AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Page 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Page 46
Hrund Skarphéðinsdóttir, verkfræðingur Bílaborgin eöa Evrópska borgin? Hvað er aðlaðandi borg? Fyrir marga er það hversu þægilegt það er að komast á milli staða, hvort sem það er fótgangandi, hjólandi, með almenningssam- göngum eða á bíl. Einnig tengja margir aðlaðandi borg við borgarumhverfi, borg með gönguvænum götum þar sem stutt er á milli staða. Þetta tvennt er sama hugmyndin að borg þar sem borg með borg- arumhverfi býður upp á valkosti að velja milli ólíkra ferðamáta. Þróunin síðustu áratugi hér á landi hefur verið í átt að bílaborginni. Þau hverfi sem byggð hafa verið eru einsleit hverfi á jaðri borgarinnar. Þetta eru hverfi þar sem landið er flokkað niður í ákveðna notkunar- flokka, íbúðarhverfi, atvinnuhverfi eða verslunarstaðir, og umferðarkerfi þeirra skipulagt í kringum þarfir einkabílsins. Þannig verða til ,,eyjur“ af hverfum sem tengjast saman með öflugum umferðarmannvirkjum. Þessi gisna byggð kallar á aukna fjarlægð milli áfangastaða og aukna umferð. Úthverfabyggð (ofar) og bæjarmynd (neðar). Sprawl (above) versus the traditional neighbourhood (below). Heimild/source: Andres Duany, Elizabeth Piater- Zyberk.. Breytt samfélag Samfélagið hefur breyst mikið síðustu áratugi og skilin á milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari hjá mörgum. Þessi lífsstíll eykur kröfuna fyrir borgarum- hverfi, hverfi sem hafa verslunar- og þjónustugötur þar sem þungamiðja athafna, samgangna og mannlífs er. Vaxandi hópur fólks, sérstaklega ungs fólks, sér kosti þess að búa og vinna í hverfum sem gera ekki kröfur um að allar ferðir séu farnar á einka- bílnum. Þetta er sá hópur sem fyrirtæki og borgir allstaðar í heiminum eru að keppa um. Byggð síðustu áratugi hefur gert það að verkum að eftirspurn eftir húsnæði í miðbæjum verður sífellt meiri, sem sést best á fasteignaverðinu. Stór hópur fólks sækir í þessi hverfi sem bjóða upp á fjölbreyti- leika í byggingarstíl og starfsemi, hvort sem það er í gegnum vinnu, búsetu eða til að njóta þeirra. Það ójafnvægi sem komið hefur verið á væri því best leyst með fleiri hverfum sem byggja á sígildum bæj- arformum, hafa aðal- og húsagötur, torg og almenn- ingsgarða. Ásvallargata. Ljósm./photo: Heimir Skarphéðinsson. í átt að sjálfbærri byggð En fyrst það er svona mikil eftirspurn eftir húsnæði í þéttum, blönduðum og gönguvænum hverfum, af hverju eru þau þá ekki byggð í dag? Er óraunhæft að byggja hverfi sem minnka þörfina fyrir einkabílinn? Eða er það skortur á vilja meðal stjórnmálamanna og þeirra sem ráða að byggja hverfi sem bjóða upp á val milli ólíkra ferðamáta og nálgast þannig hugtakið sjálfbært byggðarmynstur? Flestir stjórnmálamenn sjá kosti þess að stefna í átt að sjálfbærri byggðarþróun. Það sem hugsanlega stöðvar þá þegar í framkvæmdarþáttinn er komið er óttinn við að útiloka hugsanleg atkvæði og skortur á upplýsingum varðandi þessar framkvæmdir. Ákvarð- anirnar sem stjórnmálamenn taka eru oft skamm- tímalausnir sem eru í andstöðu við sjálfbæra byggð- arþróun. 44 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.