í átt að sjálfbærri byggðarþróun. Það sem hugsanlega stöðvar þá þegar í framkvæmdarþáttinn er komið er óttinn við að útiloka hugsanleg atkvæði og skortur á upplýsingum varðandi þessar framkvæmdir. Ákvarð- anirnar sem stjórnmálamenn taka eru oft skamm- tímalausnir sem eru í andstöðu við sjálfbæra byggð- arþróun. 44 avs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.